Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 29
Á DesignMatch, kaupstefnu á vegum HönnunarMars í samstarfi við Arion banka, býðst hönnuðum að hitta erlenda kaupendur og framleið- endur sem annars er erfitt að komast í kynni við. Þetta er dýrmætt tæki- færi fyrir íslenska hönnuði og öll árin hefur einhver hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, ritstjóra og fjölmiðlafulltrúa HönnunarMars. DesignMatch verður haldin í sjöunda skipti í ár. Á kaupstefnunni sækja íslenskir hönnuðir um að fá viðtal við hönnunarhús sem getur svo leitt til samvinnu milli aðilanna. „Það er sjaldgæft að stofnun á borð við Hönnunarmiðstöð búi til þennan vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri alþjóðlega. Við erum með frábæra hönnuði á Íslandi, en til að ná árangri í við- skiptum, þá þarftu eiginlega að ná athygli á alþjóðamarkaði. Kaup- stefnan styttir þessi skref fyrir hönnuðina,“ segir Elín. Í ár koma mörg þekkt fyrirtæki til landsins, meðal annars Ferm Living, og Normann Copenhagen frá Dan- mörku, og Vitra, Artek sem er frá Svíþjóð og Sviss, auk tískufyrirtækj- anna Wood Wood og Aplace. Í fyrsta sinn munu sérvaldir erlendir blaðamenn, meðal annars frá tímaritunum Dezeen, Frame og Elle Decoration, taka þátt í kaup- stefnunni. Þátttakendur munu því eiga möguleika á viðtali og kynn- ingu í einhverjum af leiðandi hönn- unarmiðlum heims. Íslensk fyrirtæki á borð við Epal og Sýrusson taka einnig þátt í fyrsta skipti. Elín segir mikið tækifæri liggja í því fyrir íslenska hönnuði. „Það er erfitt fyrir fyrirtækin að fylgjast með öllu sem er að gerast í hönnun á landinu. Við vonum að þarna gerist einhverjir töfrar.“ – sg Ísland að verða álitið hönnunarland Elín Þorgeirsdóttir segir að öll árin á DesignMatch hafi einhver íslenskur hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki. Fréttablaðið/StEFán Golfbúðin í Hafnarfirði hefur verið sektuð um 50 þúsund krónur fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Skoðaðar voru verðmerkingar í golfversl- unum í október og í framhaldi af því voru gerðar athugasemdir við forsvarsmenn Golfbúðarinnar með bréfi. Aftur var verðið skoðað í desember og athugasemdir gerðar á ný með bréfi þann 21. janúar. Athugasemdinni var fylgt eftir með sekt sem lögð var á hinn 8. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt lögum ber fyrirtækjum sem selja vöru eða þjónustu að verðmerkja vöru sína og þjónustu og sýna það á áberandi hátt á sölustaðnum. Golfbúðin fékk 50 þúsund í sekt Sérfræðingar hjá JP Morgan telja að tekjuum- hverfi fjárfestingabanka sé ekki gott um þessar mundir. Fréttablaðið/GEtty Sérfræðingar hjá JP Morgan Securities hafa lækkað tekjuspá sína fyrir fjárfestingabanka á árinu um að meðaltali tuttugu prósent. Þeir telja að tekjumöguleikar fjárfestinga- banka hafi ekki verið góðir það sem af er ári. Vegna sveiflukenndra markaða um þessar mundir sé erfiðara fyrir fjárfestingabankana að hagnast með hefðbundnum viðskipta- háttum. Sérfræðingarnir telja að lækkun á hluta- bréfamörkuðum nýverið bendi til þess að markaðir séu óheilbrigðir. Þeir telja að virði hlutabréfa gæti komið til með að lækka enn frekar á árinu. Jafnvel þótt markaðir róist á ný gæti tímabil minni starfsemi á mörkuðum fylgt á eftir eins og hefur gerst áður. – sg Spá 20 prósent lægri tekjum Útflutningur á vodka og öðru áfengi frá Rúss- landi dróst saman um 40 prósent í fyrra, í samanburði við árið áður. Rússneska dagblaðið Kommersant greinir frá trúnaðargögnum þessa efnis í gær og þau sýna að útflutningur á áfengi hefur ekki verið minni síðan 2005. Þá hefur verðmæti útflutningsins dregist saman úr sem nemur 24 milljörðum íslenskra króna í 14,5 millj- arða íslenskra króna. Mesti samdrátturinn hefur orðið á sölu til Úkraínu, en þar nemur samdrátturinn 70 prósentum. Enda eru viðskipti milli Rússa og Úkraínumanna í algjöru lágmarki eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og studdu uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu. Stærsti markaðurinn fyrir vínið er aftur á móti Bretland.- jhh Rússar selja minna af vodka Auður Bjarnadóttir ráðgjafi Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga Stundum reddast allt — stundum ekki Ármúli 13 108 Reykjavík 540 1000 capacent@capacent.is www.capacent.is Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf áræðni og kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá ferska sýn á þá. markaðurinn 9M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . f e b R ú A R 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.