Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 30
Viðskiptaþing var viðburðaríkt og áhugavert fyrir íslenskt viðskiptalíf og verkefnin ærin. Ég vil minnast á tvennt í framhaldi þingsins en það eru samkeppnisraskanir af völdum ríkisins og fjöldi ríkisstofnana. Samkeppnisraskanir hins opin­ bera hafa neikvæð áhrif á drifkrafta framleiðni og nauðsynlegt er að minnka umsvif þess. Ríkið er í beinni Armani og Gucci í boði íslenska ríkisins Það er almennur skilningur að pen­ ingamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpleg, og að aðhaldsstefnan hafi aðeins byrjað með vaxtahækkun­ inni í desember. Það byggist engu að síður á mis­ skilningi á því hvað peningamála­ stefna er í raun og veru, og að líta á nafnvexti segir okkur mjög lítið um hve aðhaldssöm eða slök peninga­ málastefna er. Ef, hins vegar, við verðum að segja eitthvað um aðhaldssama peninga­ málastefnu, þá hefur það miklu meiri þýðingu að líta á þróunina í framboði á peningum í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Við getum talað um hertari peningamálastefnu ef pen­ ingaframboðið minnkar í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Besta leiðin til að athuga þróun peningaeftirspurnar með tilliti til peningaframboðs er að skoða þró­ unina á fjármálamörkuðum. Þann­ ig vitum við úr skólabókunum að ef Bandaríkin herða peningamálastefnu sína ætti það að valda því að dollarinn styrkist, verð hlutabréfa og hrávöru lækki og verðbólguvæntingar minnki. Peningamálastefna Bandaríkj- anna hefur verið of aðhaldssöm En hvað segja markaðsvísar okkur um peningamálastefnu Bandaríkjanna einmitt núna? Verðbólguvæntingar hafa farið lækkandi í rúm tvö ár og eru nú langt fyrir neðan opinbert 2% verðbólgumarkmið seðlabankans. Dollarinn hefur styrkst verulega síðan Janet Yellen tók við embætti seðla­ bankastjóra snemma árs 2014. Og loks hefur bæði hrávöruverð og nú hlutabréfaverð nýlega lækkað hratt. Það er þannig ekki bara einn heldur nánast allir markaðsvísar sem sýna að peningamarkaðsskilyrði hafa smám saman þrengst á síðustu tveim árum. Og sérstaklega síðan haustið 2015 – þegar Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaði fyrir alvöru að gefa merki um vaxtahækkanir – hefur peningamála­ stefnan verið of aðhaldssöm. Í þessu samhengi er vert að athuga að peningamálastefna virkar að miklu leyti í gegnum „væntingafarveg“. Þannig má segja að peningamála­ stefnan hafi verið hert í desember, þegar stýrivextir voru hækkaðir, en að aðhaldssemin í peningamálum hafi byrjað miklu fyrr, þegar Seðla­ bankinn byrjaði að gefa til kynna að vextirnir myndu fljótlega hækka. Það er ekkert endilega rangt við að herða peningamálastefnuna, en sannleikurinn er sá að hagkerfi Bandaríkjanna er ekki beint við það að ofhitna, og á sama tíma er verð­ bólgan vel undir 2%. Það er við þessar aðstæður sem Seðlabankinn heldur fast við herta peningamálastefnu, og það er helsta ástæða þess að alþjóða­ markaðir hafa verið undir miklum þrýstingi undanfarið. Ef Seðlabanki Bandaríkjanna heldur áfram að einblína á nafnvexti í stað þess að líta á fjölbreytta mark­ aðsvísa mun það fljótlega svæla hag­ kerfi Bandaríkjanna inn í samdrátt. Í versta tilfelli gæti það þróast yfir í bankakreppu á heimsvísu, svo við skulum vona að Seðlabankinn sjái fljótlega hvert stefnir og hætti að tala um vaxtahækkanir en byrji þess í stað að slaka á peningamálastefnunni. Það er mikil þörf á því. Peningamálastefna Yellen að verða of aðhaldssöm  Chianti í 300 ár Chianti Classic Collection fór fram á mánudaginn en það er kynning á vínframleiðslu sem er á leið á markaðinn. Í ár eru 300 ár liðin frá því að framleiðsla hófst á víni í Chianti-svæðinu í Toskanahéraði á Ítalíu. FréttaBlaðið/EPa Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður sam­ hljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á sam­ keppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á mark­ aðnum haldi sig innan þeirra heim­ ilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostn­ aður er einn af stærstu útgjalda­ liðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svig­ rúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkis­ ins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tíma­ setningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líkleg­ ast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir. Skýra stefnu um sölu banka Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Verðbólguvæntingar hafa farið lækkandi í rúm tvö ár og eru nú langt fyrir neðan opinbert 2% verðbólgumarkmið seðla- bankans. Dollarinn hefur styrkst verulega síðan Janet Yellen tók við embætti seðlabankastjóra snemma árs 2014. Eva Magnúsdótt- ir, framkvæmda- stjóri Podium Hin hliðin og óbeinni samkeppni við einkaaðila auk þess sem ríkiseinokun er á ákveð­ inni starfsemi. Mörg íslensk fyrirtæki komust í gegnum kreppuna með því að útvista starfsemi sem ekki féll undir kjarnastarfsemi þeirra og lækkuðu þannig fastan kostnað. Rekstur Íslands­ pósts, ÁTVR, Ríkisútvarpsins, Sorpu og Fríhafnarinnar telst seint til kjarna­ starfsemi og annars konar rekstrar­ form hentar þessum verkefnum betur. Það mætti einnig skoða mennta­ og heilbrigðismál betur. Nærtækt dæmi um einkarekstur í heilbrigðismálum er glæsileg þjónusta í Klínikinni. Ég hef einnig trú á því að íslenskir kaupmenn myndu rúlla því upp að selja Armani og Gucci í Keflavík. Nú er tækifæri til heildarstefnu­ mótunar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjár­ mála. Stefnumótunin þarf að fela í sér markmið um að fækka og hagræða í ríkisrekstri m.a. með því að færa verk­ þætti til viðskiptalífsins. Smáþjóðin Ísland rekur 182 ríkisstofnanir eða eina ríkisstofnun á hverja tæplega 2.000 íbúa landsins. Viðskiptaráð lagði 2015 fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sam­ einingum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi eða fækkun niður í 70 ríkisstofnanir. Þá vinnu þarf að nýta. Skattfé er betur varið til aukinnar menntunar, heilbrigðis­ þjónustu, forvarna og annarra nauð­ synlegra innviða. Breytingar boða betri tíma og blóm í haga. Við eigum að nýta þá frá­ bæru vinnu sem helstu sérfræðingar í íslensku viðskiptalífi færa okkur. Það eru jákvæðar breytingar í stjórn Viðskiptaráðs, nýr formaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fyrsta konan í 99 ára sögu ráðsins. Hún tekur við góðu starfi úr hendi Hreggviðs Jóns­ sonar og óska ég henni innilega til hamingju. Hún ber kyndil framtíðar og ég er bjartsýn á að með henni komi jákvæðar breytingar í jafnréttissögu landsins. Nú er tækifæri til heildarstefnumót- unar í kjölfar laga um opinber fjármál en markmið þeirra er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Birgir Ármannsson alþingismaður Ríkisfjármál 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r10 maRkaðuRiNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.