Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 12
Félag fasteignasala óskar nýútskrifuðum fasteignasölum innilega til hamingu með útskriftina Í Félagi fasteignasala eru um 270 sérfræðingar í fasteignaviðskiptum. Við erum Félag fasteignasala BRETLAND Staðfest var að sautján manns hefðu látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður- Kensington þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. BBC greinir frá því að fastlega sé búist við að tala látinna komi til með að hækka en slökkviliðsmenn eiga ekki von á að finna fleiri fórnar- lömb á lífi eftir eldsvoðann sem átti sér stað aðfaranótt miðvikudags. Ekkert hefur þó verið gefið upp um fjölda þeirra sem saknað er. Þrjá- tíu manns liggja á sjúkrahúsi og er ástand fimmtán þeirra talið alvarlegt. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á brunanum. Hún segir að almenningur eigi skilið svör við því hvers vegna eldurinn dreifðist jafn hratt og raun ber vitni. Fyrsta fórnarlamb eldsvoðans hefur verið nafngreint, það er Mohammed Alhajali, 23 ára sýr- lenskur flóttamaður. Alhajali stund- aði nám í verkfræði við University of West London með það í huga að snúa aftur til Sýrlands í framtíðinni til að byggja upp landið á ný eftir hörmungar síðustu ára. Í tilkynningu frá Syria Solidarity Campaign kemur fram að Alhajali hafi verið í íbúð á fjórtándu hæð og eytt tveimur klukkustundum í sím- anum við vin sinn í Sýrlandi. Hann hafi verið að reyna að ná sambandi við fjölskyldu sína á meðan hann beið þess að honum yrði bjargað. Bróðir Alhajalis, Omar, var einnig í byggingunni þegar eldurinn kom upp, en er nú á sjúkrahúsi. Ástand hans er sagt stöðugt. Borin hafa verið kennsl á sex önnur fórnarlömb. Stuart Cundy, yfirmaður hjá Metropolitan lögregl- unni, segir í samtali við BBC að því miður séu líkur á því að ekki verði hægt að bera kennsl á öll líkin. Rannsókn á upptökum eldsins stendur enn yfir, en slökkviliðsstjóri borgarinnar, Dana Cotton, lagði áherslu á að ekkert benti til að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitað fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári. Cotton sagði jafnframt að aðstæð- ur til leitar væru mjög erfiðar í hús- inu og að aðgerðir slökkviliðs og annarra myndu taka margar vikur. Leitað var í brunarústum í allan gærdag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt sitt af mörkum til að aðstoða íbúa hússins sem misstu húsnæði sitt. Í byggingunni voru yfir 120 íbúðir og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í því. Fólkinu hefur verið tryggt húsaskjól í hverfinu og hafa sjálfboðaliðar fært því föt, skó, snyrti- vörur og mat. saeunn@frettabladid.is Enn óljóst hve margir létu lífið Nú er ljóst að að minnsta kosti sautján létu lífið í Grenfell-turninum í Kensington hverfi sem kviknaði í að- faranótt miðvikudags. Enn er óvíst um upptök eldsins. Opinber rannsókn mun fara fram á eldsvoðanum. Eldurinn braust út aðfaranótt miðvikudags og hefur slökkvistarf staðið yfir í tvo daga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Theresa May, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur óskað eftir opinberri rann- sókn á brunanum. Hún segir að almenningur eigi skilið svör um það hvers vegna eldurinn dreifðist jafn hratt og raun ber vitni. