Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 4

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 4
Eigum Jeep® Grand Cherokee Limited og Overland dísel og bensín til afgreiðslu strax. Verðlaunaðasti og einn öflugasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Áttu eldri Jeep® Grand Cherokee upp í? Spjallaðu þá við okkur, því við vitum hvað Jeep® Grand Cherokee er góður í endursölu. Tökum upp í allar gerðir bíla. Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 *B íll á m yn d m eð 3 2” br ey tin gu LÖGREGLUMÁL „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gær- morgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnar- fjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfs- mönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir. Eftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræning- inn fór alltaf stystu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og fram hjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt Æsileg eftirför á eftir ræningja Ungur maður sem rændi Apótek Garðabæjar í gær ók um götur Garðabæjar og Hafnarfjarðar á miklum hraða með lögregluna á eftir sér. Eftirförinni lauk eftir að ræninginn hafði ekið aftan á Mercedes Benz bif- reið og króuðu fimm lögreglubílar hann af. Starfsfólk apóteksins þáði áfallahjálp eftir atburðinn. Rán tilkynnt Ræninginn tekur stystu leið um hringtorgin Keyrir á vel yfir 100 km/klst. hraða Fyrri tilraun lögreglu til að stöðva för ræningjans Önnur tilraun lögreglu til að stöðva ræningjann Ræninginn keyrir aftan á Mercedes Benz bifreið Eftirför lýkur ✿ Leið ræningjans um Garðabæ og Hafnarfjörð frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og kró- aði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmd- um á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn og yfir- heyrður í gær. benediktboas@365.is Ræninginn ók á tvær bifreiðar og oft á vel yfir 100 km/klst. hraða. AKUREYRI Ólíklegt þykir að gæslu- varðhaldsúrskurður á hendur tveimur karlmönnum, sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Kjarna- skógi á föstudaginn langa, verði full- nýttur. Stúlka um tvítugt hefur verið leyst úr varðhaldi og eftir sitja 18 ára piltur og 27 ára karlmaður. „Við erum að ná mjög góðri mynd af því hvað raunverulega gerðist og hver ástæða árásarinnar er,“ segir Guðmundur Svanlaugsson, rann- sóknarlögreglumaður á Akureyri, sem sér um rannsókn málsins. „Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn renn- ur út þann 21. og við teljum ólíklegt að við nýtum allan þann tíma.“ Sannað þykir að 18 ára pilturinn hafi veitt manni alvarlega áverka á læri með því að reka hníf í tvígang í læri fórnarlambsins við grillaðstöðu í Kjarnaskógi við Akureyri. Áttu mennirnir stefnumót á staðnum og þekktust áður. Líðan fórnarlambsins er eftir atvikum góð, snör handtök vitna og skjót viðbrögð sjúkraflutninga- manna auk þess hvað honum var fljótt komið undir læknishendur er talið hafa bjargað lífi mannsins. – sa Rannsókn lögreglu að mestu lokið Maðurinn gæti átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar. Í því fólst til dæmis að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti leng- ur,“ segir Haraldur og bætir við að ekkert bendi til að ódæðisverk séu yfirvofandi. – sks Dregið úr eftirliti lögreglu á ný DÓMSMÁL Fyrrverandi vaktstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjár- drátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrir- tækinu. Annað mála konunnar gegn rekstrar félagi Subway hérlendis verður tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Um er að ræða tvö mál. Annars vegar mál til heimtu tveggja mán- aða launa auk miskabóta, alls um 2,3 milljónir króna. Hitt málið er til greiðslu bakvaktaálags þar sem konan hafði bakvaktasíma í starfi sínu. Auk þess telur vaktstjórinn fyrrverandi sig ekki hafa fengið greidda lágmarksútkallstíma þegar hún var kölluð út. Sú krafa nemur um átta milljónum króna. Stjarnan ehf., sem rekur Subway, hefur ekki viljað semja við konuna þar sem félagið telur sig eiga gagn- kröfu á hendur henni sem nemur samtals 1.000 klukkutímum. – jóe Vaktstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri Við erum að ná mjög góðri mynd af því hvað raunverulega gerðist. Guðmundur Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður 13 þúsund króna fjárdráttur var konunni gefinn að sök. 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.