Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 95
LAUGARDAGUR 16. maí 2015 | LÍFIÐ | 63 „Það má eiginlega segja að við séum að fagna lóunni, þessi við- burður er kominn til að vera,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B Ruff. Hann er einn af skipuleggjendum klúbbaveislu sem kallast Lóan. Um er að ræða einstakan viðburð sem fram fer í Gamla bíói en þar koma fram hvorki fleiri né færri en nítján plötusnúðar. „Þetta eru allt frekar ólíkir plötusnúðar en hópa sig samt saman þannig að þetta verður spennandi og skemmti- leg blanda. Það mætti alveg kalla þetta árshátíð plötusnúða,“ bætir Benedikt við. Þeir sem koma fram undir hverjum hópi: Tetriz – (B-Ruff & Finga- print), Blokk – (Housekell, Intro- beats, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Jón Regin bald, Símon fknhndsm, Ómar E, Moff & Tarkin), Plútó – (Kocoon, Tandri, Skeng, Gunni Ewok, Julia Ruslanovna, Skurður, Maggi B, Hlýnun Jarðar, Ozy) og Yamaho – (Dj Yamaho). Tetriz spilar gullaldarhipphopp frá 93-97, Blokk spilar hús & teknó, Plútó spilar grime, juke, footwork, hipphopp, haglabyssuhúsog teknó og svo ætlar Yamaho að spila hús & teknó. „Hver og einn hópur spilar í klukkutíma þannig að þetta verð- ur 4 tíma keyrsla,“ bætir Benedikt við. Lóan fer fram í Gamla bíói í kvöld og hefst klukkan 22.00. „Ég lofa hörku góðu kvöldi og verður Corona í boði fyrir þá sem mæta tímanlega.“ - glp Plötusnúðar fagna lóunni í Gamla bíói Klúbbaveisla þar sem nítján plötusnúðar koma fram. LOFAR GÓÐU FJÖRI Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B Ruff, er einn af skipuleggjendum klúbbaveislunnar. KEMUR FRAM Introbeats er einn af þeim sem koma fram í kvöld. DANS ★★★ ★★ Svartar fjaðrir Dansverk Listrænn stjórnandi /danshöfundur Sigríður Soffía Níelsdóttir Dansarar/Leikendur Atli Rafn Sigurðar- son, Ásgeir Helgi Magnússon, Dóra Jóhannsdóttir, Hannes Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Tónlist Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson Búningar Hildur Yeoman Leikmynd Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson Texti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Opnunarverk Listahátíðar í ár var dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Smart byrjun á hátíðinni verð ég að segja að hafa dansverk eftir unga íslenska konu. Í verkinu fjallar Sigríður Soffía um Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, ljóðin hans og hann sem persónu. Um dansverk er að ræða en að vanda leikur Sigríður Soffía sér að því að þenja út listformið og ögra hugmyndum um mörk list- greina. Að þessu sinni með því að dansa ljóð og flytja ljóð með hreyfingu. Til fulltingis við sig hefur hún fengið eðallistamenn, dansara og leikara sem eins og í mörgum samtímadansverkum nýttu fagþekkingu sína í túlkun og tjáningu, auk þess að takast á við tjáningarleiðir listformsins. Eitthvað sem er vandmeðfarið en gekk oftast upp eins og í falleg- um flutningi Atla Rafns leikara og Ásgeirs Helga dansara á ljóð- inu Ofstjórn með hreyfingum og orðum. Samtímis því að vera flutn- ingur á ljóðum Davíðs í orðum og hreyfingum er verkið tilraun til að draga upp mynd af skáld- inu sjálfu. Til þess nýtir Sigríður Soffía hefðbundið frásagnarform en leikararnir Saga Garðars dóttir og Oddur Júlíusson túlkuðu á skemmtilegan hátt samferðafólk Davíðs og sögðu sögur af honum. Í þessum innskotum var oft stutt í grínið sem náði vel til salarins en braut að sama skapi upp stemm- inguna. Svartar fjaðrir hófst með yndis- legu atriði þar sem eitthvað sem við fyrstu sýn virtist vera svart- ur steinn sem lá í þokuslæðingi á sviðinu lifnaði við og hreyfðist um sviðið í ótrúlega fíngerðu og við- kvæmu flæði. Grípandi mynd sem gaf fyrirheit um hrífandi kvöld. Í kjölfarið fylgdi aftur á móti klisja, berleggjaðar konur í háhæluðum