Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 34
Sindri Snær Thorlacius, vörustjóri í hljóð og mynd, með Sonos-hátalara í höndunum. Hægt er að tengja sjónvarp inn á allt kerfið og um allt hús, sem er tilvalið á Eurovision- kvöldi þegar enginn missir af neinu þótt hann standi upp frá skjánum. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R Í ELKO fæst allt sem þarf til heimilishalds; gæðavörur á góðu verði. MYNDIR/EYÞÓR Flestir sem fara að heiman til að eignast sitt fyrsta heimili gera sér grein fyrir að á hverju heimili þarf að vera til þvottavél og ísskápur, en þegar daglegt amstur fer að setja svip sinn á heimilislífið kemur í ljós að það þarf líka að eignast kaffivél og brauðrist fyrir morgunkaffið, töfrasprota í matar- gerðina, blandara í heilsudrykkina og jafnvel örbylgjuofn til að geta poppað yfir góðri mynd í nýju sjón- varpi heimilisins,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. ELKO hefur einmitt allt til alls fyrir þá sem eru að búa til fyrsta heimilið. „Ryksuga er gott dæmi um heim- ilistæki sem þarf að vera til á hverju heimili. Þá er dásamlegt að eiga góða hrærivél í baksturinn, enda fátt heimilislegra en bökunarilmur í loftinu. Straujárn og strauborð eru mikið þarfaþing, eins og vekjara- klukka, hárblásari, rafmagnsrakvél og jafnvel krullujárn, svo dæmi sé tekið. Þarfir fólks eru vissu- lega mismunandi en ELKO mætir þeim öllum með glæsilegu úrvali af traustum og þekktum vöru- merkjum á besta fáanlega verði,“ segir Bragi. Meðal heillandi nýjunga hjá ELKO eru SMEG-hrærivélar og brauðristar, en SMEG-ísskápar eru landsmönnum kunnir fyrir framúr- skarandi, litríka hönnun og gæði. „Við erum einfaldlega með öll raftæki fyrir heimilið; eldhúsið, þvottahúsið, stofuna, sjónvarps- herbergið, baðherbergið og meira til, og hreinlega gaman fyrir fólk í hreiðurgerð að koma til okkar í ELKO til að velja liti, útlit og gæði sem passa við húsbúnað og stílinn heima. Einnig er notalegt og sparar tíma að skoða vefverslun ELKO, elko.is, heima í stofu til að ákveða hvað næst skal kaupa sér í búið.“ Ljúft og þægilegt heimilislíf Því fylgir tilhlökkun og spenningur að koma sér fyrir á fyrsta heimilinu og nostra við hreiðurgerð- ina, en til þess að heimilið sé búið öllum nútímaþægindum þarf oft meira en áður var haldið. Sonos-hátalararnir eru spenn-andi heimilisgræjur, nettar og flottar og lausar við snúrur því öllu er stýrt þráðlaust í gegnum síma eða tölvur,“ upplýsir Sindri Snær Thorlacius, vörustjóri í hljóð og mynd hjá ELKO. Sonos-hátalarar eru þeim töfrandi eiginleikum búnir að hægt er að dreifa þeim um heimilið og spila ýmist sama lagið eða mis- mundandi tóna í hverri vistarveru fyrir sig. „Það getur verið skemmtilegt þegar gesti ber að garði; að skapa matarlega stemningu yfir elda- mennskunni, fjörlega músík í stofunni og rómantík eða róandi stef afsíðis,“ segir Sindri um þetta undur og stórmerki sem Sonos- tæknin er. „Allt er tengt yfir í hátalarann í gegnum þráðlaust internet og stýrt með smáforriti í gegnum síma eða tölvu. Hægt er að tengjast beint í gegnum forritið á Spotify, sem nýtur mikilla vinsælda, en aðgangurinn opnar líka gáttir að mörgum öðrum veitum, eins og TuneIn sem er ókeypis útvarps- þjónusta á netinu og veitir aðgang að þúsundum útvarpsrása, þar á meðal íslenskum. Hægt er að velja land og útvarpsrás út frá því, en líka eftir eigin skapi og smekk og mismunandi tónlistarstílum. Þá er hægt að senda eigið efni af tækinu sínu þráðlaust yfir í hátalarana.“ Hátalararnir koma í þremur stærðum og hægt er að fá tvær mis- munandi tegundir sem tengjast við sjónvarp. „Með slíkri tengingu er hægt að tengja sjónvarp inn á allt kerfið og um allt hús, sem er tilvalið á Euro- vision-kvöldi þegar enginn missir af neinu þótt hann standi upp frá skjánum,“ segir Sindri og finnur vel fyrir áhuga Íslendinga á þessari skemmtilegu tækni. „Tæknin er ekki alveg ný af nálinni á heimsvísu en íslenskir viðskiptavinir eru að taka við sér núna því flestir eru komnir með gott internet og nota tónlistarveitu á vefnum. Ekki skemmir hvað þeir hafa lækkað í verði en ódýrasti Sonos-hátalarinn kostar 27.795 krónur. Sambærilega hátalara- tækni er líka hægt að fá frá Bose og Audio Pro hér í ELKO.“ Og hljómurinn? „Hann er ótrú- lega fagur og góður í samanburði við nánast hvað sem er, og ekki síst miðað við stærð. Þráðlaust inter- net gefur kost á mun betri hljóm- gæðum en til dæmis Bluetooth, sem er algengara. Það er magnað hvað þessi tækni sér við stórum rýmum og hvað hljómburðurinn er stórkostlegur.“ Ekkert heimili án tónlistar Úr eldhúsinu óma lystaukandi tónar, á baðinu eru þeir róandi og partílög duna í stofunni. Þannig er heimilisstemningin með Sonos-hátölurunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.