Fréttablaðið - 19.04.2017, Síða 24

Fréttablaðið - 19.04.2017, Síða 24
Starfsfólk Norræna hússins hvetur þá sem eiga minningar úr húsinu að deila þeim. Þema apríl er 1960+, í maí er það 1970+. Ákveðið hefur verið að efna til opinna húsa í Noræna hús-inu á miðvikudagskvöldum næstu vikur og mánuði og verður gestum og gangandi boðið að deila reynslu sinni úr húsinu og rifja upp gamla tíma. Þeim gefst kostur á að skoða gömul skjöl, sýningarskrár og hinar ýmsu ljósmyndir. Opnu húsin standa út júní og verða svo tekin aftur upp haust. „Það er fólkið sem skapar sög- una,“ segir í tilkynningu frá Nor- ræna húsinu. „Til er fjöldinn allur af gömlum ljósmyndum, skjölum og sýningarskrám í kössum. Þessa kassa á að opna, skoða og greina hvaða saga og minningar finnast í þeim, skrásetja hvaða fólk er á myndunum og heyra hvernig það var að vera í Norræna húsinu á þeim tíma sem myndin var tekin. Þannig verða gögnin verðmætari og við verðum margs vísari um fólkið og sögurnar sem húsið geymir.“ Starfsfólk Norræna hússins hvetur þá sem eiga minningar úr húsinu til að deila þeim: „Ef þú ert einn af þeim sem eiga minningar úr Norræna húsinu hvort sem þær eru skemmtilegar, alvarlegar, spenn- andi eða vandræðalegar viljum við gjarnan fá að heyra þær. Við viljum einnig taka söguna þína upp á myndband svo hún geti lifað áfram í skjalasafni hússins og orðið hluti af lifandi sögu hússins. Vel valdar sögur munu svo verða hluti af afmælissýningu Norræna hússins á næsta ári.“ Fyrsta opna húsið var haldið þann 5. apríl og þá var skjalasafnið formlega opnað. Þemað fyrir apríl er sjöundi áratugurinn (1960+). Þeir sem eyddu tíma í húsinu á þeim tíma fylgdust með byggingu þess og langar að hjálpa til við að fara í gegnum myndir og gögn frá þeim tíma eru sérstaklega vel- komnir. Framvegis verða svo opnaðir nýir kassar í hverjum mánuði sem hér segir: maí: 1970+, júní: 1980+, september: 1990+, október: 2000+ og nóvember: 2010. Í desember verður svo spáð í framtíðina og framtíðarhlutverk hússins. Opnu húsin standa frá kl. 19-21. Gestum boðið að deila reynslu og minningum 50 ár verða liðin frá opnun Norræna hússins 2018. Af því tilefni er nú verið að rifja sögu þess upp. Sætindaþörfin segir oft til sín eftir kvöldmat. Þá er gott að geta skellt í fljótlegan og nánast hollan eftirrétt. Hráefnin eru til á flestum heimilum og því jafnvel ekki þörf á að fara út í búð. Hér er að mestu leyti slumpað og því hægt að laga hlutföllin að smekk. 1 grænt epli, smátt skorið 1-2 tsk. kanill 50 g smjör 2 dl haframjöl 50 g 70% súkkulaði, saxað Möndluflögur, heslihnetuflögur, salthnetur eða aðrar hnetur sem eru til Kókosflögur eða kókosmjöl Þeyttur rjómi Skerið eplin í hæfilega bita. Bræðið smjör í potti. Bætið hafra- mjölinu við og hrærið þar til það er blautt í gegn. Hér er hægt að bæta við smá sykri, hlynsírópi eða ann- arri sætu en það er í raun óþarfi. Súkkulaðið, kanillinn og bökuðu eplin gefa alveg nægilega sætu. Dreifið eplunum í botninn á eldföstu móti, sáldrið kanil yfir. Hellið haframjölsblöndunni yfir eplin. Dreifið súkkulaði yfir ásamt hnetum að eigin vali. Skreytið með kókosflögum. Bakið við 180 gráður þar til hneturnar og kókosinn taka á sig gylltan lit. Berið fram með þeyttum rjóma. Gott með kvöldkaffinu Sumargjöfin fæst í Safnbúðinni Forvitnir ferðalangar, valkyrjur og víkingar Mikið úrval af vönduðum miðalda- og víkingabúningum og leikföngum. Lærðu að binda hnúta 1.550 kr. Sippuband 1.495 kr. Origami hundar og kettir 1.295 kr. Tölvuúr með sterkri pappírs-ól sem má skreyta eftir eigin höfði 1.495 kr. Teygjubyssa með 10 mjúkum kúlum 2.495 kr. Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · www.thjodminjasafn.is Hverfisgata 15 · 101 Reykjavík · Sími 530 2210 · safnahusid.is Njósnapenni 850 kr. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.