Fréttablaðið - 17.02.2016, Side 20

Fréttablaðið - 17.02.2016, Side 20
Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrir- tæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág, Kristín Friðgeirsdóttir Íslenska fyrirtækið AwareGo hefur gert gagnkvæman sölusamning við The Security Awareness Company í Bandaríkjunum. AwareGo fram- leiðir tölvuöryggismyndbönd með skilaboðum til starfsmanna um hvernig eigi að varast þjófnað á raf- rænum gögnum og fleira er snertir öryggi. Ragnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri AwareGo, segir að Security Awarenes Company sé það stærsta og þekktasta í sínum geira í heim- inum í dag. „Okkar lausnir passa vel inn í þeirra vöruframboð og við höfum nú þegar fengið góð við- brögð hjá nokkrum af þeirra lykil- viðskiptavinum. Nú stendur yfir vinna við að þýða myndböndin yfir á tíu tungumál,“ segir Ragnar í sam- tali við Markaðinn. Notendur AwareGo nálgast eina milljón út um allan heim en stærstu viðskiptavinirnir eru GE, Barclays og Credit Suisse. Ragnar segir að næsta skref hjá fyrirtækinu verði að gera vöruna skalanlegri. Það þýðir að útbúa hana til þess að hægt sé að selja hana á internetinu í stað þess að fyrirtækið verði að afgreiða hverja einustu pöntun. Með því verði auðveldara að afgreiða minni og meðalstór fyrirtæki. Þá vill Ragn- ar leggja meiri áherslu á og setja meiri peninga í markaðssetningu. Það þýðir að geta farið á sýningar og keypt auglýsingaborða og ráðist í vörumerkjaþróun. Hingað til hafi fyrirtækið selt vöru sína í gegnum persónulegt tengslanet sem hafi verið myndað á netinu. „Við viljum leggja svolitla áherslu á það, að gera okkur svolítið sýnilegri,“ segir Ragnar. – jhh Notendur AwareGo nálgast milljón Úr auglýsingu AwareGo. Á meðal stærstu viðskiptavina fyrirtækisins eru Credit­ Suisse og Barclays. „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin sam- keppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, pró- fessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvern- ig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með inter- netinu, eins og Netflix eða í ferða- tösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslend- inga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrir- tæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þess- arar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við við- skiptaumhverfi sem væri sambæri- legt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppn- isumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru inn- lend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórn- völd gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í mennt- un á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. jonhakon@frettabladid.is Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. Prófessor við London Business School telur að Íslending- ar þurfa því að bæta viðskiptaumhverfið til að takast á við samkeppnina. Fyrirtækin þurfa að bregðast við með fjárfestingu í menntun. Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. NordiCPHotoS/Getty Okkar lausnir passa vel inn í þeirra vöruframboð og við höfum nú þegar fengið góð við- brögð hjá nokkrum af þeirra lykilviðskiptavinum. Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGo www.mba.is Föstudaginn 19. febrúar verður haldinn kynningarfundur MBA-námsins í Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu HT-101 á Háskólatorgi og er frá kl 12:10 - 12:50. Magnús Pálsson forstöðumaður MBA námsins kynnir námið og fyrirkomulag þess en einnig mun Guðrún Eva Gunnarsdóttir MBA 2016 og fjármálastjóri Haga segja okkur frá reynslu sinni af náminu. Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar. Skráning fer fram á mba.is TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA KYNNINGARFUNDUR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska PI PA R\ TB W A 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.