Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 18
Skjóðan Vestur á MeluM er hola ein mik- il og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. Í sitjandi rÍkisstjórn er ofur- kapp lagt á að vernda hvers kyns hluti og halda ásjónu höfuð- borgarinnar sem líkastri því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Forsætisráðherrann hefur varið hálfum milljarði til að varðveita grjótgarð sem var hluti af ásýnd Reykjavíkurhafnar, séð frá sjó, í örfá ár um svipað leyti og Jónas frá Hriflu gegndi ráðherraemb- ætti í kringum 1930. Því er haldið fram að kostnaðurinn við þessa varðveislu geti numið tveimur milljörðum eða meira þegar upp er staðið. rÍkisstjórnin ætlar að verja a.m.k. 135 milljörðum næsta ára- tuginn til að viðhalda og vernda landbúnaðarkerfi, sem hefur fært matvælaverð í hæstu hæðir hér á landi á sama tíma og bændur flosna frá búum vegna örbirgðar, enda fer ekki nema fjórða hver króna sem varið er í landbún- aðarstyrki til bænda. Restin fer í milliliði og kerfið sjálft. stjórnVöld færa örfáum aðilum tugi milljarða á silfurfati með því að veita þeim stórlega niður- greiddan aðgang að dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Á sama tíma gapir Hola íslenskra fræða vestur á Melum sem minnisvarði um einstaklega rislága leiðtoga þjóðarinnar. Á sama tíma liggja fárveikir sjúklingar á göngum myglaðs þjóðarsjúkrahúss og gleymast á skurðstofum vegna þess að fjármálaráðherranum er í mun að skila „hallalausum“ fjárlögum. rÍkisbankinn færir útvöldum vinum bankastjórnenda og vandamönnum ráðamanna eignir ríkisins nánast að gjöf og hagnaður þeirra á kostnað ríkisbankans er svo gríðarlegur að ef aðeins er litið til Borgunar og Setbergslandsins myndi hann duga til að fylla holuna vestur á Melum og reisa þar Hús íslenskra fræða. en ráðaMenn hafa engan áhuga á að vernda neitt lifandi. Steinhrúga í löngu horfnum hafnarkanti sem öllum er sama um nema forsætisráðherra er vernduð, enda hefur hún ekkert menningarsögulegt gildi. En lifandi menning getur átt sig. Handritin, sjálfur bókmennta- arfur þjóðarinnar, sem á hátíðis- dögum kennir sig við bækur og bókmenntir, eru best niðurkomin ofan í skúffu. Best ef sú skúffa væri í húsi sem löngu látinn húsameistari ríkisins teiknaði einhvern tímann í fyrndinni. stjórnarþingMenn hneykslast á að opinberu fé sé varið til skapandi lista hér á landi þó að sannað sé að þeir peningar skili sér margfalt til baka í ríkiskass- ann og skapandi listir beri hróður landsins lengra en búvörusamn- ingar og hafnarkantar. Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum Námurisinn Anglo American tapaði 5,5 milljörðum dollara, eða tæplega sjö hundruð milljörðum íslenskra króna, fyrir skatt á árinu 2015. Tapað var tvöfalt meira en árið 2014. Anglo stefnir að því að selja eignir fyrir 3-4 milljarða dollara, 400-500 milljarða króna, til að bæta fjárhag sinn. 700 milljarða tap Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 1,5 prósent á árinu 2015. Á síðasta árs- fjórðungi jókst hagvöxtur um 0,3 prósent, samkvæmt tölum Eurostat. Hagvöxtur innan Evrópusambandsins mældist 0,3 prósent á fjórða ársfjórðungi og 1,8 prósent á árinu. Hagvöxtur dróst saman, sem gefur vísbendingu um þörf á frekari aðgerðum til að auka hagsæld á svæðinu. 1,5% hagvöxtur Miðvikudagur 17. febrúar þjóðskrá Íslands - Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone - Ársuppgjör 2015. n1 - Ársuppgjör 2015. Fimmtudagur 18. febrúar sÍMinn - Afkoma fjórða ársfjórðungs og ársuppgjör 2015 sjóVá- Fjórði ársfjórðungur 2015. Föstudagur 19. febrúar hagstofa Íslands - Vísitala byggingar- kostnaðar fyrir mars 2016. Þriðjudagur 23. febrúar þjóðskrá Íslands - Víðskipti með atvinnuhúsnæði. hagstofa Íslands - Mánaðarleg launa- vísitala í janúar 2016. hagstofa Íslands - Greiðslujöfnunar- vísitala í mars 2016. hagstofa Íslands - Vísitala kaup- máttar launa í janúar 2016. hagstofa Íslands - Vísitala lífeyris- skuldbindinga í janúar 2016. Miðvikudagur 24. febrúar. hagstofa Íslands - Vinnumarkaður í janúar 2016 Vikan sem leið Á döfinni dagatal