Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 8

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 8
ARNÞRÚÐUR HEKLA EINARSDÓTTIR* Mig langar til að vinna við hárgreiðslu og þurfa ekki að selja mig Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr. eða upphæð að eigin vali á framlag.is Stúlkan á myndinni tekur þátt í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala í Úganda. Nafnið er ekki hennar rétta nafn en textinn lýsir raunveruleikanum sem hún og fjöldi annarra ungmenna býr þar við. * GEFUM ÞEIM SÉNS! PI PA R \ TB W A • S ÍA Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is BRETLAND Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærileg- ur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráð- herra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja til- löguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gær- morgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræð- urnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í land- inu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkur- inn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verka- mannaflokkurinn fék rúm 30 pró- sent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þing- sæta er háttað, í einmenningskjör- dæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðar- flokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu pró- sent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamanna- flokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var for- sætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfir- lýsingu frá Corbyn. Þar kom einn- ig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að sam- þykki þingsins liggur fyrir. johannoli@frettabladid.is Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. Theresa May fyrir utan Downing- stræti 10 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.