Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 22

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 22
Tónlistarhátíðin Heima hefst í Hafnarfirði í dag, síðasta vetrardag. Þetta er fjórða skiptið sem hátíðin er haldin en hún er hluti af Björtum dögum, fyrstu bæjarhátíð sumarsins, sem haldin er í Hafnarfirði dagana 19.-23. apríl. Heima hefur fest sig í sessi sem skemmtileg og öðruvísi tónlistarhátíð enda er boðið upp á aðra upplifun og meiri nánd en gestir og listamenn eiga að venjast, að sögn Ólafs Páls Gunnarssonar, eins af þremur skipuleggjendum hennar. „Sem fyrr munu nokkrar fjölskyldur opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en á hverju þeirra munu tveir listamenn eða hljómsveitir koma fram. Fríkirkjan í Hafnarfirði hefur ákveðið að opna dyr sínar fyrir okkur auk þess sem sviðið í Bæjarbíói verður notað eins og stofa þar sem tónleikagestir umkringja listamennina á sviðinu og þeir snúa baki í salinn.“ Auk Ólafs koma þau Henný María Frí- mannsdóttir og Tómas Ragnarsson að skipulagi hátíðarinnar. Hugmynd frá Færeyjum Ólafur segir hugmyndina fengna að láni frá frændum okkar Færeyingum. „Fólkið sem stendur að G! Festival í Færeyjum setti á laggirnar Hoyma í Götu í Fær- eyjum haustið 2013. Einn af aðstandendum Hoyma, Jón Tyril, sagði okkur Kristni Sæmundssyni (Kidda í Hljómalind) frá þessari skemmtilegu hugmynd á Airwaves sama ár. Við ákváðum þá að setja upp Heima í Hafnarfirði og nú er hátíðin haldin í fjórða sinn. En Færeyingar voru ekki að finna upp hjólið vegna þess að þeir fengu hugmyndina frá Listahátíð í Reykjavík nokkrum árum fyrr. Hvaðan Listahátíð fékk hana veit ég ekki, en það hefur þekkst í aldir að flutt sé músík heima í stofu.“ Allir spila tvisvar Heima er líklega heimilislegasta tónlistarhátíð landsins enda fara flestir tónleikarnir fram í heima- húsum. „Allir tónleikar eru í kringum 40 mínútur og allir spila tvisvar og á tveimur stöðum, í tveimur mismunandi húsum. Fólkið sem býður heim til sín býður líka flest upp á einhvers konar veitingar, snakk og drykki. Heimilislegt er lykilorðið.“ Hann segir alla listamenn sem koma fram vera sérstakt og gott fólk og auðvitað sé alltaf lögð áhersla á að hafa Hafnfirðinga með. „Hafn- firðingarnir í ár eru Sóley, Marteinn Sindri, Andrés Þór tríó og Auður. Svo hafa færeyskir tónlistarmenn alltaf verið með enda Færeyjar fullar af frábæru tónlistarfólki.“ Auk fyrrnefndra listamann koma fram Gunnar Þórðarson, Soffía Björg, Helgi Hrafn Jónsson, Skítamórall, Listamenn koma sér fyrir á ólíklegustu stöðum, t.d. við stiga heimilisins. MYND/MUMMI LÚ Ekkert er slegið af fjörugri sviðsframkomu þótt spilað sé í stofunni. MYND/MUMMI LÚ Heimamenn skreyta og merkja með sínum hætti. MYND/MUMMI LÚ Framhald af forsíðu ➛ Bambaló, Kött Grá Pje, Lay Low, Kronika, Konni Kass og Heidrik. Aðstandendur Heima vilja sjá hátíðina þroskast og eflast í róleg- heitunum næstu árin. „Við höfum séð hvernig hátíðir á borð við Eistnaflug í Neskaupstað, Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Bræðsluna á Borgarfirði eystri hafa þróast á undanförnum árum. Við viljum sjá Heima þróast í Hafnarfirði með sambærilegum hætti á næstu árum og verða árlegur og spennandi viðburður í öflugri tónlistarflóru landsins.“ Útvarpað á Rás 2 Sem fyrr segir er Heima hluti af Björtum dögum sem hefjast í dag. Sumardeginum fyrsta verður fagn- að á Víðistaðatúni á morgun, söfn og vinnustofur listamanna verða opnar upp á gátt á föstudagskvöld og Bræðralag, stórtónleikar Frið- riks Dórs og Jóns Jónssonar í sam- starfi við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og Lækjarskóla, verða haldnir á laugardaginn þar sem um 200 manna hljómsveit mun flytja þrettán lög þeirra bræðra. Heima verður sett með stuttri athöfn í anddyri Bæjarbíós kl. 19.00 í dag og þar munu handhafar aðgöngumiða fá armbönd afhent og kort af hátíðarsvæðinu, Heima- húsunum sem spilað er í og dagskrá. Fyrstu Heima-tónleikarnir hefjast kl. 20 og þeim síðustu lýkur um kl. 23. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar. Miðasala fer fram á tix.is og nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Heima tónlistar- hátíð. Allir tónleikar eru í kringum 40 mínút- ur og allir spila tvisvar og á tveimur stöðum, í tveimur mismunandi húsum. Fólkið sem býður heim til sín býður líka flest upp á einhvers konar veitingar, snakk og drykki. Ólafur Páll Gunnarsson 365.IS1817MARGFALT SKEMMTILEGRI FÖSTUDAGA KL. 19:45 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5 mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁN MSG P R E N T U N .IS 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.