Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 10
✿ Borgunarmálið Frá upphafi og til dagsins í dag Árið 2007 VISA getur keypt VISA Europe Visa Inc. og Visa Eur ope gera sam- komulag um ótíma- bundinn valrétt á kaupum Visa Inc á Visa Europe. Árið 2014 13. mars Gert tilboð Tilboð gert í hluti Landsb. og Ís- landsb. í Borgun í nafni félags í eigu fjárfesta og stjórn- enda Borgunar. 27. júní Íslandsbanki segir nei Íslandsbanki hafnar tilboði hópsins í Borgun og tilkynnir einnig að bankinn hyggist ekki kaupa hlut Landsbankans. 3. júlí Bjóða aftur í hlut Landsbankans 21. nóvember Valrétturinn gæti reynst verðmætur Bloomberg birtir frétt um að Visa telji valrétt sinn í Visa Europe minnst 1.200 milljarða króna virði. Fjárfestahópurinn býður 2.184 milljónir króna í 31,2% hlut Landsbankans í Borgun. 28. nóvember Þrýstingur SKE Landsbankinn segir að Samkeppnis- yfirvöld hafi þrýst á Landsbankann og Íslandsbanka um breytingar á eignar- hlut í Borgun. 3. desember FME sendir erindi Fjármálaeftirlitið óskar eftir upplýs- ingum um söluna. Bankinn svaraði sex dögum síðar, 9. desember. 8. desember Koma fyrir þing- nefnd Stjórnendur Lands- bankans koma fyrir efnahags- og við- skiptanefnd og gera grein fyrir sölunni á Borgun. 19. desember Selur hlut í Valitor Landsb. selur Arion banka 38% hlut í Valitor með ákvæði um að Landsbank- inn fái greitt verði af kaupum á Visa Europe. Árið 2015 19. febrúar Greiða arð Aðalfundur Borg- unar samþykkir að greiða 800 milljónir króna í arð. Arð- greiðslan var sú fyrsta frá 2007. 29. maí Selja aftur hlut Landsbankinn selur 0,41 prósents hlut í Borgun í opnu ferli á 30 milljónir, sem setur verðmat Borgunar í 7,3 milljarða króna. Nóvember 2015 Visa Inc. tilkynnir um kaup á Visa Europe Tilkynnt að Visa Inc. muni kaupa Visa Europe. Kaupverðið nemur um 3.000 milljörðum króna. Árið 2016 20. janúar Milljarðar vegna Visa-samnings Morgunblaðið segir kaup Visa Inc. á Visa Europe geti fært Borgun og Valitor á annan tug milljarða. 21. janúar Eftirlitið þrýsti ekki Samkeppniseftirlit- ið segir í yfirlýsingu að það hafi ekki sett tímamörk varðandi sölu Landsbankans á Borgun. 25. janúar Segjast ekki vita af Visa-greiðslum til Borgunar Landsbankinn segir á upplýsingavef sínum um söluna að engar upplýsingar hafi legið fyrir um greiðslur til Borgunar yrði af kaupum Visa Inc. á Visa Europe. 25. janúar Sex til átta pró- sent hlutdeild Kjarninn greinir frá því Lands- bankinn hefði átt rétt á sex til átta prósentum af Visa-greiðslum til Borgunar. 26. janúar Fjórar spurning- ar til bankans Bankasýsla ríkisins, óskar eftir því við Landsbankann að hann svari fjórum spurning- um um söluna á Borgun. 9. febrúar Borgun fær 4,8 milljarða Borgun segist fyrst hafa fengið upp- lýsingar um fjárhæð greiðslu til Visa Europe 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum megi Borgun eiga von á 4,8 milljarða greiðslu og forgangs- hlutabréfum í Visa sem metin séu á 1,7 milljarða króna. 11. febrúar Svarar Banka- sýslunni Landsbankinn svarar Banka- sýslunni og segir enga annarlega hvata hafi legið að baki sölu bankans. 11. febrúar Vill skýringar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsyn að upplýsa um allar hliðar málisns áður en lengra er haldið í söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsb. 12. febrúar Skilaboðin ekki að fresta sölu Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segist ekki skilja fjár- málaráðherra sem svo að fresta eigi söluferli Landsb. VIðSKIptI „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu  starfs- manna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári.  Söluverðið miðaðist við að heildar virði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Lands- bankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhalds- félagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mán- uðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015. Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvars- menn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfs- manna og stjórnenda gekk í gegn, til- kynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótar- greiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna. Haukur er einnig hluthafi í Eignar- haldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórn- endur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í við- Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. Kaupverðið staðfesti að þeir hafi ekki vitað að von væri á milljarða Visa-greiðslum. Haukur Oddsson, segir eftir á að hyggja starfsmenn og stjórendur Borgunar hafa gert mistök með því að selja hlut í Borgun síðasta sumar. Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar Auglýst eru til umsagnar drög að tillögu að matsáætlun vegna endurskoðaðs mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar. Skipu- lagsstofnun úrskurðaði 16. desember 2015 að endurskoða beri þá hluta matsins sem lúta að landslagi og ásýnd lands og ferðaþjónustu og útivist. Aðrir hlutar umhverfismatsins eru í fullu gildi. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 3.02 í 1. viðauka laganna. EFLA verkfræðistofa vinnur að mati á umhverfis- áhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun hafa verið lögð fram til kynningar á heimasíðum Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is, og EFLU, www.efla.is. Frestur til athugasemda er frá 17. febrúar til 2. mars 2016. Hagsmunaaðilar og aðrir eru hvattir til að kynna sér drögin og leggja fram athugasemdir og ábendingar varðandi fyrirhugað mat á landslagi og ásýnd lands annars vegar og ferðaþjónustu og útivist hins vegar. Í framhaldinu mun Landsvirkjun vinna tillögu að matsáætlun og senda Skipulagsstofnunar hana til umfjöllunar. Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drögin eigi síðar en 2. mars 2016 til EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið umhverfismat@efla.is eða skriflega til Ólafs Árnasonar, á heimilisfang EFLU, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, merkt „Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum”. Drög að tillögu að matsáætlun EFLA VERKFRÆÐISTOFA +354 412 6000 efla@efla.is www.efla.is 2.990 KR.* ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is 1 7 . F E B r ú A r 2 0 1 6 M I ð V I K U D A G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A B L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.