Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 4
FliBlade 26 Áður 20.238,- NÚ 16.191,- gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is FLUGNABANAR Kynningartilboð á nýrri gerð flugnabana sem uppfylla nýjustu kröfur um hreinlæti BIÐRAÐAKERFI - FÆRIBÖND - DEIG- & RASPVÉL - BRÝNI MÁLMLEITARTÆKI - ÁLEGGSHNÍFAR - HAKKAVÉLAR HAMBORGARAVÉLAR - KJÖTSAGIR - ROÐFLETTIVÉLAR GOTT VERÐ DÓMSMÁL Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. Stjórnendur Fáfnis segja að Steingrímur hafi ekki staðið við skyldur sínar á uppsagn- arfresti og hafa gert gagnkröfu. Valdemar Johansen, lögmaður Steingríms, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að forstjórinn fyrr- verandi hafi stefnt Fáfni sökum meintra vanefnda á greiðslu upp- sagnarfrests sem hann hafi átt rétt á samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt svari Fáfnis Offshore við fyrirspurn blaðsins byggir gagn- krafa fyrirtækisins á því að Stein- grímur hafi ekki skilið við félagið líkt og samningurinn hljóðaði upp á. Forstjórinn fyrrverandi hafi tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis og brotið trúnaðarskyldu. Fyrirtaka í máli Steingríms gegn Fáfni verður í Héraðsdómi Reykja- víkur þann 22. júní. Þá verður liðið rúmt eitt og hálf ár síðan Stein- grími, stofnanda og hluthafa í Fáfni Offshore, var sagt upp störfum. Steingrímur var fram að desember 2015 andlit fyrirtækisins út á við en Jóhannes Hauksson, stjórnar- formaður Fáfnis, tók þá við fram- kvæmdastjórastarfinu. Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel. Stjórn Fáfnis hefur tvisvar ráðist í skuldabréfaútgáfu upp á samtals 345 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækis- ins. Eignarhlutur Haldleysis, einka- hlutafélags í eigu Steingríms, í Fáfni Offshore hefur því minnkað úr 21 prósenti í árslok 2015 í rétt rúm tíu prósent, en hann hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfunum. – hg Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Lækkun olíu- verðs hefur haft áhrif á verkefna- stöðu Fáfnis Off shore. Íslenskir líf- eyrissjóðir og ríkisbankinn Íslandsbanki eru í hluthafa- hópi þess. MYND/FÁFNIR LÖGREGLUMÁL Hafþór Júlíus Björns- son aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lög- reglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lög- regla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðast- liðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópa- vogi og lagt fram kæru vegna máls- ins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Haf- þór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjá- landshverfinu í Garðabæ. Nágrann- ar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræð- ing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri. snaeros@frettabladid.is Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Lögmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, aflraunamanns og leikara, segir ekkert hæft í ásökunum um ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þrjár fyrrverandi kærust- ur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkam- legu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sam- bandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært. Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður DÓMSMÁL Hæstiréttur féllst á það í gær að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lög- mannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. septem- ber árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi að nýju. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist til að mynda vera 17 ára gamall tánings- piltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í fimmtán skipti tælt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, með peningagreiðslum og blekk- ingum til þess að hafa við sig kyn- ferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. - oæg Kynferðisbrotamaður heldur réttindum Maðurinn var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn fjórum unglingsstúlkum. HAFNARFJÖRÐUR Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í gærmorgun voru lögð fram drög að stofnsam- þykktum íbúarekins leigufélags í bænum sem hefur það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbygg- ingu og auka aðkomu og þátttöku íbúanna sjálfra. Að mati bæjarstjóra Hafnar- fjarðarbæjar er hér um að ræða stórt framfaraskref innan sveitarfélagsins. Hvatinn að verkefninu er að bregðast við þörf á öruggu leiguhúsnæði á við- ráðanlegu verði. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að vinna áfram að mál- inu, segir í tilkynningu. Í ljósi ástands og aðstæðna á íbúða- markaði í dag og mikillar eftirspurnar eftir húsnæði í Hafnarfirði telur sveitarfélagið að allar forsendur séu til staðar til að leigjendur komi sjálfir að rekstri og utanumhaldi um leigu á almennum íbúðum. Hugmyndin er að leigjendurnir sjálfir verði aðilar að sjálfseignarstofnun um félagið sem á og rekur íbúðirnar. Gert er ráð fyrir að félagið fái stofn- framlag frá sveitarfélagi og Íbúða- lánasjóði sem nemur samtals 30 prósentum af byggingarkostnaði, sveitarfélagið leggi til 12 prósent og Íbúðalánasjóður 18 prósent. Leiga á svo að standa undir afborgunum og vöxtum af láni. Verklok framkvæmda eru áætluð í lok næsta árs. – sg Setja á laggirnar íbúarekið leigufélag í Hafnarfirði Áætluð verklok yrðu á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.