Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 12
Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar ESB NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS Hönnuð af Önnu Rósu grasalækni. Hver og ein blanda sérvalinna jurta gegnir ákveðnu hlutverki. TE SEM VIRKA! NÝTT ! 1. ORKUTEGefur auka orku án þess að innhalda koffín. 2. AUÐHUMLA Hefur reynst ákaflega mjólkuraukandi fyrir konur með barn á brjósti. 3. STILLA Jurtir sem eru þekktar fyrir að hafa róandi áhrif og lækka blóð þrýsting. 4. SAURBÆR Jurtir sem hafa hægða los andi áhrif. 5. VATNSLEYSA Jurtir sem eru þekktar fyrir að hafa vatnslosandi áhrif - hentar þunguðum konum. 6. RÓSA FRÆNKA Sérvaldar jurtir með það í huga að draga úr túr verkjum. AÐEINS Í HEILSU - HÚSINU ! Bretland Ekki er hægt að tryggja stuðning Evrópuþingsins við breytt- an samning Bretlands við Evrópu- sambandið. Þetta kom fram í máli Martins Schulz, forseta þingsins, þegar hann fundaði með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í Brussel í gær. Viðbrögð Schulz eru sögð bakslag fyrir Cameron sem staddur er í Brussel til að tryggja samþykki við nýjan samning um breytingar á  aðildar- samkomulagi Bretlands og Evrópu- sambandsins (ESB). Auk þess að funda með Schulz, sem er þýskur sósíal- demókrati, átti hann líka fundi með leiðtogum annarra hópa í þinginu. Fram kemur í umfjöllun Guardian að Cameron hafi viljað fá tryggingu fyrir því að Evrópuþingið myndi ekki reyna að gera breytingar á uppkasti að samkomulagi sem ganga á frá á leiðtogafundi ESB á morgun, fimmtu- dag, áður en  til þjóðaratkvæða- greiðslu kemur í Bretlandi sem gæti skorið úr um áframhaldandi veru landsins í sambandinu.  „Ferð forsætisráðherrans til fund- ar við Evrópuþingið endurspeglar áhyggjur af því að þingið kunni að vera ófyrirsjáanlegt í aðkomu sinni að viðkvæmum endursamningum, en þingið þarf að hleypa í gegn breyting- um á löggjöf ESB til þess að hliðra til fyrir kröfum Breta um þak á greiðslur vegna félagslegs stuðnings við inn- flytjendur frá sambandinu,“ segir þar. Þá kemur fram í umfjöllun BBC, breska ríkisútvarpsins, að Cameron hafi líka fundað með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Junker hafi áður sagt að ekki sé neitt „plan B“ til staðar. Slíkt myndi gefa í skyn að framkvæmdastjórnin teldi raunhæfan möguleika á því að Bretland gengi úr sambandinu. „Ég fer ekki út í nein smáatriði á plani B, vegna þess að það er engin slík áætlun til. Við erum með plan A. Bretland verður áfram í Evrópusam- bandinu sem uppbyggilegur og virkur þátttakandi,“ hefur BBC eftir Juncker. Á sama tíma segir Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins, sem hefur umsjón með endursamningum Bretlands, að viðræðurnar um samningsdrögin séu „viðkvæmar“. Í byrjun vikunnar varaði hann við því að samningar um kröfur Bretlands væru á „tvísýnum stað“ og að raunveruleg hætta væri á að Evrópusamstarfið brotnaði upp. Á meðan Cameron fundaði í Brussel blésu þjóðarleiðtogar Pól- lands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands til smærri leiðtogafundar í Prag í Tékklandi til að móta sameigin- lega afstöðu til endursamnings Breta. „Á sama tíma og mjög óvenju- legt væri fyrir þingið að ganga gegn ákvörðunum sem leiðtogar ESB- ríkjanna 28 hafa tekið, mun afstaða þingsins nær örugglega þýða að Cameron kemur ekki í gegn fyrir- hugðum breytingum á velferðar- kerfinu fyrr en mun síðar en hann hefði vonað, og löngu eftir að Bretar hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslu um áframhaldandi aðild.“ Eftir fund Camerons og Schulz í gær sagði forseti þingsins að þingið myndi ekki stöðva framgang ákvarð- ana sem leiðtogar Evrópusambands- landanna hefðu tekið, en lagði um leið áherslu á mikilvægi þinglegu meðferðarinnar. „Ég get enga trygg- ingu gefið fyrir framtíðarlöggjöf,“ sagði hann. „Það getur engin ríkis- stjórn snúið sér að þinginu og sagt: Hér er tillaga okkar, er hægt að tryggja niðurstöðuna?“ olikr@frettabladid.is Bakslag fyrir nýjar ESB-tillögur Breta Þingleg meðferð þýðir að ekki er fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðu um lagasetningu, segir forseti Evrópuþingsins. Afstaðan sögð áfall fyrir Cameron sem fundaði í gær með þingmönnum í viðleitni til að tryggja stuðning við breytingar í endursamningum Breta við ESB. Gætu kosið eftir hálft ár Bretar stefna á að hafa þjóðar- atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir árslok 2017. Atkvæðagreiðslan er hluti af kosningaloforðum Íhalds- flokksins, sem er sigurvegari síð- ustu þingkosninga í Bretlandi. Ekki er búið að negla niður nákvæma tímasetningu atkvæðagreiðslunnar, en á vef BBC, segir að forsætisráð- herra landsins vilji fremur hafa þær fyrr en seinna. Nú þyki líklegast að gengið verði til atkvæða annað- hvort í júní eða september á þessu ári. David Cameron, forsætisráðherra Breta (til vinstri), fundaði í gær með Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins (til hægri), og leiðtogum annarra stjórnmálahópa í Evrópuþinginu í Brussel í Belgíu. FréttaBlaðið/EPa 1 7 . f e B r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U d a G U r12 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.