Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Páll Gunnar Pálsson forstjóri Sam- keppniseftir- litsins Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokk-unum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðu- vettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin fram undan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. des- ember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnis- leg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri sam- keppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum mark- aði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvars- menn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vett- vangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin fram undan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og land- búnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnis- reglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Samtal um samkeppni Með þessu er Samkeppnis- eftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeining- um og taka við sjónar- miðum frá atvinnulífi, stjórnvöld- um og neytendum.Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Nicotinell Fruit-2x10-LYFJAVAL copy.pdf 1 03/02/16 15:36 Konur borga að meðaltali 7%hærra verð en karlar fyrir sambærilegar vörur. Neytendastofnun í New York í Bandaríkj-unum greindi frá þessum niðurstöðum í desember en Fréttablaðið greindi frá óút-skýrðum verðmun hér á landi á sambæri- legum vörum sem beint er að sitthvoru kyninu. Í ljós kom að töluverður verðmunur getur verið hér á landi á sambærilegum vörum, oft og tíðum nánast sömu vörunni, eftir því hvort hún er markaðssett fyrir konur eða karla. Tekin voru dæmi af ungbarnagöllum, ilm- vötnum, rakvélum, klippingum, dúnúlpum og öðru sem sýndi svo ekki verður um villst að konur greiða hærra verð fyrir sínar vörur en karlar. Verðmunur þessi hefur verið nefndur bleikur skattur, og snýr annars vegar að vörum sem eru verðlagðar hærra af söluaðilum til kvenna en karla og hins vegar skattur sem stjórnvöld leggja á vörur sem einungis eru ætlaðar konum. Þessum eiginlega skatti sem stjórnvöld leggja á kvennavörur hefur undanfarið verið mótmælt, meðal annars af þingmönnum. Nokkrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar lögðu í desember fram frumvarp þar sem lagt er til að skattur á túrtappa og dömubindi verði færður í lægra skattþrep. Takmörkuð rök eru fyrir því að þessar vörur séu hafðar í hærra skattþrepi. Raunar á það við margar vörur að hending virðist ráða hvar þær lenda. Fjármálaráðherra hefur sagt að verið sé að vinna að einföldun skattkerfisins og fækkun undanþága. Skref var tekið fyrr á kjörtímabilinu í þá átt þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent. Hinum „skattinum“, sem er auðvitað ekki skattur heldur verðlagning sem mismunar eftir kyni, verður ekki svo glatt breytt með lögum, heldur hugarfars- breytingu. Íslendingar eru líklega með verri neytenda- frömuðum í heimi. Við fussum og sveium yfir olíuverðs- hækkunum og förum síðan rakleiðis og látum fyll’ann. Verðhækkanir í sund, bíó, á matarkörfunni eða annars staðar hafa lítil áhrif á hegðun okkar sem neytenda. Sumt er það sem við getum ekki verið án, annars gætum við vel verið án en kjósum að vera það ekki. Mikilvægi eða öllu heldur lítilvægi stöðu neytendamála okkar kristallast vel innan stjórnkerfisins, þar sem ráðherra neytendamála er einnig dóms- og kirkjumála, fangelsis- mála, fjarskipta- og mann réttinda ráðherra sem og sam- göngu- og öryggismálaráðherra ásamt öðru. Neytenda- málin verða eðli málsins samkvæmt útundan. Veruleg vakning þarf að verða meðal neytenda. Smásalar þurfa að fara yfir verðlista sína og athuga hvort þeir verðleggi bleiku vörurnar hærra en þær bláu og af hverju. En þeir munu ekki gera það án þrýstings frá neytendum. Jarðvegurinn er svo sannarlega til staðar, það sýnir áhuginn. En tengslin milli áhugans og pyngjunnar virðast vera rofin – því þarf að breyta. Og við breytum því með því að breyta okkur sjálfum. Breytum okkur sjálfum Íslendingar eru líklega með verri neytendafröm- uðum í heimi. Við fussum og sveium yfir olíverðs- hækkunum og förum síðan rakleiðis og látum fyll’an . Illa ígrunduð ummæli Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hamraði á Pírötum á Alþingi á mánudaginn vegna stefnu þeirra um borgaralaun. „Akkúrat þegar maður hélt að loksins væri komið eitthvað mál frá Pírötum þar sem þeir væru að skýra einhverja stefnu eða boða stefnu kemur á daginn að svo er ekki. Þetta er ekki stefna, þetta er bara til skoðunar,“ sagði Sigmundur eftir að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði útskýrt fyrir honum að um þingsályktunartillögu væri að ræða. Er Sigmundur með ummælum sínum að andmæla því að hlutirnir séu teknir til skoðunar? Ef til vill er hann að mæla með því að þegar Píratar komast í ríkisstjórn hrindi þeir af stað illa ígrunduðum aðgerð- um án þess að kanna kosti þeirra og galla. Það virðast vera vinnubrögðin sem hann óskar eftir hjá samstarfsmönnum sínum á Alþingi. Vanhugsaðasta aðgerðin Þá er það broslegt að forsætis- ráðherra skuli vara við vanhugs- uðum og kostnaðarsömum hugmyndum en það var einmitt hans flokkur sem sá til þess að fjármagni var ausið úr ríkissjóði í skuldaleiðréttinguna sem er að mati fjölmargra ein sú van- hugsaðasta efnahagsaðgerð sem ráðist hefur verið í á kostnað skattgreiðenda. stefanrafn@frettabladid.is 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r14 s K o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.