Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 40

Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 40
FÓLK|HELGIN H ljómsveitarmeðlimirnir í The Queen Extravaganza voru sérvald-ir af trommuleikaranum Roger Taylor og gítarleikaranum Brian May, sem báðir tilheyra upprunalegu hljóm- sveitinni. „The Queen Extravaganza er sérstaklega hugsuð til að nýir sem eldri aðdáendur Queen geti notið tónlistar hljómsveitarinnar í lifandi flutningi frá- bærra tónlistarmanna,“ segir Taylor, en eins og flestir vita lést Freddy Mercury, söngvari hljómsveitarinnar, langt fyrir aldur fram árið 1991. „Sýningin er stór í sniðum, mjög mynd- ræn og með óvæntum uppá komum,“ seg- ir Taylor. Hann sá sjálfur um að framleiða sýninguna ásamt Spike Edney, hljóm- borðsleikara Queen til margra ára. Saman hafa þeir skapað nær fullkomna tónleika- upplifun og ættu Queen-aðdáendur ekki að verða sviknir. Hljómsveitina skipa tónlistarmenn sem Roger Taylor valdi í sérstakri hæfileika- keppni á netinu. Kanadíski söngvarinn Marc Martel bar sigur úr býtum í þeirri keppni. Hann er áþekkur Freddy Mercury í útliti og söngröddin er ótrúleg lík. Hann hefur líka tekið upp ýmsa takta Freddys. Hljómsveitina skipa auk Martel; Nick Radcliffe á gítar, Tylen Warren á trommur, Francois-Olivier Doyon á bassa. Hljóm- sveitarstjóri og hljómborðsleikari er Brandon Ethridge. „Hljómsveitin er svo góð að ég myndi ekki vilja fara á svið á eftir þeim,“ segir Taylor. Marc Martel er fæddur árið 1976. Hann var söngvari í hljómsveitinni Downhere frá árinu 1999 til 2011 en hún sérhæfði sig í kristilegri rokktónlist. Sólóferillinn hófst árið 2011 eftir þátttöku í hæfileikakeppni Rogers Taylor. Keppnin fór fram á netinu og söng Martel hina ódauðlegu klassík Somebody to Love. Á örfáum dögum hafði myndbandið fengið yfir milljón áhorf- endur á YouTube. Í dag, þremur árum síðar, hafa rúmlega níu milljónir manna horft á myndbandið en í því hljómar hann nánast alveg eins og hinn goðsagnakenndi Freddy. Það er skemmst frá því að segja að Marc vann keppnina og túrar nú um heiminn með The Queen Extravaganza. Meðal laga á tónleikum hljómsveit- arinnar verða Bohemian Rhapsody, Another One Bites the Dust, Crazy Little Thing Called Love, Under Pressure, We Will Rock You /We Are the Champions, Kind of Magic, Radio Ga Ga, Somebody to Love, Killer Queen ásamt fleiri Queen-lög- um. Á hljómleikunum verða líka sýndar sjaldgæfar kvikmyndir úr safni Queen. Miðasala hófst í síðustu viku á Harpa.is og eru aðeins örfá sæti laus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og ættu aðdáendur Queen og aðrir áhugasamir að tryggja sér miða. TÓNLIST QUEEN Í LIFANDI FLUTNINGI TÓNLEIKUR EHF. KYNNIR Hljómsveitin The Queen Extravaganza treður upp í Eldborgarsal Hörpu 15. ágúst. Hljómsveitin var sérstaklega mynduð til að koma lögum The Queen til nýrra sem eldri aðdáenda um allan heim. LÍKINDI Marc Martel nær Freddy ótrúlega vel. Söngröddin er mjög áþekk og sömuleiðis ýmis útlitseinkenni og taktar. GOÐSÖGN Freddy Mercury upp á sitt besta. KRAFTUR „Hljómsveitin er svo góð að ég myndi ekki vilja fara á svið á eftir þeim“ segir Roger Taylor, trommuleikari Queen. Sumarsprengja 20-50% afsláttur Opið í dag 12-15 Skipholti 29b • S. 551 0770 TEKK COMPANY OG HABITAT | KAUPTÚN 3 | SÍMI 564 4400 | WWW.TEKK.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 OG SUNNUDAGA KL. 13-18 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM MAUI Legustóll með strigabaki Græn- eða rauðmynstrað 13.800 kr. AFSLÁTTUR NÚ 13.800 KR. MAUI SÓLSTÓLL SADIE plastkanna Til í rauðu og glæru 2.950 kr. FOLIE Ljósasería í garðinn eða stofuna 8.900 kr. ORIGAMI Plastbakki 2.750 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.