Fréttablaðið - 16.06.2017, Side 38

Fréttablaðið - 16.06.2017, Side 38
Barack og Michelle Obama hafa ákveðið að kaupa húsið sem þau hafa leigt undanfarið. Húsið er sannkölluð draumavilla, staðsett í Kalormahverfinu í Washington stutt frá íslenska sendiherrabú- staðnum. Í fyrstu ætluðu fyrr- verandi forsetahjónin eingöngu að leigja húsið á meðan Sasha, dóttir þeirra, kláraði nám sitt. Nú hafa þau fest kaup á húsinu fyrir rúm- lega 807 milljónir króna. Húsið er frá árinu 1928 en fyrr- verandi eigandi er Joe Lockhart sem starfaði sem talsmaður Bills Clinton í forsetatíð hans. Lockhart og eiginkona hans, Giovanna Gray Lockhart, ritstjóri hjá tímaritinu Glamour í Washington, eru að flytja til New York, þar sem hann tekur við sem framkvæmdastjóri á samskiptasviði landsliðsins í amerískum fótbolta. Nýtt hús Obamahjónanna er 760 fermetrar með níu svefnher- bergjum, átta baðherbergjum auk lítillar íbúðar. Húsið þykir einstaklega smekklega innréttað. Fyrir eiga hjónin hús í Chicago sem þau ætla að eiga áfram að því er Chicago Sun Times greinir frá. Obama kaupir draumavillu  Tæmið allar hirslur til að gera þær léttari. Takið skúffur úr kommóðum og flytjið þær sér.  Ekki hafa kassana of þunga. Setjið bækur í litla kassa.  Pakkið brothættu dóti inn í blöðruplast, viskastykki, dag- blöð eða föt. Merkið kassann „brothætt“.  Ef mikilvægt er að kassi snúi ávallt eins er best að merkja hann „þessi hlið upp“.  Látið ísskápinn standa í dágóða stund eftir flutninga, áður en honum er stungið aftur í sam- band.  Gott er að festa tromluna á þvottavélinni áður en hún er flutt.  Notið tækifærið og takið til í skápum. Farið með gömul föt, leikföng, bækur og annað í söfnun fyrir góðgerðarmál.  Merkið kassana með innihaldi. Til dæmis „eldhús1“ og útbúið lista yfir hvað er í þeim kassa.  Á flutningsdeginum er gott að raða kössunum og öðru sem þarf að flytja þannig að fljótlegt sé að henda þeim í bíl.  Passið upp á líkamsbeitingu við flutninga. Beygið hnén þegar þungum hlutum er lyft í stað þess að sveigja bakið. Góð ráð fyrir flutningana Byrjið á að ná sem mestu af málning- unni úr penslinum, til dæmis með því að strjúka úr honum eftir grófri tusku. Eftirfarandi trix til að hreinsa alla málningu úr penslum eru fengin af wikihow.com. Mýkingarefni: Blandið ½ bolla af mýkingarefni út í 3 lítra af volgu vatni og hrærið penslinum fram og aftur í lausninni þar til málningin losnar. Hristið loks vel úr penslinum og látið hann þorna með hárin upp. Edik: Ef málning hefur harðnað í pensli má reyna að leysa hana upp í borðediki. Látið pensilinn liggja í bleyti í klukkustund eða lengur, þar til máln- ingin losnar. Einnig má sjóða pensilinn í ediki í potti í nokkrar mínútur og skola hann svo vel með köldu vatni. Upþvottalögur: Olímálningu má leysa upp með uppþvottalegi. Kreistið vænan slurk af uppþvottalegi í lófann, hrærið penslinum í hringi í sápunni og látið renna volgt vatn á hann á meðan. Endurtaka þarf þetta nokkrum sinnum þar til öll málning næst úr. Að hreinsa málningu úr penslum i-t.isOpið virka daga frá 9 til 18Ármúla 31 - Sími 588 7332 Gæði og gott verð! Sturtuveggir Hert öryggisgler 8 og 10 mm. Breidd 70 til 120 cm. Line innréttingar Postulínshandlaugarborð. Breidd 60, 70, 80, 90, 100 og 120 cm. Dýpt 36, 39 og 46 cm. Ljósaspeglar og speglaskápar Djúpar skúffur mikið geymslurými Sturtuhorn með botni 6mm. öryggisgler 80x80 og 90x90 cm. verð frá 35.100 Úrvalið er hjá okkur! 12 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.