Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 10
Lokað í Vínbúðunum á morgun 17. júní Lokað verður í öllum Vínbúðunum á morgun, laugardaginn 17. júní. Í dag, 16. júní, er hefðbundinn opnunartími. Opið er til kl. 19 á höfuðborgarsvæðinu, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20. Upplýsingar um opnunartíma allra Vínbúða er að finna á vinbudin.is. STARFSFÓLK OKKAR FAGNAR ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGINUM EFNAHAGSMÁL Ekkert Norður- landanna hefur sett lög um aðskiln- að viðskiptabanka- og fjárfestingar- bankastarfsemi og hafa stjórnvöld í þessum ríkjum ekki í hyggju að setja slík lög á næstunni. Starf- semi fjárfestingarbanka er talsvert umfangsmeiri að tiltölu á hinum Norðurlöndunum í samanburði við Ísland. Í skýrslu starfshóps Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, sem var falið að skoða kosti og galla þess að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, kemur fram að aðeins fjögur stærstu ríki heims, Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Frakkland, ásamt Belgíu, hafi sett lög um slíkan aðskilnað. Er tekið fram að löggjöf flestra umræddra ríkja taki einungis til stærstu fjármálafyrirtækja viðkom- andi ríkja. Innbyrðis eru útfærsl- urnar afar mismunandi. Ein af þeim leiðum sem starfs- hópurinn skoðaði er að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjár- festingarbanka með formlegum hætti og í samræmi við fyrirmyndir í ríkjunum fjórum. Starfshópurinn taldi ekki tilefni að svo stöddu til þess að setja lög um formlegan aðskilnað, en sagði þó að tilefni gæti verið til þess að skilgreina í reglum frekari varnar- línur gagnvart áhættu sem tengist fjárfestingarbankastarfsemi án þess þó að íþyngja um of starfsemi banka sem stunda einungis „hóf- lega fjárfestingarbankastarfsemi“, eins og það er orðað í skýrslunni. Í skýrslu starfshópsins er rakið að á undanförnum árum hafi verið brugðist við ýmsum brestum í lögum og reglum sem komu í ljós við alþjóðlegu fjármálakreppuna árið 2008. Segja má að lagaumhverfi evr- ópskra fjármálafyrirtækja hafi verið umbylt og þykir mörgum nóg um. Þannig sagði Jón Daníelsson, hag- fræðingur við London School of Economics, á fundi hagfræðideildar Háskóla Íslands í fyrradag að stjórn- völd í mörgum ríkjum hefðu sveifl- ast á milli öfganna. Fyrir hrun hefði verið of lítið af reglugerðum en nú væru þær alltof margar. Þrátt fyrir auknar reglur síðustu ár telja sumir að meira þurfi að gera. Á þeim grunni hafa komið fram ýmsar lagabreytingar, sem fela í raun í sér stefnumarkandi kerfisbreytingar, sem hafa þann tilgang að takmarka kerfisáhættu af fjárfestingarbankastarfsemi hjá stórum fjármálafyrirtækjum sem hafa heimild til þess að taka við innlánum. Kjarni þessara reglna felst í því að takmörkun er gerð á milli starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingar- banka. Er tilgangurinn að vernda innlánsstarfsemi frá áhættusæknari starfsemi fjárfestingarbanka. Fram til ársins 2013 hafði einung- is eitt ríki í heiminum, Bandaríkin, sett reglur sem miðuðu að kerfis- breytingum á starfsumhverfi fjár- málafyrirtækja. Bretar leiddu í lög ákveðnar kerfisbreytingar árið 2013 og í kjölfarið fylgdu Frakkar, Þjóð- verjar og Belgar í fótspor þeirra. Eftir sem áður gilda reglurnar aðeins um stærstu fjármálafyrirtæki ríkjanna, þ.e. þau fjármálafyrirtæki sem talin eru kerfislega mikilvæg. Önnur ríki, þar á meðal öll Norður- löndin, hafa ekki takmarkað starf- semi banka með