Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 28
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Við byrjuðum að veita náms-lán árið 2015 en nýlega víkkuðum við starfsemina út og fórum að veita húsnæðislán ásamt almennum lánum til ýmissa nota,“ segir framkvæmdastjórinn, Hrólfur Andri Tómasson. „Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og sam- keppnishæf kjör.“ Húsnæðislánin eru hugsuð sem viðbótarlán. „Fólk tekur lán hjá lífeyrissjóði eða banka upp að því marki sem það er hægt. Lífeyris- sjóðirnir lána til dæmis allt að 75 prósent af kaupverði eignar og bankarnir 80 til 85 prósent. Hjá okkur er svo hægt að fá viðbótar- lán upp í 90 prósent af kaupverði eignarinnar,“ útskýrir Hrólfur, en gerð er krafa um að lágmarki 10 prósenta eigið fé. En fyrir hverja eru húsnæðis- lánin hugsuð? „Þau standa öllum til boða en við höfum ekki síst verið að horfa til yngra fólks og fyrstu kaupenda,“ segir Hrólfur og tekur dæmi: „Það er til dæmis mikið af ungu fólki með góðar tekjur sem vantar þessar sjö til átta milljónir sem oft þarf til að kaupa íbúð og komast inn á markaðinn. Þá getum við komið að gagni.“ Framtíðin opnaði fyrir hús- næðislánin og almennu lánin í byrjun maí og hafa viðtökurnar að sögn Hrólfs verið vonum framar. „Síminn hefur ekki stoppað og við höfum þegar bætt við okkur mann- skap til að sinna fyrirspurnum og umsóknum.“ Að sögn Hrólfs eru almennu lánin óverðtryggð upp að einni milljón. Þau má til dæmis nota til bílakaupa, endurbóta eða til að borga niður aðrar skuldir. „Fólk sækir um á netinu, umsóknarferlið er 100 prósent rafrænt og svarið berst á örfáum mínútum.“ Námslánin sem Framtíðin hefur veitt síðastliðin tvö ár eru fyrst og fremst hugsuð sem viðbót við lán frá LÍN. „Hugmyndin er að fólk fari fyrst til LÍN enda eru þau lán á mjög hagstæðum vöxtum. Þeir sem hins vegar eiga ekki rétt á láni frá LÍN, t.d. út af tekjuskerðingu, geta sótt um hjá okkur,“ segir Hrólfur, en ólíkt bönkum sem veita námsmönnum yfirdrátt í slíkum til- fellum þarf ekki að byrja að greiða af námslánum Framtíðarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að námi lýkur. Að sögn Hrólfs getur fólk sem er í dýru námi erlendis líka þurft á viðbótarláni að halda þar sem LÍN lánar aðeins upp að ákveðnu marki. Þá komi Framtíðin sér vel. Öll samskipti á netinu Öll samskipti við Framtíðina fara fram í gegnum netið og í gegnum síma. „Fólk sækir um öll lán á umsóknarvefnum okkar og skilar gögnum rafrænt. Öll samskipti fara svo fram í gegnum net og síma. Fólk þarf því aldrei að koma til okkar sem mörgum þykir kostur,“ segir Hrólfur. Hann segir æ fleiri orðna vana því að afgreiða sig með ýmiskonar varning upp á eigin spýtur á netinu. „Það á enn sem komið er kannski meira við um ungt fólk en margir sem eldri eru hafa ekki síður komist upp á lag með það. Markmiðið okkar er að vefurinn sé það einfaldur að fólk geti þjónustað sig sjálft þar inni. Ef einhverjar spurningar vakna þá erum við hins vegar fljót að svara og leggjum okkur fram um að veita hraða og persónulega þjónustu.“ Framtíðin á sér að sögn Hrólfs ýmsar erlendar fyrirmyndir, m.a. frá Bretlandi, Evrópu og Banda- ríkjunum, en í þessum löndum hafa lánveitingar í auknum mæli verið að færast frá bönkum til sérhæfðra tæknifyrirtækja. „Við horfum meðal annars til fyrir- tækis í Kaliforníu sem heitir SoFi en það byrjaði einmitt að veita námslán og færði sig svo yfir í önnur lán. Þá má nefna að þriðji stærsti fasteignalánveitandinn í Bandaríkjunum starfar eingöngu á netinu. Við erum því ekki að finna upp hjólið heldur fylgjumst við vel með því sem er að gerast erlendis og leitumst við að bjóða upp á nýjungar hér heima.“ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, og Magnús Rúnar Hjartarson þjónustustjóri segja viðtökurnar við nýju lánunum hafa verið mjög góðar. MYND/ANTON BRINK Nútímalegt lánafyrirtæki Framtíðin er lánafyrirtæki, stofnað með það að markmiði að bjóða upp á nýjar vörur á íslenskum lánamarkaði sem einfalt og þægilegt er að nálgast. Fyrirtækið býður upp á námslán, húsnæðislán og almenn lán. ✿ Keypt er 40 milljóna króna íbúð með 26 milljóna láni frá lífeyrissjóði Grunnlán Viðbótarlán frá lífeyrissjóði frá Framtíðinni SAMTALS 1. Ef kaupandi kemur með 4 milljónir í eigið fé Lánsfjárhæð 26.000.000 kr. 10.000.000 kr. 36.000.000 kr. Vextir 3,25% 6,96% 4,28% Fyrsta greiðsla 97.355 kr. 71.143 kr. 168.498 kr. 1. Ef kaupandi kemur með 6 milljónir í eigið fé Lánsfjárhæð 26.000.000 kr. 8.000.000 kr. 34.000.000 kr. Vextir 3,25% 6,89% 4,11% Fyrsta greiðsla 97.355 kr. 56.645 kr. 154.000 kr. 1. Ef kaupandi kemur með 8 milljónir í eigið fé Lánsfjárhæð 26.000.000 kr. 6.000.000 kr. 32.000.000 kr. Vextir 3,25% 6,80% 3,92% Fyrsta greiðsla 97.355 kr. 42.274 kr. 139.629 kr. (1) Útreikningar miðast við 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán frá lífeyrissjóði og 25 ára verðtryggð jafngreiðslulán frá Framtíðinni. Fólk sækir um öll lán á umsóknar- vefnum okkar á heima- síðunni og skilar gögnum rafrænt. Öll samskipti fara svo fram í gegnum net og síma. Hrólfur Andri Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.