Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 40
Spagettípitsa með mozzarella og basilíku Botn: 300 g spagettí, soðið 2 egg 1 dl parmesanostur Salt og pipar Ólífuolía Setjið spagettí, egg og nýrifinn parmesanost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spagettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pitsan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undir- búið og svo fer pitsan aftur inn í ofn í smá stund. Tómat- og basilíkusósa 1 msk. ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ laukur 1 hvítlauksrif 350 g saxaðir tómatar í dós eða passata 1 kjúklingateningur 1 msk. smátt söxuð basilíka Salt og pipar Hitið olíu á pönnu, saxið niður hvítlauk og lauk og steikið upp úr olíunni í smástund þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið söxuðum tómötum út á pönnuna ásamt hálfum kjúklinga- teningi, saxið niður basilíku og bætið henni saman við. Hrærið vel í sósunni og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Smyrjið spagettíbotninn með tómat- og basilíkusósunni. Skerið niður mozzarellaost og dreifið yfir sósuna, kryddið gjarnan pitsuna með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Þegar pitsan er klár er gott að skera niður ferskt kál, til dæmis kletta- salat, og dreifa yfir pitsuna ásamt því að rífa niður parmesanost og dreifa yfir. Berið strax fram. Steikarloka með chili bernaise sósu Baguette-brauð Nautakjöt, má vera hvaða biti sem er (eldaður) Sveppir Laukur Hvítlauksrif Smjör Klettasalat Bernaise sósa – uppskrift til hliðar Hitið ofninn í 200°C. Skerið sveppi og lauk, steikið upp úr smjöri á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Geymið til hliðar á meðan þið undirbúið brauðið. Skerið baguette-brauð í tvennt og hitið í ofni í smástund þar til brauðið er gullinbrúnt. Smyrjið bernaise-sósu á botninn á bag- uette-brauðinu, leggið salatblöð yfir bernaise-sósuna, skerið niður nautakjöt og leggið ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk. Í lokin setjið þið væna skeið eða skeiðar af bernaise-sósunni yfir og leggið lokið á baguette-brauðinu yfir. Berið strax fram og njótið. Chili bernaise sósa 5 stk. eggjarauður 250 g smjör 1 msk. bernaise essence 2 tsk. fáfnisgras, smátt saxað (2-3 tsk.) ½ rautt chilialdin Salt og nýmalaður pipar Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er svolítil handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana úr vatnsbaðinu og kælið en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit því annars eldast eggjarauðurnar. Saxið niður ferskt fáfnisgras og rautt chilialdin, setjið út í sósuna og bragðbætið einnig með bernaise essence, salti og pipar. Þegar pitsan er klár er gott að skera niður ferskt kál, til dæmis klettasalat, og dreifa yfir pitsuna ásamt því að rífa niður parmesanost og dreifa yfir. Spagettípítsla með mozzarella og basiliku. Steikarloka með chili bernaise sósu. Ljúffeng baka með kartöflum, beikoni og eggjum. Pitsa, loka og baka hjá Evu Eva Laufey töfraði fram kræsingar í þættinum Í eldhúsi Evu á Stöð 2 í gær. Á matseðlinum voru spagettípitsa, steikarloka og morgunverðarbaka. Í eldhúsi Evu Eva Laufey Hermannsdóttir 1 msk. ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marið 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga Salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesanostur Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberja- tómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í um 10 mínútur eða þar til eggin eru full- elduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesanosti og dreifa yfir. Morgunverðarbaka með kartöflum og beikoni Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560 4802 verslun.sibs.is | Finndu okkur á fb EKKI HINDRANIR, HELDUR ÁSKORANIR 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.