Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 1 . T Ö L U B L A Ð 1 7 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 FRÍTT Fréttablaðið í dag SKOÐUN Gísli Sigurðsson skrifar um fiskeldi í lokuðum kerfum. 12 SPORT Undanúrslit Olís-deildar karla hefjast í kvöld. 17 TÍMAMÓT Háskólanemar af samtímadansbraut LHÍ bjóða almenningi að koma og dansa með sér í opnum danstíma. 20 LÍFIÐ Aron Can gefur út Ínótt, sína fyrstu plötu í fullri lengd – á geisladisk. 30 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ  FÓLK  SUMARDEKK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FERMINGARSKRAUT BYGGÐAMÁL Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, að vissum skilyrðum uppfylltum. Verði af uppbyggingunni mun hún kosta um þrjá milljarða króna þegar allt er talið. Ný og fullgerð hafnarað- staða verður ekki að fullu tilbúin til notkunar fyrr en að fimm til sex árum liðnum. Stjórn Faxaflóahafna kom saman daginn fyrir skírdag og var bókað- ur sá vilji stjórnar að uppbygging hafnar mannvirkja á Akranesi gæti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir lægi sam- komulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið, eða nýtingu mannvirkjanna. Hafnar- stjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starf- semi HB Granda hf. á Akranesi, og þá að henni yrði hætt að óbreyttu, en samtal um uppbyggingu hafnar- aðstöðunnar hófst strax árið 2007. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að með þessari samþykkt sé ljóst að Faxaflóahafnir séu tilbúnar að leggja í þessa miklu fjárfestingu ef allir aðilar málsins ná saman. „Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar,“ segir Gísli. Samkvæmt þessum orðum Gísla er boltinn því alfarið í höndum HB Granda þar sem afstaða Akranes- bæjar er löngu ljós, enda var upp- byggingin útspil bæjarins til að koma í veg fyrir að HB Grandi hætti landvinnslu sinni strax. Fyrirtækið samþykkti með semingi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og Faxaflóahafnir og frestaði ákvörðun sinni um framtíð landvinnslu fram á sumarið. „Það er hægt að segja að upp- fyllingin kosti 1,3 til 1,4 milljarða. Síðan er allt annað innan hafnar um milljarður, sem er endurnýjun á bryggjunni, hafnargarður og aðgerðir til að skapa meira rými fyrir stærri skip. Þetta er því tveir og hálfur milljarður þegar allt er talið,“ segir Gísli sem tekur fram að þegar skattar eru meðtaldir sé verðmæti framkvæmdanna um þrír millj- arðar. Hann bætir við að mögulega væri hægt að klára verkið árið 2021, en skipulagsmálin gætu dregist og lengt framkvæmdatímann enn. Gísli svarar því játandi að fram- kvæmdirnar séu háðar því að HB Grandi vilji auka umsvif sín á Skag- anum. Í þær verði ekki farið að öðrum kosti. „Nei, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það á alla vega við um uppfyll- inguna en það kemur að því að við verðum að fara í endurnýjun á við- legukantinum gamla. En það yrði þá á næstu tíu árum, eða eitthvað slíkt,“ segir Gísli. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag telur formaður Verka- lýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, að HB Grandi ætli ekki að hætta við ákvörðun sína. Við- ræður við Faxaflóahafnir og bæinn séu fyrirsláttur eins og komið hafi fram í viðtölum við forstjóra fyrir- tækisins, Vilhjálm Vilhjálmsson, að undanförnu.  – shá Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu Hvort ráðist verður í uppbyggingu hafnarmann- virkja á Akranesi ræðst nú alfarið af ákvörðun for- svarsmanna HB Granda um hvort starfsemi fyrir- tækisins verði haldið áfram þar. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Forsend- urnar voru að mögulegt væri að frá verksmiðjunni streymdi út í and- rúmsloftið fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar, en meðal þeirra eru ediksýra og maurasýra. Ekkert þeirra efna sem tiltekin eru í bréfi Umhverfisstofnunar falla undir mæliáætlun fyrirtækisins eða umhverfisvöktun. Þetta kemur fram í bréfi UMST til United Silicon frá 12. apríl. Horfið var frá því að stöðva starfsemina eftir fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Byggði það á því að United Silicon gaf þær upplýsingar að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ræsa ekki ljósbogaofn verksmiðj- unnar í næsta óvænta ofnstoppi sem myndi vara lengur en í klukku- stund. Vegna skemmda sem urðu á verk- smiðjunni þegar eldur kom upp í henni aðfaranótt þriðjudags er ljóst að starfsemi verksmiðjunnar hefur verið hætt um óákveðinn tíma, enda óheimil samkvæmt skil- yrðum Umhverfisstofnunar – og framhaldið með öllu óljóst. Á tveimur dögum fyrir páska bárust rúmlega 80 kvartanir – til viðbótar við aðrar 300 sem áður höfðu borist. – shá / sjá síðu 6 Skella átti í lás hjá United Silicon Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar. Gísli Gíslason hafnarstjóri Vegna skemmda sem urðu á verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags er ljóst að starfsemi hefur verið hætt um óákveðinn tíma. MARKAÐURINN Fjárfestarnir Jón Sigurðsson og Einar Örn Ólafsson ásamt framtakssjóði í rekstri Stefn- is, en stærstu hluthafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir, eru að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni fyrir milljarða króna. Eignarhlutur Jóns og Einars Arnar, sem eru fyrrverandi forstjórar FL Group og Skeljungs, í félaginu sem tekur yfir rekstur Gámaþjónustunnar verður um 35 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Gámaþjónustan er eitt stærsta fyrirtæki landsins í flokkun og endurvinnslu úrgangs. Á árinu 2015 nam heildarvelta þess um 4,45 milljörðum króna. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar í dag er Benóný Ólafsson, með um 60 prósenta hlut. – hae / sjá Markaðinn Lífeyrissjóðirnir komnir í sorpið Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að hún hygðist boða til þingkosninga í sumar. Fyrir- hugað er að kosningarnar fari fram 8. júní. Breska þingið greiðir í dag atkvæði um hvort fallast beri á tillögu May. Íhaldsflokkurinn mælist með mikið forskot í öllum skoðanakönnunum. Sjá síðu 8 NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.