Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 52

Fréttablaðið - 19.04.2017, Page 52
Söngkonan Rihanna klæddist óvenjulegu dressi frá tískuhúsi Gucci á Coachella-tónlistar- hátíðinni á dögunum. Dressið er metið á sem nemur um einni milljón króna og sást á tísku- pallinum hjá Gucci þegar nýjasta haust- og vetrarlínan var kynnt í febrúar. Dressið sem um ræðir sam- anstendur af hlýrabol, gegn- sæjum glimm- e r t o p p , l e g g i n g s - b u x u m úr sama efni og rifnum gallastutt- buxum. Eins og áður sagði eru fötin úr haustlínu Gucci og eru því ekki komin í sölu, þannig að það er greinilegt að Rihanna er á sér- samningi hjá tískuhúsinu. Rihanna birti mynd af sér í dressinu á samfélagsmiðlum og sagðist ekki vera tilbúin að fara heim þar sem ekki væru nógu margir búnir að sjá fötin sem hún klæddist. – gha Klæddist dressi sem metið er á milljón króna Þetta dress sást á tískupallinum hjá Gucci þegar nýjasta vetrarlínan var kynnt. Þættirnir eru byggðir á samnefndri sjálfsævisögu kaupsýslukonunnar Sophiu Christinu Amoruso en Amoruso hóf feril sinn á að stofna eBay-verslun. Verkefnið gekk afar vel og í framhaldinu opnaði hún vefverslunina Nasty Gal sem naut mikillar velgengni. Í kjölfarið komst Amoruso á lista viðskiptatímarits- ins Forbes yfir ríkustu konur heims sem hafa skapað auð sinn sjálfar. Þættirnir Girlboss gefa innsýn í hvernig áhugaverð ævi hinnar 32 ára gömlu Amoruso hefur verið og hvernig hún komst á toppinn. Þess má geta að seint á síðasta ári varð Nasty Gal gjaldþrota en fata- merkið Booboo tók yfir reksturinn og vefverslunin lifir enn þá góðu lífi. „Þetta var fyrsta fyrirtækið mitt og ég komst mjög langt,“ sagði Amoruso á Australia’s Business Chicks-ráðstefn- unni skömmu eftir að í ljós kom að fyrirtækið væri að fara á hausinn. Í dag virðist Amoruso vera að einbeita sér að þáttagerð en hún er einn af framleiðendum Girlboss. Fyrsta sería af Girlboss er í þret- tán þáttum sem koma inn á Netflix 21. apríl. Charlize Theron skein skært á frumsýningu Girlboss Það var fjölmennt á rauða dreglinum þegar Girlboss, ný þáttaröð frá Netflix, var frumsýnd í Hollywood á mánudaginn. Leikkonan Charl- ize Theron er einn framleiðandi þáttanna, hún lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýninguna og skein skært. RuPaul var flottur í tauinu frumsýningunni. Rihanna klæddist Gucci frá toppi til táar á Coachella. 1 9 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ Leikkonan og framleiðandinn Charlize Theron var glæsileg að vanda.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.