Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 4
Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. H eim sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra.Frá kr. 143.500 m/ hálfu fæði SKÍÐI 20. febrúar í viku Síðustu sætin á til Austurríkis í vetur Netverð á mann kr. 143.500, m.v. 2 fullorðna og 1 barn á hótel Unterberghof með hálfu fæði í viku. Kr. 169.900. Verð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á hótel Unterberghof með hálfu fæði í viku. Hotel Unterberghof Þýskaland Líklega leiddu mannleg mistök umferðarstjóra til lestar- slyssins sem varð ellefu að bana í suðurhluta Þýskalands, hafa erlendir miðlar eftir saksóknara í Þýskalandi. Yfir 80 til viðbótar slösuðust þegar tvær farþegalestir skullu saman á teinum við bæinn Bad Aibling í Bæjaralandi, að morgni 9. febrúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir saksóknara að svæðisstjóri hafi beint báðum lestum inn á teinana en svo reynt að vara lestarstjórana við. Umferðarstjóri sem gerði mistök reyndi að vara lestirnar við sveitarfélög Sveitarstjórnir úti á landi samþykkja hver af annarri þessa dagana ályktanir vegna skipu- lagsmála á Reykjavíkurflugvelli þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lokun á norðaustur-suðvesturbraut, sem heitir 06/24 en sumir kalla neyðar- braut. Bæjarráð Vestmannaeyja tók í gær undir með meðal annars bæjaryfirvöldum á Akureyri og Ísa- firði og ítrekaði andstöðu sína við áform um skerðingu flugþjónustu á Reykjavíkur flugvelli og skoraði á ríkisstjórnina og borgarstjórn að tryggja óskerta starfsemi flugvallar- ins að minnsta kosti þangað til jafn- góð eða betri lausn finnst. „Bæjarráð telur með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann,“ segir bæjar- ráð Vestmannaeyja. Í ályktun bæjarráðsins kemur fram að 2015 hafi 93 verið fluttir í sjúkra- flugi frá Vestmannaeyjum um flug- völlinn í Reykjavík til læknisþjón- ustu og 109 árið 2014. Ekki kemur fram hversu marga þessara sjúklinga var lent með á braut 06/24. „Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðinni á Land- spítalann við Hringbraut. Þjónusta sjúkraflugs er því meðal búsetufor- senda í Vestmannaeyjum eins og svo víða á landsbyggðinni,“ segir bæjar- ráðið. Sanngjarnt sé að aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðis- þjónustu, stjórnsýslu, viðskiptalífi og menningarlífi sé tryggt. – gar Vilja sanngirni á Reykjavíkurflugvelli Eyjamenn vilja engar breytingar á Reykjavíkurflugvelli. FRéttablaðið/PjEtuR Hundrað og fimmtíu manns voru um borð í lestunum sem skullu saman. Hér er krana beitt til að ná öðrum vagninum af vettvangi. FRéttablaðið/EPa Maðurinn, sem sé 39 ára gamall, verði líklega kærður fyrir manndráp af gáleysi og gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. „Ef hann hefði fylgt reglunum, þá hefði ekki orðið neinn árekstur,“ hefur BBC eftir Wolfgang Giese, aðalsaksóknara. Giese nafngreindi ekki manninn sem var yfirheyrður af lögreglu, í viðurvist lögmanns síns, í byrjun vikunnar, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Lögregla er sögð telja að svæðis- stjórinn, sem umsjón á að hafa með því að beina vögnum á rétta teina og tryggja öryggi lestanna, hafi sent röng skilaboð í lestirnar. Lestirnar hafi átt að mætast á lestarstöð þar sem teinarnir skiptast, en skullu þessi í stað hvor framan á aðra á um hundrað kílómetra hraða á stað þar sem teinarnir liggja í sveig. Guardian hefur eftir Giese að bilun í tæknibúnaði hafi verið úti- lokuð, en sérfræðingarnir sem fari með rannsóknina ætli að endurgera slysið til að prófa kenningu sína um hvað átt hafi sér stað. – óká umhverfismál Aðeins eitt sveitarfé- lag svaraði bréfi Umhverfisstofnunar varðandi auglýsingaskilti sem standa í leyfisleysi meðfram vegum í dreifbýli. Umhverfisstofnun, sem sendi bréf á alla skipulags- og byggingarfulltrúa landsins í lok maí í fyrra, fékk aðeins svar frá Hornafirði þar sem byggingar- fulltrúinn  er sagður hafa lagt á sig þá vinnu að greina auglýsingaskiltin. „Umhverfisstofnun bendir á mikil- vægi þess að byggingarfulltrúar fylgist með ólöglegum auglýsingum í við- komandi sveitarfélagi og gæti þess að farið sé að gildandi lögum og reglugerðum,“ segir í ítrekunarbréfi stofnunarinnar í haust sem fylgt var eftir með nýju bréfi í janúar á þessu ári. – gar Nenna ekki að greina skilti iðnaður Fyrirtækið Sæbýli ehf. segist stefna að því að framleiða alls 140 tonn af verðmætum sæeyrum, sæbjúgum og ígulkerum í eldisstöð sinni á Eyrarbakka. Sæbýli vill að sveitarfélagið Árborg veiti afslátt á heitu vatni frá Selfossveitum. Bæjar- ráð samþykkti áframhaldandi afslátt vegna þróunarverkefnisins. „Félagið seldi fyrstu framleiðslu sína á árinu 2015 og gerir ráð fyrir að selja nokkur hundruð kíló af ezo sæeyrum til Japans og Evrópu. Nú starfa fjórir starfsmenn hjá félag- inu við umhirðu dýra og uppsetningu á eldiskerfi félagsins og markmiðið er að þeim muni fjölga á árinu til þes að setja meiri kraft í uppbyggingu eldiskerfisins,“ segir í styrkumsókn Sæbýlis. – gar Fá ódýrara vatn fyrir sæeyrun Sæbýli fram- leiðir meðal annars ígulker. FRéttablaðið/ NoRdicPHotoS samgöngur Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæð- inu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó  án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðar- maðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum. Ellen Calmon, formaður Öryrkja- bandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrir- komulaginu. „Strætó er almennings- samgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frá- brugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Bún- aðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes. Samkvæmt heimasíðu Strætó getur  fatlaður einstaklingur  ferðast með Strætó að því gefnu að viðkom- andi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varafor- maður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suður- nesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girð- ingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæð- inu.“ thordis@frettabladid.is Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Fólk í hjólastólum getur ekki nýtt sér þjónustu strætisvagna sem keyra milli sveitarfélaga utan höfuðborgar- svæðisins þar sem engir rampar eru í vögnunum. Fólk getur eingöngu farið í vagnana ef það hefur aðstoðar- mann sem ber það inn í vagninn. Annars þarf það að ferðast með sérútbúnum leigubíl eða á eigin vegum. Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. FRéttablaðið/aNtoN bRiNk Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur. Jóhannes S. Rúnars- son, forstjóri Strætó Strætó er almenn- ingssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálf- sögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 m i ð v i k u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.