skóm sem reyna að tengjast kol- svartri verunni sem sló á vænt- ingarnar. Samspil Lovísu Óskar og Hannesar (verunnar) var mjög fallegt í þessu atriði en ekki fleiri fáklæddar konur í háhæluðum skóm að reyna að þóknast karl- mönnum í dansverk, takk. Í framhaldinu komu margir góðir kaflar bæði í ljóðaflutningi og frásögn eins og áðurnefndur flutningur á Ofstjórn, flutningur Ingvars E. Sigurðssonar á Moldin angar og ekki síður framsetning sama ljóðs í dansi og flutningur Odds á ölæðistexta frá Davíð sjálf- um. Atriði sem hefði þó mátt vera blæbrigðameira. Fyrir utan upp- hafssenuna þá var það þó ekki fyrr en í lokin í túlkuninni á Að skýja- baki og Er árin færast yfir sem töfrarnir birtust á ný. Tjáning Lilju Guðrúnar og túlkun á þessum text- um var mjög sterk og samspil list- formanna, hreyfinganna, notkunar orða og söngs var hrífandi. Hvern- ig textanum var haldið lifandi í Að skýjabaki var fallegt og dúett Lilju Guðrúnar og Lovísu Óskar var ótrúlega flott gerður og áhrifaríkur Útlit og umgjörð sýningarinn- ar gekk mjög vel upp. Notkunin á svarta og hvíta litnum rímaði vel við hugmyndir Davíðs sjálfs um að það væru hans litir en undirrituð saknaði þess að rauði liturinn fengi líka sinn sess í takt við orð skálds- ins, „að kvæði mín eru blóð af mínu blóði …“ Búningarnir komu ágæt- lega út í heildina og tónlistin/hljóð- heimurinn var mjög flottur, fjöl- breyttur og fullur af stemmingu. Í heild var sýningin tæknilega vel útfærð og allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það vant- aði upp á listræna útfærslu og leik- stjórn. Það var verið að gera of margt í einu þannig að verkið var of langt og brotakennt og skildi því ekki eins mikið eftir sig og efni stóðu til. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Stórhuga verk stútfullt af góðu efni en þarfnaðist slípunar og fágunar. Ofgnótt af alls kyns dýrindum SVARTAR FJAÐRIR Opnunarverk Listahátíðar í ár var dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. MYND/HÖRÐURSVEINSSON ➜ Tjáning Lilju Guðrúnar og túlkun á þessum text- um var mjög sterk og sam- spil listformanna, hreyf- inganna, notkunar orða og söngs var hrífandi. Lokaverkefni sem nemendur í grunnnámi við tölvunarfræðideild HR hafa unnið í samstarfi við íslensk fyrirtæki verða kynnt dagana 18. og 19. maí. NEMENDUR Í TÖLVUNARFRÆÐI KYNNA LOKAVERKEFNI Verkefni Samstarfsaðili Stofa Dags. Tími Viðskiptagreind Marel M104 18. maí 08:30 MMOs for Science MMOS, CCP, CADIA M105 18. maí 09:15 Boggan Landsbjörg M104 18. maí 10:00 Birdie M105 18. maí 10:45 Stoðkerfi fyrir námsleiki Costner ehf. M104 18. maí 11:30 Graphical recipe automation Gracipe M105 18. maí 12:45 DATI Tern Systems M104 18. maí 13:30 Fanaments app Viking software M105 18. maí 14:15 Authenteq ID Authenteq M104 18. maí 15:00 HR umræður Háskólinn í Reykjavík M105 18. maí 15:45 Pöntunarkerfi bílaleigu í Dynamic Ax Annata V102 18. maí 16:30 HiPOS for Windows Handpoint M104 19. maí 08:30 Heimir skráningasíða Borgun M105 19. maí 09:15 KPMG skráningar KPMG M104 19. maí 10:00 Saga samskiptastaðall Cadia M105 19. maí 10:45 Applicon-Fussball Applicon M104 19. maí 11:30 Vegabréfaumsóknir Advania Advania M105 19. maí 12:15 Thrifter M104 19. maí 13:45 Tempo Mobile Tempo M105 19. maí 14:30 Advania áætlanir Advania M104 19. maí 15:15 Oturgjöld Valitor M105 19. maí 16:00 Interactive design of the Gracipe user interface CRESS - rannsóknarsetur HR V102 19. maí 13:00 Social Questing in Deckbattana CADIA - rannsóknarsetur HR V102 19. maí 13:30 Visual Evaluation of User Reaction in VR CADIA - rannsóknarsetur HR V102 19. maí 14:00 GUI design for the P3 photo browser CRESS - rannsóknarsetur HR V102 19. maí 14:30 WebAPI for the O3 media server CRESS - rannsóknarsetur HR V102 19. maí 15:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.