Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 24
„Í fyrirlestri mínum mun ég til dæmis taka dæmi um hvernig markþjálfun og leiklist getur spil- að saman. Það er hvernig mark- þjálfun getur nýst leikurum og hvað við getum lært af tækni leik- arans,“ segir Charlotte sem segir margt sameiginlegt með þessu tvennu. „Í báðum aðferðum er spurt spurninga til að ná markmið- um,“ segir hún. Markþjálfun er ört vaxandi grein um allan heim en hún kall- ast á ensku „coaching“. Markþjálf- un er samtal sem auðveldar fólki eða stjórnendum að skilgreina fagleg og persónuleg markmið, gera þau framkvæmanleg og ná þeim á árangursríkan hátt. Mark- þjálfi spyr spurninga, beitir virkri hlustun, veitir endurgjöf og hvet- ur áfram. Charlotte datt sjálf niður á markþjálfunarnámið þegar hún var við nám í Danmörku. „Ég var í meistaranámi í leiklist og kennslufræði. Þar rakst ég á hug- takið „appreciative inquiry“ sem snýst um að fókusera á hegðun eða hugsun sem maður er ánægður með og vill auka og hafa meira af í stað þess að gagnrýna og breyta því sem upp á vantar,“ segir Char- lotte sem notaði þessa leið þegar hún vann sem leikstjóri í „devised theatre“ sem er í stuttu máli skap- andi hópvinna. „Mér fannst þessi fræði áhugaverð en vantaði tæki til að spyrja þeirra spurninga sem gætu opnað fyrir sköpunarkraft- inn. Ég bætti því við mig námi í markþjálfun sem hefur reynst mér afar vel.“ Charlotte notar þannig mark- þjálfun til að ná fram góðri frammistöðu leikara og notar leik- listaræfingar í markþjálfun þegar fólk vill vinna með framkomu sína og útgeislun. „Ég nota spurninga- tæknina í markþjálfuninni sérstak- lega sem leikstjóri til að hópurinn finni sameiginlega sýn á verkið fram undan.“ Hún segir markþjálfun alls ekki nýja af nálinni þótt Íslendingar séu nýlega farnir að nýta sér hana. „Markþjálfunin snýst um að spyrja spurninga, hlusta í staðinn fyrir að segja fólki til, og opna þannig fyrir ímyndunarafl fólks. Grunnurinn er sá að fólk þekki sig sjálft best en með markþjálfun fái það hjálp til að fá fram það sem er ómeðvitað.“ Á Markþjálfunardeginum, sem nú er haldinn í fjórða sinn, mun Charlotte halda erindi um reynslu sína af markþjálfun. Hún verð- ur í góðum félagsskap annarra fyrirlesara en þar má nefna for- stjóra sem greinir frá árangursrík- ari vinnubrögðum með aðferðum markþjálfunar, prest sem grein- ir frá áskorunum sínum í starfi, framkvæmdastjóra sem ræðir leið- togahlutverkið og mannauðsstjóra sem er með markþjálfun á heilan- um. Grunnurinn er sá að fólk þekki sig sjálft best en með mark- þjálfun fái það hjálp til að fá fram það sem er ómeðvitað. Charlotte Bøving Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 blandar leikliSt og markþjálFun Charlotte Bøving, leikkona, leikstjóri og markþjálfi, heldur erindi á Markþjálfunardeginum sem haldinn er á Hilton Reykjavík Nordica. Charlotte Bøving er einn fjölmargra fyrirlesara á Markþjálfunardeginum sem haldinn er í fjórða sinn í dag. Mynd/PJetur Nánar á minirmenn.is Tómbóluverð, útsala og kynningarafsláttur Sjanghæ-rækjur með súrsætri sósu Thaí-kjúklingur í rauðu karríi og grjón eða Ítalskt lasagna með salati og hvítlauksbrauði 2 réttir= 1.490 kr. á mann - Þetta er ekki djók! Upplýsingar og pantanir: magnusingi@gmail.com Maggi, sími 696 5900 Save the Children á Íslandi Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9 Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið 2 FÓLK Viðburðir 17. febrúar 2016

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.