Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 2
Veður Suðaustlæg átt, víða 3-10 í dag. Rigning eða skúrir, einkum sunnan til og hiti 8 til 18 stig, hlýjast um landið norðanvert. SJÁ SÍÐU 24 Akraborgin siglir á ný Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Hitamælir • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu 20% afsláttur af hvítum grillum í dag föstudag Gildir 16. júní Sko ðið nýja vef vers lun ww w.gr illbu din. is Opið virka daga 11-18 Lokað laugardaginn 17. júní 55.920 Verð áður 69.900 • Afl 10,5 KW Nr. 12933 Hvítt Niðurfellanleg hliðarborð KJARAMÁL Tæplega 1.200 undir- skriftum var í gær skilað til dóms- málaráðuneytisins þar sem brott- vikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er mótmælt. Kristján verður 63 ára á árinu en honum var sagt upp eftir 36 ára starf í lögreglunni vegna skipu- lagsbreytinga. Lögreglumönnum ber skylda til að fara á eftirlaun 65 ára. „Ég hef talað við stéttarfélagið sem segir að þetta gæti þýtt 16 prósenta skerðingu á eftirlaunum. Það gæti þýtt svona 70-80 þúsund krónur á mánuði. Ef ég lifi í svona 25 til 30 ár eftir 65 ára aldurinn þá eru það eitt- hvað um 25 til 30 milljónir,“ segir Kristján. Vegna skyldu lögreglumanna til að hætta 65 ára fá þeir lífeyrisréttindi sín uppreiknuð eins og þeir hætti um sjötugt, eins og aðrir ríkisstarfsmenn, og eru auk þess reiknaðir upp um tvo flokka. Uppsögnin þýðir að Kristján missir þessi réttindi. „Ég hef haldið mig alveg til hlés. Það eru menn að vinna í þessu og ekki eðlilegt að ég hafi sterkar skoð- anir á meðan. Svo kemur þetta bara í ljós.“ Kristján hefur verið lögreglumað- ur á Blönduósi í 36 ár. Hann segir bókstaflega allt í íslensku samfélagi hafa breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað við löggæslu. „Lögreglu- starfið hefur breyst alveg óskaplega mikið. Þetta er allt annað starf en það var. Þegar ég byrjaði var þetta útkallslögregla sem kallað var til vegna óhappa. Nú er þetta alls konar vinna sem þarf að sinna dagsdaglega til viðbótar við að sinna útköllum.“ Hann segir starfið skemmtilegt. „Já, það er mjög tilbreytingaríkt. Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukkutímanum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig menn höndla svona álag.“ Breytingar á Blönduósi hafa sömuleiðis orðið miklar á 36 árum. Blönduóslögreglan er auðvitað alræmd fyrir virkt eftirlit með hrað- akstri. „Ég hef séð vegina fara úr hol- óttum malarvegum í vegi þar sem er hægt að keyra hratt og umferðina aukast úr því að vera einn og einn bíll í það að vera samfelld.“ Skemmtanahald sveitunga í Aust- ur-Húnavatnssýslu hefur sömuleiðis breyst. „Sveitaböllin eru næstum liðin tíð en voru aðalskemmtanirnar hér á árum áður. En það voru engin átök fyrir okkur að sinna sveita- böllum. Það hefur bara svo margt breyst varðandi skemmtanahald með bjórnum og pöbbum.“ Landssamband lögreglumanna er að skoða réttindi Kristjáns. Á meðan sinnir hann áhugamálunum. „Ég er mikið frammi í sveit. Þar á ég nokkur hross sem ég dunda við og það er frá- bært.“ snaeros@frettabladid.is Allt breyst á Íslandi eftir 36 ár í löggunni Kristjáni Þorbjörnssyni yfirlögregluþjóni var án aðdraganda sagt upp störfum nýverið vegna skipulagsbreytinga. Uppsögnin þýðir mikinn réttindamissi því stutt er í starfslok. Kristján drepur tímann við áhugamálin á meðan málin skýrast. Undirskriftum vegna uppsagnarinnar var skilað til dómsmálaráðuneytisins í gær. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri veitti þeim viðtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukku- tímanum. Kristján Þorbjörns- son yfirlögreglu- þjónn LÖGREGLUMÁL Fjórum sakborn- ingum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Sex voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna gruns um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal í síðustu viku, fimm karlar og ein kona. Karl- mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan til 16. júní. Þremur karlmannanna og konunni var sleppt í gær eftir yfirheyrslur. Staðfest er að Jón Trausti Lúth- ersson og Sveinn Gestur Tryggva- son eru enn í haldi lögreglu vegna málsins. Þá voru bræðurnir Rafal og Marcin Nabakowski á meðal þeirra er sleppt var úr haldi í dag. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í gær, í gæsluvarðhaldi. Grímur segir augljóst að aðild fjór- menninganna hafi verið minni en hinna tveggja. – kó Bræðrunum sleppt úr haldi Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR UMHVERFISMÁL Orka náttúrunnar hyggst sækja um leyfi til þess að hreinsa aur á nokkrum stöðum í Andakílsá. Sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar segja að áin hafi náð að hreinsa sig nokkuð án aðgerða, en enn sé þó verulegt set á nokkrum veiðistöðum. Eins og kunnugt er fór mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í kjölfarið skipaði Orka nátt- úrunnar verkefnahóp sem hefur á undanförnum vikum og dögum gert mælingar í ánni og metið hvort og til hvaða aðgerða eigi að grípa til þess að takmarka áhrif aurburðarins á líf- ríki árinnar. Um og upp úr næstu mánaða- mótum er von á stærstu laxagöngum sumarsins, en sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar telja ekki ráðlegt að ráðast í aðgerðir í ánni eftir þann tíma. – kij Sækja um leyfi til hreinsunar Flóasiglingar á milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur hófust á ný í gærkvöldi, á vegum Sæfara, eftir 19 ára hlé. Akraborgin fór jómfrúarsiglinguna um sjöleytið og var margmenni um borð en ferðin tekur einungis 25 mínútur. Um sex mánaða tilraunaverkefni er að ræða og verður siglt þrisvar á dag á milli staða. Siglingum var hætt á milli Akraness og Reykjavíkur árið 1998 með tilkomu Hvalfjarðarganganna. Fram að því hafði Akraborgin, eins og síðasti flóabáturinn var kallaður, siglt með farþega á milli bæjarfélaganna við miklar vinsældir. MYND/AÐSEND 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.