Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 6
Mikil mildi að hann komst sjálfur út Á miðvikudag kviknaði í bíl á Kjalvegi, rétt fyrir ofan Sandá. Bíllinn endaði á hvolfi utan vegar. Þegar ökumaðurinn, sem var einn á ferð, var að koma sér út úr bílnum varð hann var við eld og var heppinn að komast út af sjálfsdáðum því fljótlega varð bíllinn alelda. Um 40 kílómetrar eru að næstu slökkvi- stöð og því lítið sem slökkviliðið gat gert þegar það kom á staðinn annað en að slökkva þann litla eld sem enn logaði. MYND/BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU VIÐSKIPTI LS Retail undirbýr máls- höfðun gegn eiganda Norðurturns- ins við Smáralind eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að lógó þess yrði sýnilegt utan á bygg- ingunni var hafnað. Harðar deilur um merkingar á húsinu komu upp eftir að Íslandsbanki flutti þangað og ætlar LS Retail að leggja fram kæru fyrir lok júní. Þetta staðfestir Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstrarstjóri LS Retail, og segir fyrirtækið fara fram á að jafnræðis sé gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðl- unartillögur sem hafi verið hafnað. Íslandsbanki tilkynnti í apríl í fyrra að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar frá Kirkjusandi í turn- inn í Kópavogi. Tveimur mánuðum áður hafði LS Retail gert tíu ára leigusamning við Norðurturninn hf. um fimm hæðir. Í nóvember í fyrra greindi DV síðan frá óánægju annarra leigutaka í húsinu með ákvörðun stjórnarinnar um að leyfa bankanum og engum öðrum að setja lógó sitt á stigahús turnsins. Bankinn hefði einnig farið fram á að opinbert heiti byggingarinnar yrði „Íslandsbankaturninn“. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, fram- kvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Að sögn Sigrúnar Dóru hefur Norðurturninn beitt fyrir sig ákvæði í leigusamningnum við LS Retail sem kveður á um að merk- ingar séu bannaðar nema í samráði við leigusala og í samræmi við merk- ingar annarra leigutaka. LS Retail hafi mátt vera ljóst frá upphafi að merkið yrði ekki utan á byggingunni. Stefna Norðurturninum og vilja lógó sitt á húsið Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail undirbýr málshöfðun gegn eiganda Norðurturns- ins við Smáralind. Deilur hafa staðið um merkingar á húsinu eftir að Íslandsbanki flutti inn. Málamiðlunartillögum hafnað og LS Retail fær ekki lógó sitt á turninn. Íslandsbanki er eini leigutaki Norðurturnsins sem hefur fengið að setja lógó sitt utan á bygginguna. Forsvarsmenn LS Retail eru ósáttir. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA Stjórnendur fyrirtækisins líti aftur á móti svo á að þar séu „hlutir slitnir úr samhengi“ enda hafi við undirritun leigusamningsins ekki annað búið að baki en liðlegheit og forsendur síðar breyst þar sem stjórnendur Norðurturnsins hafi á þeim tíma haft áform um að engin firmamerki yrðu utan á byggingunni. Íslandsbanki er einn eigenda Norðurturnsins hf. og átti í árslok 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Fyrir- tækið á því fulltrúa í stjórn turnsins og er einnig einn af lánveitendum hans. haraldur@frettabladid.is LS Retail skrifaði undir leigusamning við Norður- turninn í febrúar 2016 og tveimur mánuðum síðar tilkynnti Íslandsbanki um flutning á höfuðstöðvum sínum í bygginguna. Hágæða amerísk heilsurúm sem auðvelt er að elska Sofðu rótt í alla nótt RÚSSLAND Vladimír Pútín Rússlands- forseti lofar að tryggja að Rússar búi í almennilegu húsnæði og fái almenni- leg laun. Þetta var meðal þess sem hann sagði í árlegum sjónvarpsvið- burði í Rússlandi þar sem almenn- ingur getur hringt inn og Pútín svarar símtölunum. Reuters greinir frá því að líklega hafi Pútín lofað áhorfendum þessu þar sem nú styttist í forsetakosningar sem fara fram í mars á næsta ári. Pútín hefur stýrt landinu síðustu sautján ár og líklegt er að hann bjóði sig fram fyrir fjórða kjörtímabil sitt í kosningunum í mars. Hann vildi þó ekki staðfesta þetta á viðburðinum. Líklegt er talið að Pútín, sem er 64 ára, myndi vinna kosningarnar ef hann byði sig fram. Pútín var léttur og gantaðist meðal annars með það að bjóða James Comey, fyrrverandi yfirmanni bandarísku alríkislögreglunnar FBI, pólitískt hæli í Rússlandi. Forsetinn sýndi mýkri hlið sína þegar kona frá Izhevsk í Úralfjöllum hringdi og sagðist búa við óheilbrigð skilyrði og hafa áhyggjur af því að þakið á húsi hennar myndi hrynja yfir börnin hennar. Pútín sagðist myndu vinna í því að finna nýtt húsnæði fyrir hana og heimsækja hana þegar hann kæmi til borginnar á næstunni. Pútín vildi lítið tala um fjölskyldu sína. Þegar hann var spurður um barnabörn sín bað hann um að einka- líf hans yrði virt til að þau gætu átt sem eðlilegasta æsku. – sg Staðfestir ekki framboð Pútín svaraði spurningum fjölmiðla eftir að sjónvarpsviðburðinum lauk. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI  Sænska streymiþjónustan Spotify bætti við sig notendum á síðasta ári og nota nú 140 milljónir manna þjónustuna mánaðarlega. Tekjur fyrirtækisins námu 2,9 milljörðum evra, og jukust um 50 prósent milli ára, samkvæmt frétt BBC um málið. Tapið jókst þó veru- lega og nam 539,2 milljónum evra, jafnvirði 60 milljarða króna, á síð- asta ári. Stjórnendur Spotify íhuga að skrá félagið á markað og því er bókhald félagsins undir miklu aðhaldi. For- svarsmenn félagsins segjast telja að tekjur fyrirtækisins muni aukast með fleiri notendum. Því verður áfram fjárfest í félaginu og markaðs- setningu þess. Notendum Spotify sem greiða fyrir þjónustuna fjölgaði veru- lega milli ára, úr 20 milljónum í 48 milljónir. Apple Music, sem er aðal- samkeppnisaðili Spotify, er með 27 milljónir greiðandi áskrifenda. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast milli ára. – sg Spotify tapaði 60 milljörðum Um 140 milljónir hlusta mánaðar- lega á Spotify. NORDICPHOTOS/GETTY 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.