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu með því að hafa haldið barnsmóður sinni nauðugri í íbúð hennar í júlí í fyrra. Maðurinn fær tíu ára dóm í Hæsta- rétti en fékk átta ára fangelsisdóm í héraðsdómi í febrúar. Þá voru bætur mannsins til konunnar hækkaðar úr 2,5 milljónum króna í 3,5 milljónir króna. Dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti í gær en maðurinn var dæmdur fyrir að hafa haldið kon- unni nauðugri í íbúð hennar í tvær klukkustundir. Á meðan á frelsis- sviptingunni stóð veittist hann að henni með margvíslegu ofbeldi, þvingaði hana til samfara, tók hana hálstaki og herti að þannig að hún náði ekki andanum. Missti hún með- vitund um stund. Við ákvörðun refsingar í Hæsta- rétti var litið til þess að brotin voru mjög alvarleg og lægi við hverju þeirra þung fangelsisrefsing. Þá hefði hann með brotum sínum rofið skil- orð eldri dóms þar sem hann var sömuleiðis sakfelldur fyrir líkams- árás í garð konunnar. Var sá dómur tekinn upp og manninum gerð refs- ing í einu lagi fyrir öll brotin. Með vísan til þess að maðurinn hefði með hrottafengnu framferði sínu brotið gróflega gegn persónu og frelsi konunnar var honum gert að greiða henni 3,5 milljónir króna í miskabætur. – ktd Hæstiréttur þyngdi dóm FINNLAND Öryggislögreglan í Finn- landi hefur ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Ákvörðunin var tekin vegna vitneskju um mögulega hryðjuverkaógn sem metin er alvar- legri en áður, að því er öryggislög- reglan greinir frá. Ferðir einstaklinga frá Finnlandi til liðs við samtökin Íslamska ríkið eru meðal þess sem talið er möguleg ógn við heimalandið. – ibs Finnar hækka viðbúnaðarstig SVÍÞJÓÐ Sænska öryggislögreglan hefur áhyggjur af því að fleiri konur hafi haldið til svæða þar sem stríðs- átök eru og gengið til liðs við sam- tök öfgasinnaðra múslíma. Sam- kvæmt sænskum lögum er bannað að hvetja fólk og mennta til hryðju- verka. „Við gerum engan mun á konum og körlum varðandi mat á ógninni sem af þeim stafar,“ segir upplýsingafulltrúi öryggislögregl- unnar í viðtali við Aftonbladet. Fjórðungur þeirra sem fara frá Svíþjóð til að ganga til liðs við öfga- samtök er konur. Í Sýrlandi eru konur taldar vera fjörutíu prósent Svíanna sem þar eru. – ibs Fleiri konur til öfgasamtaka NOREGUR Vísindamenn sem gert hafa athugasemdir við laxeldi hafa verið áreittir, baktalaðir og beittir þrýstingi. Sumir hafa gefist upp. Þetta kemur fram í greinaflokki norska blaðsins Morgenbladet um fiskeldið. Þar greina um 20 vísinda- menn frá árekstrum sínum við þá sem hafa hagsmuna að gæta. Í umfjölluninni kemur fram að í sveitarfélögum við sjávarsíðuna, sem áður börðust í bökkum, séu nú byggðar hallir og keyptir sportbílar fyrir milljónirnar sem fiskeldið gefur af sér. Bent er meðal annars á að stjórnmálamenn sem marki stefn- una eigi hlutabréf í fyrirtækjunum. Vísindamennirnir fullyrða að sjálfstæðar vísindarannsóknir séu í hættu. – ibs Þagga niður í vísindamönnum GRÆNLAND Eftir áralangar deilur um hver eigi að greiða fyrir að fjarlægja málmrusl og skaðlegan úrgang á yfirgefnum herstöðvum Bandaríkja- manna á Grænlandi hefur nú danska stjórnin ákveðið að greiða 30 millj- ónir danskra króna á ári næstu fimm árin vegna hreinsunarinnar. Í sumar hyggjast danskir vís- indamenn fara til yfirgefnu her- stöðvarinnar Camp Century á innlandsísnum. Árið 1967 skildu Bandaríkjamenn þar eftir allt að 9.000 tonn af úrgangi auk þess sem þeir losuðu þar kjarnorkuúrgang beint niður í jökulinn. Vísindamennirnir hyggjast kanna hvenær bráðnun jökulsins á svæðinu verður svo mikil að úrgangurinn komi í ljós. - ibs Danir borga hreinsunina Sænskur sérfræðingur segir konur geta ekið á hóp fólks alveg eins og karla. NORDICPHOTOS/AFP Við ákvörðun refsingar í Hæstarétti var litið til þess að brotin voru mjög alvarleg. Maðurinn er dæmdur fyrir tilraun til manndráps og nauðgun. 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.