viðskiptalífsins allar markaðsupplýsingar Markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón jón hákon halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður kristín þorsteinsdóttir | Forsíðumynd ernir eyjólfsson Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Bruggstarfsemin í Vestmannaeyjum hófst í kjallara hjá einum af aðstandendum bruggstarfseminnar en var svo færð yfir i bílskúr. Aðsend mynd Fimm örbrugghús framleiða bjór sem seldur er í Vínbúðunum. Það eru Gæðingur í Skagafirði, Kaldi á Árskógsströnd, Segull á Siglufirði, Steðji í Borgarfirði og Ölvisholt á Suðurlandi. Að auki er Einstök sem er brugguð hjá Vífilfelli og Borg brugghús sem er innan vébanda Ölgerðarinnar. Það þýðir þó ekki að örbrugg- húsin séu þar með upptalin því fjöldi minni örbrugghúsa bruggar fyrir einstaka veitingastaði og smærri hópa. Stefán Pálsson, sagn- fræðingur og bjóráhugamaður, segir þeim fara fjölgandi. „Það er greinilegt að við erum dálítið að fara að sjá það að það er bylgja í uppsiglingu,“ segir Stefán. Heimabruggun sé vinsæl og svo sé hópur fólks sem vilji taka hana skrefinu lengra. „Þarna erum við að tala um minni brugghús og mörkin á milli hobbís og þeirra sem eru í atvinnustarfsemi eru orðin svolítið óskýrari,“ segir hann. Eitt þeirra brugghúsa, sem nýlega hafa verið stofnuð, er í Vestmanna- eyjum, en eigendurnir kalla það The Brothers Brewery. Öll tilskilin leyfi til áfengisframleiðslu hafa verið fengin og er leyfishafinn veit- ingastaðurinn Einsi kaldi. Fram- leiðslan er seld á veitingastaðnum. „Flaggskipið okkar heitir Eld- fjall og er Red-ale týpa. Hann inni- heldur chili og söl og sölin eru tínd í Eyjum,“ segir Kjartan Ólafsson Vídó, einn þeirra sem standa að brugginu. Kjartan segir að reynt sé að hafa eitthvað sem minnir á Vest- mannaeyjar í bjórunum. Kjartan segir að viðtökurnar við bjórunum hafi verið þannig að þeir félagarnir séu að velta fyrir sér hvort rétt sé að stofna sérstakt fyrirtæki um framleiðsluna og fá nýtt húsnæði þannig að hægt verði að framleiða í meira magni. Það sé vissulega draumurinn. „En við erum samt hógværir og viljum ekki fara í of stórar framkvæmdir sem við gætum ekki staðið undir,“ segir hann Stefán segist telja að til þess að örbrugghús sé lífvænlegt þurfi að framleiða um sjötíu þúsund lítra á ári og menn þurfi að sjá sjálfir um framleiðsluna. Það þurfi lág- marks yfirbyggingu. Þá segir Stefán mikilvægt að vera með brugghúsin á landsbyggðinni, því það sé ekki nóg að höfða til bjóráhugamann- Brugghúsabylgja er í uppsiglingu á Íslandi Fimm íslensk örbrugghús selja framleiðslu sína í Vínbúðunum. Enn fleiri smærri brugghús hyggja á landvinninga. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjór- áhugamaður, segir mikilvægt að starfrækja brugghúsin á landsbyggðinni. Það er bylgja í uppsigl- ingu. Stefán Pálsson bjór- áhugamaður Íbúðalánasjóður hefur tekið til- boðum frá fjárfestum í tíu eignasöfn sem boðin voru til sölu í opnu sölu- ferli fyrir áramót. Í eignasöfnunum eru alls 362 eignir. Fimmtán eignasöfn voru auglýst til sölu fyrir áramót og bárust 43 kaup- tilboð í þau, en frestur til að skila inn tilboðum rann út í byrjun febrúar. 362 eignir seldar Miðasala á miði.is O L D B E S S A S T A Ð I R Sokkabandið kynnir eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal Sýningar 14. febrúar – 20.30 18. febrúar – 20.30 20. febrúar – 20.30  27. febrúar – 19.00 04. mars – 20.30 „Byltingin er hafin! Til hamingju með Old Bessastaði!“ – Kristín Ómarsdóttir „Meinfyndið og beitt leikverk..talar beint inn í okkar samtíma.“ – S.J. Fréttablaðið „Allar vinna þær (leikkonurnar) vel úr efnivið sínum undir smekkvísri stjórn Mörtu Nordal...“ – Þ.T. Morgunblaðið anna á höfuðborgarsvæðinu. „Þú vilt ná lókal-patriotismanum. Bæði viltu geta gert út á það að á ferða- mannastöðunum eru alltaf ein- hverjir sem vilja fá eitthvað lókal. Og svo vill fólk líka kaupa fram- leiðslu frá sínu eigin heimasvæði.“ jonhakon@frettabladid.is 1 7 . f e b r Ú a r 2 0 1 6 M i ð V i k u d a g u r2 Markaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.