Fréttablaðið - 19.04.2017, Side 27

Fréttablaðið - 19.04.2017, Side 27
Það er mikil hagræðing og þægindi fólgin í því að eiga tvö sett af felgum, segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða N1. Þannig tekur t.d. mun styttri tíma að skella felgum undir bílinn bæði vor og haust heldur en að láta umfelga hann. „Auk þess er mun ódýrara að hafa dekkin klár á felgum og skrúfa þau bara undir bílinn. Þannig borgar aukafelgusett sig upp á tiltölulega skömmum tíma. Í nágrannalöndum okkar þekkjast ekki þessar umfelganir á bæði vorin og haustin. Þar eru nánast allir með dekkin klár á felgum og panta tíma þegar þeir vilja fá dekkin undir.“ Bíleigendur geta geymt dekkin á dekkjahóteli N1. „Það kostar um 5.000 kr. að geyma umganginn af fólksbíladekkjum í hálft ár eða milli vertíða og við bjóðum einnig upp á tímapantanir þar. Starfs- menn okkar passa upp á að dekkin séu klár þegar viðskiptavinir þurfa á þeim að halda. Við jafnvægis- stillum þau, förum yfir loftþrýsting og metum ástand dekkjanna. Ef dekkin eru ekki lögleg eða vafi leikur á að þau endist það tímabil sem verið er að sigla inn í, þá látum við viðskiptavini vita af því.“ Þetta fyrirkomulag sparar ekki bara tíma og fyrirhöfn, segir Dagur. „Auk fyrrgreindra kosta minnkar þetta líkur á að dekk og felgur verði fyrir hnjaski við umfelgun. Það fer nefnilega ekki vel með dekk að vera sí og æ að umfelga þau.“ Úrval af gæðafelgum N1 býður upp á mikið úrval af gæðafelgum á góðu verði. „Helsti birgir okkar heitir Alcar en það er þýskt fyrirtæki. Alcar framleiðir sérstaklega vandaðar felgur undir nánast allar gerðir af bifreiðum. Sem dæmi þá kosta 15" felgur frá 12.990 kr. stykkið, 16" felgur eru frá 15.990 kr. og 17" felgur kosta frá 14.990 kr. stykkið.“ N1 býður upp á felgur og dekkja- hótel á öllum verkstæðum sínum. „Síðasta haust tókum við yfir rekstur Gúmmívinnslunnar Réttar- hvammi á Akureyri og þar munum við bjóða alla alhliða dekkjaþjón- ustu, dekkjahótel og felgusölu.“ Öll verkstæði fyrirtækisins eru gæðavottuð af Michelin og eru árlega tekin út af aðilum á þeirra vegum að sögn Dags. „Þetta tryggir viðskiptavinum að ákveðin þekking sé til staðar, að ávallt sé hægt að treysta á fagmannleg vinnubrögð og að umhirða dekkja sé eins og best er á kosið. Verk- stæði okkar hafa skorað mjög hátt í þessum úttektum og einna hæst á öllum Norðurlöndunum.“ Dagur Benónýs- son er rekstrar- stjóri þjónustu- verkstæða N1. MYND/GVA Mikil hagræðing og þægindi N1 kappkostar að bjóða dekk og felgur sem uppfylla óskir og þarfir bíleigenda. Mikil hagræðing og þægindi eru fólgin í því að eiga tvö sett af felgum og það kostar lítið að geyma dekkin hjá N1. Dekkjaverkstæði N1 eru á eftirtöldum stöðum Reykjavík Réttarhálsi 2, s: 440-1328 Bíldshöfða 2, s: 440-1318 Fellsmúla 24, s: 440-1323 Ægisíðu 102, s: 440-1320 Hafnarfjörður Reykjavíkurvegi 56, s: 440-1374 Reykjanesbær Grænásbraut 552, s: 440-1372 Mosfellsbær Langatanga 1a, s: 440-1378 Akranes Dalbraut 14, s: 440-1394 Akureyri Réttarhvammi 1, s: 440-1433 www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnar‡rði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Opið mán –fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is  Michelin CrossClimate Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika. Michelin Energy Saver Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað. Michelin Primacy 3 Einstakir aksturseiginleikar. Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag. Hluti af vorinu Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.