Fréttablaðið - 16.05.2015, Síða 51
| ATVINNA |
Staða skólastjóra við
tónlistarskólann í Sandgerði
er laus til umsóknar. Um er að
ræða 100% starf. Leitað er eftir
jákvæðum, skapandi og metnaðar-
fullum einstaklingi með góða færni
í mannlegum samskiptum.
Aðrar hæfnis- og menntunarkröfur:
• Menntun og hæfni í hljóðfæraleik
• Reynsla af skólastjórnun og kennslu
• Mikill áhugi á velferð barna og ungmenna
• Frumkvæði og skipulagshæfni
• Faglegur metnaður
Staðan er laus frá 1. ágúst 2015. Umsóknarfrestur
er til 22. maí 2015. Umsóknir berist rafrænt til
Sandgerðisbæjar á netfangið
sandgerdi@sandgerdi.is
Nánari upplýsingar veitir staðgengill bæjarstjóra
Elísabet Þórarinsdóttir, elsa@sandgerdi.is
sími 420-7500.
Skólastjóri tónlistarskólans í Sandgerði
Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Bernhard óskar eftir að ráða vanan bifvélavirkja við
bilanagreiningar, viðgerðir og þjónustu á Honda og
Peugeot bifreiðum. Eingöngu vanur maður kemur til
greina, sem getur hafið störf sem fyrst. Um er að ræða
100% starf þar sem vinnutími er mánudaga til
fimmtudaga milli kl. 08:00 og 16:45 og föstudaga milli
kl. 08:00 og 16:00.
Samheldinn hópur starfsfólks er í fyrirtækinu, góð
vinnuaðstaða og fyrirtækið er reyklaust. Sótt er um
starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.bernhard.is/storf
eða send ferilskrá á netfangið halli@bernhard.is
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
BIFVÉLAVIRKI
Píanókennari/meðleikari
Gítarkennari
Málmblásturskennari/tónfræðikennari
Tónlistarskóli Árnesinga óskar ef tir að ráða til
starfa ef tir talda kennara:
Selfoss:
- Píanókennari í 60 % afleysingastarf, sem getur
sinnt jöfnum höndum hefðbundinni píanókennslu
og meðleik.
Selfoss – Hveragerði - Þorlákshöfn:
- Gítarkennari í 60% starf.
Selfoss – Hveragerði - Þorlákshöfn:
- Málmblásturskennari og tónfræðikennari í 75%
starf.
Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla.
Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 482-1717
eða 861-3884. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2015.
Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti t il
tonar@tonar.is.
Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu
tónlist arskólum landsins með starfsemi á 12
kennslu stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er
um 600 og starfa 30 kennarar við skólann.
Brammer er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu sem dreifingaraðili á iðnaðarrekstarvöru,
með yfir 50 ára reynslu. Brammer er þekkt fyrir hágæðavörur og sveigjanlega þjónustu.
Framúrskarandi þjónustu okkar ber fyrst og síðast að þakka góðu starfsfólki.
Brammer á Íslandi starfrækir vöruhús á svæði Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, verslun og
söluskrifstofu í Hafnarfirði og skrifstofu í Reykjavík.
Brammer er ört stækkandi fyrirtæki á Íslandi með um 40 starfsmenn hérlendis.
Sölumaður verkfæra
Brammer Ísland leitar að starfsmanni til að sjá um verslun fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Bókari
Brammer Ísland leitar að bókara á skrifstofu fyrirtækisins í Borgartúni.
Helstu verkefni:
• Umsjón með verslun, afgreiðslu og sölu
• Innkaup og val á verkfærum
• Sjá um að halda uppi framúrskarandi þjónustustigi í verslun
• Þjónusta við viðskiptavini
• Þátttaka í umbótastarfi
Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Gott frumkvæði
• Hæfileikar til að geta unnið undir álagi
• Áhugi á sölumennsku og almenn þekking á verkfærum kostur
• Mjög góð almenn tölvukunnáttu
• Góða samskiptafærni á íslensku og ensku
Helstu verkefni:
• Bókun innkaupareikninga
• Samskipti við innlenda og erlenda birgja
• Afstemmingar
• Eftirfylgni vinnuferla
• Önnur tilfallandi verkefni í bókhaldi
Hæfniskröfur
• Viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun æskileg
• Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði
• Góð almenn tölvufærni
• Góð kunnátta í Excel
• Mjög góð enskukunnátta
• Nákvæmni og tölugleggni
• Sjálfstæði og samskiptafærni
Nánari upplýsingar um starfið veitir Edilon Hreinsson, útibússtjóri í síma 864 6284.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Fenger, fjármálastjóri í síma 864 6264.
Áhugasamir umsækjendur sendi ferilskrá til Brynju Vignisdóttur, mannauðsstjóra,
á netfangið brynja.vignisdottir@brammer.biz, fyrir 22. maí 2015.
kopavogur.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðumaður dægradvalar stjórnar skipulagi
daglegrar starfsemi í dægradvöl og ber ábyrgð
á faglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólanám í tómstundafræði, uppeldisfræði
eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi.
• Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með
börnum æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í
vinnubrögðum og skipulagshæfni.
• Frumkvæði og metnaður í starfi.
Forstöðumaður dægradvalar
óskast í Álfhólsskóla
Í Álfhólsskóla eru um 680 nemendur
í 1.–10. bekk og 140 starfsmenn. Í Álfhóls-
skóla fer fram skapandi starf með fjöl-
breyttum kennsluháttum og nám við hæfi
hvers og eins.
Í stefnumótun dægradvala grunnskólanna
í Kópavogi er lögð áhersla á að efla og
styrkja enn frekar faglegt starf sem fram fer
með börnum. Markvisst verður unnið að því
verkefni á næstu árum og gegna forstöðu-
menn dægradvala lykilhlutverki í þeirri þróun.
Skipulag dægradvala miðast við aldur og
þroska barna frá 1.–4. bekk. Í daglegu starfi
dægradvala er lögð áhersla á frjálsan leik og
óformlegt nám barna með virkri þátttöku
í tómstundastarfi í öruggu umhverfi.
Dægradvalir eru í miklu samstarfi við
íþrótta- og tómstundafélög.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí nk.
Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir
skólastjóri í síma 570 4150 og á netfanginu
sigrunb@kopavogur.is. Konur jafnt sem karlar
eru hvött til að sækja um starfið.
PA
R\
A
R\R\
PI
PA
R
PI
PA
R
A
A
A
W
A
W
A
WWWWWBWBWBBTBTBTTTTT
••
SÍ
A
S
ÍA
SÍ
A
SÍ
A
SÍ
A
S
•
15
23
838
1
51
77
Nánari upplýsingar á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar.
LAUGARDAGUR 16. maí 2015 11