eins íþyngjandi hætti, en þó ber að taka fram að á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið samin drög að reglugerð sem stefna að sama markmiði og í ríkj- unum fjórum. Reglugerðin myndi þó einungis ná til um þrjátíu stærstu banka álf- unnar. Ekki er víst á þessari stundu hvort eða hvenær hún verður sam- þykkt. kristinningi@frettabladid.is Norðurlönd ekki sett lög um aðskilnað Ekkert hinna Norðurlandanna hefur sett lög um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Stjórnvöld í ríkjunum áforma ekki að setja slík lög. Starfshópur vill fara hægt í sakirnar. Umfang fjárfestingarbankastarfsemi er lítið hér á landi. Umfang fjárfestingarbankastarfsemi minna hér Fram kemur í skýrslu starfshópsins að umfang fjárfestingarbankastarf- semi íslenskra banka sé minna nú en áður. Starfsemin sé enn fremur ekki stór hluti af heildarstarfsemi bankanna. Samkvæmt þeirri nálgun sem starfshópurinn beitir var umfangið að meðaltali um 5% af heildareignum bankanna í fyrra. Þegar litið er til heildartekna bankanna var hlutfallið aðeins hærra, um 13%, sem telst þó verulega lágt. Starfshópurinn bendir meðal annars á að ekkert hinna Norðurland- anna hafi sett lög um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingar banka- starfsemi eða reglur sem miða að kerfisbreytingum á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja, þrátt fyrir umtalsvert meiri fjárfestingarbankastarf- semi, að tiltölu, heldur en hér á landi. Jón Daníelsson hagfræð- ingur segir að stjórnvöld í mörgum ríkjum sveiflist á milli öfganna. Fyrir hrun hafi verið of lítið af reglu- gerðum en nú séu þær alltof margar. UMHVERFISMÁL  Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lög- reglustjórans á Vestfjörðum að vísa frá kæru Landssambands veiðifélaga vegna sleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum. Skal lögreglustjórinn taka málið til nýrrar meðferðar. Með bréfi landssambandsins til lögreglustjórans þann 11. janúar síðastliðinn var farið fram á opin- bera rannsókn vegna ætlaðra sleppinga á regnbogasilungi úr fisk- eldiskvíum. Í bréfinu kom meðal annars fram að regnbogasilungur hefði komið víða fram í veiðum um norðan- og vestanvert landið og meðal annars veiðst í ám við Húna- flóa og Faxaflóa. Taldi sambandið hafið yfir allan vafa að mikið magn regnbogasilungs hefði sloppið úr eldisstöð á þessu ári. Í ljósi þess magns sem um ræddi væri ljóst að silungurinn hefði strokið úr sjókvía- eldi. Lögreglustjórinn vísaði málinu hins vegar frá meðal annars af þeim sökum að Matvælastofnun væri með málið til meðferðar. Sú ákvörðun var kærð til ríkissak- sóknara sem hefur nú fellt hana úr gildi. Ríkissaksóknari bendir á að af rökstuðningi lögreglustjóra verði ráðið að ekki hafi farið fram sér- stök athugun eða verið leitað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um hvort kæran geti átt við rök að styðjast. Að mati ríkissaksóknara hefði verið rétt af lögreglustjóra að fara betur ofan í saumana á kæru- efninu áður en ákvörðun var tekin um að vísa kærunni frá. Rétt hefði verið að leita eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um meintar slysa- sleppingar, þar með talið að stað- reyna hvort eftirlit eða athugun stofnunarinnar hafi farið fram eða væri yfirvofandi eða yfirstandandi og hvað hafi komið fram við þá athugun. – kij Frávísun lögreglustjóra felld úr gildi af saksóknara Mikið magn regnbogasilungs slapp úr eldisstöð fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.