Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 92
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60
165 g smjör
200 g suðusúkkulaði, saxað fínt
3 egg
2 eggjarauður
2 tsk. vanillusykur
115 g púðursykur
50 g sykur
2 msk. hveiti
1 msk. kakó
smá salt
12 Oreo-kexkökur, hver kaka
skorin í fjóra bita.
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið bök-
unarform (20x20 cm) og klæðið
með bökunarpappír þannig hann
fari yfir kant bökunarformsins.
Bræðið smjör í potti við miðlungs-
hita. Þegar smjörið er bráðn-
að er það tekið af hitanum og
súkkulaðinu bætt í pottinn. Leyfið
þessu að standa í nokkrar mínútur,
þar til súkkulaðið er bráðnað og
hrærið þá saman þannig að smjör-
ið og súkkulaðið blandist vel.
Hrærið eggjum, eggjarauðum og
vanillusykri saman í stórri skál
þar til blandan verður ljós og létt.
Bætið sykrinum í tveimur skömmt-
um við og hrærið vel á milli. Þegar
allur sykurinn er kominn út í er
hrært áfram þar til blandan verður
stífari. Bætið súkkulaðinu varlega
saman við og hrærið þar til allt
hefur blandast vel. Bætið hveiti,
kakói, salti og þriðjungi af Oreo-
kexkökunum út í og hrærið vel.
Setjið deigið í bökunarformið og
stingið restinni af Oreo-kexkökun-
um í deigið. Bakið í miðjum ofni í
25-30 mínútur. Leyfið kökunni að
kólna áður en hún er tekin úr form-
inu og skorin í bita. Sigtið flórsykur
yfir hana áður en hún er borin fram.
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com
OREO-BRÚNKUR SEM BRÁÐNA Í MUNNI
Það er gaman
að eiga eitt-
hvað gott
með kaffinu
um helgar og
þessi kaka
tikkar í öll
boxin. Kjör-
ið að njóta
með ísköldu
mjólkur glasi
eða góðum
kaffibolla.
N á n a r i u p p l ý s i n g a r á h e i m a s í ð u V M
w w w . v m . i s
VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni
FÉLAGSFUNDIR VM
Félagsfundur VM verður haldinn þriðjudaginn 19. maí n.k.
kl. 20:00 í VM húsinu, Stórhöfða 25, 3. hæð.
Fundurinn verður sendur út á heimasíðu VM, hægt verður að
senda inn fyrirspurnir á gudnig@vm.is á meðan fundi stendur.
DAGSKRÁ FUNDARINS:
1. Staðan í kjaraviðræðum
2. Verkfallsboðun
3. Önnur mál
● Þann 16. maí 2013 tóku þrjár
þekktar tónlistarkonur þátt í
Eurovision. Anouk fyrir Holland,
Cascada fyrir Þýskaland og Bonnie
Tyler fyrir Bretland.
● Aserbaídsjan var fyrst með árið
2008, en Aserum hefur tekist
að vinna keppnina einu sinni á
þessum stutta tíma, árið 2011.
● Þegar Finnar unnu Eurovision árið
2006 með Hard Rock Hall elujah
var það í fyrsta sinn sem rokklag
vann keppnina, auk þess sem allir
í atriðinu voru í grímubúningum.
Lagið komst á top 40 í Bretlandi og
var vinsælt annars staðar í Evrópu.
● Í sömu keppni, var púað á okkar
konu, Sylvíu Nótt, sem fór mikinn
með laginu Congratul ations.
● Grikkir unnu keppnina árið 2005,
þar sem hin sænskættaða Helena
Paparizou heillaði með laginu My
Number One. Lagið varð gríðarlega
vinsælt hér heima.
● Sama ár, 2005, tóku Búlgaría og
Moldóva þátt í fyrsta sinn. Slógu
Moldóvar í gegn með sínu atriði
þar sem amman fræga spilaði á
trommur.
● Árið 2006 var tekin ákvörðun um
að birta stig 1-7 beint á skjánum,
þannig að 8, 10 og 12 voru bara
lesin upp. Að lesa allt upp tók of
langan tíma.
● Í keppninni 2003
tóku stelpurnar
í t.A.t.U
þátt fyrir
Rússlands
hönd.
Mikill
viðbúnaður var í kringum atriðið
þeirra, þar sem aðstandendur
„óttuðust“ að þær myndu kyssast
í miðju atriði og þar með hneyksla
alla Evrópu.
● 2004 tóku Albanía, Andorra, Hvíta-
Rússland og Serbía/Svartfjallaland
þátt í fyrsta sinn.
● Sama ár, 2004, keppti Íslend-
ingurinn Tómas Þórðarson fyrir
Danmörk á hjólaskautum með
lagið Shame on You, en komst ekki
áfram.
● Keppnin árið 2000 var fyrsta
keppnin sem sýnd var beint á
inter netinu, sem var nýjung þá.
● Keppnin árið 2000 var mjög
eftirminnileg, en flestir muna
sennilega eftir sigurvegurunum frá
Danmörku, Olsen-bræðrum, með
lagið Fly on the Wings of Love,
sem sló heldur betur í gegn. Þeir
voru þá elstu mennirnir til að sigra
í Eurovision, alveg 46 og 50 ára.
● 29. maí 1999 er flestum Íslend-
ingum eftirminnilegur, en þá laut
Selma Björnsdóttir í lægra haldi
fyrir Charlotte Nilsson frá Svíþjóð
og fékk 146 stig á móti 163. Enn
eru einhverjir sem ekki hafa fyrir-
gefið það.
● Í keppninni 1998 urðu Bretar í 2.
sæti í fimmtánda sinn, en þeir hafa
aðeins tvisvar sinnum lent á topp
tíu síðan. Þá var í fyrsta sinn haldin
símakosning í flestum löndum
(viljum við ekki þakka Páli okkar
Óskari fyrir þessar breytingar?)
● Sigurvegarinn 1998 var Dana Inter-
national frá Ísrael með lagið Diva.
Hún var fyrsti kynskiptingurinn til
þess að vinna keppnina.
FÁNÝTUR
EUROVISION
FRÓÐLEIKUR
7 DAGAR Í EUROVISION
LORDI Finn-
arnir voru
sáttir með
sína sigur-
vegara.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
LÍFIÐ