Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 19.04.2017, Qupperneq 20
Afkoma stærstu líf-eyrissjóða landsins á síðasta ári olli von-brigðum. Hrein raun-ávöxtun var neikvæð hjá þremur af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem eru með meira en helming heildar- eigna allra lífeyrissjóða landsins. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var eini sjóðurinn sem skilaði jákvæðri ávöxtun á árinu 2016. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna (LIVE) segir umhverfið sem sjóðunum var skapað ekki hafa verið hagfellt á síðasta ári. Gengis- áhrif krónunnar til lækkunar á erlendum eignum LIVE námu 21,2 milljörðum króna. Hrein raunávöxtun dróst verulega saman hjá LSR, Gildi, LIVE og Birtu milli ára og nam milli -1,5 og 0,8 pró- sentum árið 2016, samanborið við 6,5 til 10,2 prósent árið áður. Hrein raunávöxtun LSR árið 2016 nam 0,8 prósentum, samanborið við 6,5 prósent á síðasta ári, en meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin nam 6,3 prósentum. Hrein raunávöxtun hjá Gildi lífeyrissjóði var neikvæð um 0,9 prósent árið 2016, en var jákvæð um 7,7 prósent árið 2015. Á síðustu fimm árum nam meðaltalið 5,7 prósentum. Hrein raunávöxtun dróst mest saman af öllum sjóðunum hjá LIVE og var neikvæð um 1,2 prósent árið 2016, samanborið við að vera jákvæð um 10,2 prósent árið áður. Á síðustu fimm árum nam meðaltalið 6,4 pró- sentum. Hjá Birtu lífeyrissjóði nam hrein raunávöxtun -1,5 prósentum, samanborið við 8,5 prósent árið áður. Meðaltal síðustu fimm ára nam 5,3 prósentum. Styrking krónunnar hafði umtals- verð áhrif á ávöxtun erlendra eigna lífeyrissjóðanna á liðnu ári, en krónan styrktist um 18,4 prósent á tímabilinu. Gengisáhrif krónunnar til lækkunar á erlendum eignum LIVE námu 21,2 milljörðum króna á árinu 2016. Þetta kom fram í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, þegar hann flutti yfirlit um afkomuna á árinu 2016 á ársfundi sjóðsins. Umhverfið ekki hagfellt „Síðasta ár var þungt og ekki eins og vonir stóðu til. Það liggur í hlutarins eðli að við erum sterk í hlutabréfum og ávöxtun í hlutabréfasafninu var undir væntingum á síðasta ári og við það bætist þessi styrking krónunnar sem skilar því að erlendar eignir okkar eru í neikvæðum tekjum á síðasta ári,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir, stjórnarformaður LIVE. „Þetta er eðli svona safna að þau fara upp og þau fara niður og þá er gríðarlega mikilvægt að við erum langtímafjárfestir og lítum á lengri sögu en bara tólf mánaða. Niður- staða síðasta árs olli vonbrigðum, en sem betur fer eru þau vonbrigði ekki bara bundin við okkar sjóð heldur við kerfið í heild sinni og við erum ekki með lakari niðurstöður en hinir sjóðirnir.“ Hún segir umhverfið sem þeim var skapað ekki hafa verið hag- fellt á síðasta ári. „Það er gríðarlega mikilvægt að við festum okkur ekki í Þungt ár fyrir lífeyrissjóði landsins Þrír af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins voru með neikvæða raunávöxtun á síðasta ári. LSR skilaði jákvæðri ávöxtun. Sterkt gengi krónunnar hafði afgerandi áhrif á afkomu sjóðanna. Sjóðirnir stefna að því að auka umsvif sín erlendis á komandi misserum. Lífeyrissjóður Hrein raunávöxtun á árinu 2016 0,8% 1,2% 0,9% 1,5% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu fimm ár 6,3% 6,4% 5,7% 5,3% Sjóðfélagalán 18,7 milljarðar 31,6 milljarðar 7,3 milljarður 18 milljarðar Breyting milli ára 156 % 640% 234% 15% Gengisáhrif krónunnar til lækkunar á erlendum eignum lífeyrissjóðanna námu tugum milljarða á síðasta ári en þá styrktist gengi krónunnar um rúm 18 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heildareignir 307,4 milljarðar BIRTA 18,3% 59,74% 21 ,9 6% Hlutfall erlendra verðbréfa af heildareignum Hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum Aðrar eignir Heildareignir 720,4 milljarðar LSR 12,7% 23 ,5 % 63,8% Heildareignir 602 milljarðar LIVE 21% 26 %53% Heildareignir 465,1 milljarður Gildi 20,7% 53,3% 2 6% ✿ Fjórir stærstu með yfir 2.000 milljarða eignir Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.