Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 43
Suðurhraun 1, Garðabæ s. 595 0300 / www.isafold Björn Jónsson stofnandi Ísafoldarprentsmiðju nítjánda öldin – 1877 – 16. júní, fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold prentað. Björn Jónsson stofnaði Ísafoldarprentsmiðju til að prenta blaðið. – 1897 – Björn Jónsson pantar nýja hraðpressu frá Englandi, sem talin var mjög fullkomin á þeirra tíma mælikvarða. tuttugasta öldin – 1913 – Ísafoldarprentsmiðja byrjar að prenta Morgunblaðið. – 1919 – Sveinn Björnsson varð fyrsti stjórnarformaður Ísafoldar- prentsmiðju þegar henni var breytt í hlutafélag. Sveinn varð síðar fyrsti forseti Íslands. – 1929 – Heimskreppan skellur á og Ísafoldarprentsmiða stendur hana af sér eins og aðrar kreppur. – 1939 – Seinni heimsstyrjöldin stendur yfir. Ísafoldar- prentsmiðja hefur byggingu húsnæðis í Þingholtsstræti 5. – 1977 – Ísafoldarprentsmiðja heldur upp á 100 ára afmæli sitt. Á þessum tíma störfuðu 40 manns hjá félaginu. – 1994 – Ísafoldarprentsmiðja flytur í Þverholt 9 og véla- kostur aukinn verulega með áherslu á blaða- og tímarita- prentun. Prentsmiðja Frjálsar fjölmiðlunar, sem áður hét Hilmir, sameinast Ísafoldar- prentsmiðju. tuttugasta og fyrsta öldin – 2001 – Flutt í Suðurhraun 3 í Garðabæ og prentun á Fréttablaðinu hefst. Ári seinna keyptu Kristþór Gunnarsson og Kjartan Kjartansson Ísafoldar- prentsmiðju og hafa rekið hana síðan. – 2006 – Ísafoldarprentsmiðja flytur í Suðurhraun 1 í Garðabæ. Umfangsmiklar endurbætur eru gerðar á húsnæðinu og er það í dag yfir 7.000 m2. – 2008 – Bankakreppan skellur á. Ísafoldarprentsmiðja bregst við með því að hagræða í rekstrinum og fjárfestir í búnaði sem eykur hagkvæmni. Ísafoldarprentsmiðja býður upp á stafræna prentun og mun fjölbreyttari arka- prentun. – 2010 – Ísafoldarprentsmiðja fær umhverfisvottun, norræna umhverfismerkið Svaninn frá Umhverfisstofnun. Ísafoldarprentsmiðja verður aðili að ramma- samningi Ríkiskaupa og fær hæstu einkunn bjóðenda eða 100 stig. – 2014 – Ísafoldarprentsmiðja komin með öflugan tækjakost, sem uppfyllir allar kröfur um hágæða prentun og hraða þjónustu. Dagblöð, tímarit, bækur, umbúðir og stafræn prentun allt á einum stað. Fyrirtækið er með 1 í lánshæfismat sem er hæsta einkunn sem Creditinfo gefur fyrirtækjum. – 2017 – Samfelld prentun í 140 ár Ísafoldarprentsmiðja heldur upp á 140 ára afmæli sitt. Hjá prentsmiðjunni starfa 60 starfsmenn og er hún í dag önnur stærsta prentsmiðja landsins. Þrátt fyrir háan aldur hefur prentsmiðjan aldrei verið eins vel búin til að takast á við stór og flókin verkefni. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.