Fréttablaðið - 16.05.2015, Page 66

Fréttablaðið - 16.05.2015, Page 66
FÓLK| Fallegt, fágað og töff allt fyrir útskriftirnar Smáralind facebook.com/CommaIceland allt að 70% afslátt ur Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Flatur magi á sjö dögum One Week Flat dregur úr lofti í maga og gerir þaninn kvið flatari. ” “ Ég mæli með því að nota vandaða meltingargerla eins og frá OptiBac Probiotics til að viðhalda heilbrigðri meltingu og bæta almenna heilsu Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari. FERÐIR BÆÐI KENNILEITI OG LISTAVERK FERÐALÖG Styttur hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára en elsta þekkta stytta heims er 30 þúsund ára gömul. Styttur segja sögu þess tímabils sem þær voru reistar á og margar hverjar eru heimsþekktar og draga að þúsundir ferðamanna ár hvert. Hér má sjá nokkrar styttur sem eru fyrir löngu orðnar kennileiti þeirra borga og landa sem þær standa í. FRELSISSTYTTAN Frelsisstyttan stendur á Liberty-eyju í höfn New York-borgar um 2,6 km utan við Manhattan. Þar var hún sett til að bjóða velkomna alla gesti og innflytjendur, sem og Bandaríkjamenn á heimleið. Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum styttuna árið 1885. Styttan með grunninum er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð. CHRIST THE REDEEMER Í RIO DE JANEIRO Kristsstyttan í Rio er talin vera stærsta stytta heims í Art Deco-stíl en hún var reist á árunum 1926-1931. Hún er 30 metra há án stallsins en faðmur Krists er 28 metrar. Styttan stendur á toppi Corcovado- fjalls sem er 700 metra hátt. Styttan er löngu orðin frægasta minnismerki Brasilíu. STEINHÖFUÐ OLMEKA Olmekaþjóðin var uppi í Mexíkó í kringum 1400 til 400 fyrir Krist. Þekktasta arfleifð þessarar þjóðar eru hin risastóru hjálmklæddu steinhöfuð. Talið er að þau eigi að sýna leiðtoga þjóðarinnar. Engin tvö höfuð eru eins og hjálmarnir eru ólíkir. Fundist hafa 17 höfuð en þau eru frá 1,47 til 3,4 metrar. MÓÐURLANDIÐ KALLAR Þessi gríðarstóra stytta stendur í borginni Volgograd í Rússlandi sem áður hét Stalíngrad. Hún var reist til minningar um orrustuna um Stalíngrad í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Styttan er 85 metra há. 200 þrep liggja upp að stytt- unni og eiga að tákna þá 200 daga sem orrustan stóð. LITLA HAFMEYJAN Hafmeyjan litla eft- ir Edvard Eriksen er Íslendingum að góðu kunn. Meyjan, sem byggð er á sögu eftir Hans Christian Andersen, situr á steini við höfnina í Kaupmannahöfn. Hún er aðeins 1,25 m að hæð, en hefur verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í borginni frá 1913. Meyjan litla hefur oft orðið fyrir barðinu á ódæðismönnum og hefur höfuð hennar verið sagað af nokkrum sinnum. SFINXINN Í GÍSA Sfinxinn er goðsagna- vera með líkama ljóns og mannshöfuð. Frægasta styttan af sfinx er við Keops- píramídann í Gísa í Egyptalandi. Styttan er úr kalksteini og er 73,5 m að lengd, 19,3 m á breidd og 20,22 m á hæð. Hún er talin hafa verið reist í kringum 2558 til 2532 fyrir Krist. HUGSUÐURINN Styttan er eftir Auguste Rodin og sýnir nakinn karlmann í þungum þönkum. Mynd af styttunni er oft notuð sem tákn fyrir heimspeki. Til eru 28 af- steypur í fullri stærð en hver stytta er 186 cm á hæð. Rodin fékk hugmyndina að hugsuðinum sem hluta af stærra verki árið 1880, en fyrsta bronsstyttan eins og við þekkjum hana, leit dagsins ljós árið 1904. DAVÍÐ Í FLÓRENS Davíð er listaverk úr marmara eftir ítalska meistarann Michelangelo. Styttan á að tákna Davíð, konung Ísraels. Styttuna mótaði listamað- urinn á árunum 1501 til 1504. Styttan er 3,43 metrar á hæð. Hún stóð fyrst á torgi fyrir framan Palazzo della Signoria en í dag stendur þar efirmynd styttunnar. Upprunalega styttan stendur í Accademia Gallery í Flórens á Ítalíu. MOAI-STEINSTYTTURNAR Á PÁSKAEY Páskaeyja er fræg fyrir stórar steinstyttur sem íbúar eyjarinnar hjuggu á árunum 1250 til 1500. Flestar stytturnar eiga að endurspegla forfeður eyjaskeggja sem teknir voru í guðatölu. Þótt oft sé talað um þær sem „steinhöfuð“ hafa þær raunar búk, en nokkrar hafa sigið svo aðeins höfuðin standa upp úr jarðveginum. Stytturnar eru af ýmsum stærðum en þær eru 887 talsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.