Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 31

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 31
Hagkvæm bílafjármögnun fyrir viðskiptavini Með reiknivélinni á arionbanki.is getur þú skoðað greiðslubyrði og hvaða fjármögnunarkostir henta þér. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 5 -0 9 7 2 Varð fljótlega niðurstaðan að halda heim til Íslands. „Við brottfararhliðið bíður okkar rannsóknarblaðamaður og á sama tíma mætir aðstoðarþjálfarinn til að passa að við segjum ekki neitt. Þetta var algjör bilun. Þvílíkt fíaskó.“ Félagið var svipt tveimur titlum og þjálfarinn, sem hafði verið afar sigursæll í þrettán ár hjá skólanum, var rekinn. Jón Arnór var kærkomin viðbót við sterkt lið KR sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn nokkrum vikum síðar. Bónaði bíla í kennaraverkfallinu „Þetta klúðraði öllu,“ segir Jón Arnór um fyrrnefnda atburðarás. Sautján ára var hann kominn á svartan lista og mátti ekki fara til Bandaríkjanna. „Ég lét ekki reyna á það en var til- kynnt af yfirvöldum á Íslandi að ég hefði verið settur á lista með hryðju- verkamönnum,“ segir Jón Arnór. Þótt Jón Arnór væri aðeins tvö ár ytra hafði frammistaða hans kveikt áhuga háskóla í Bandaríkjunum. Meðal annars hins fræga körfubolta- skóla Gonzaga og svo háskólans í Norður-Karólínu, þar sem Michael Jordan spilaði. „Skólarnir héldu áfram að eltast við mig eftir að ég kom heim,“ segir Jón Arnór sem var í vondri stöðu. Hann gat ekki klárað skólann úti í Banda- ríkjunum og fékk aðeins eitt ár af tæpum tveimur metið í menntaskóla hér heima. Hann nam við MS í tvö ár meðfram því að spila með KR. Kenn- araverkfall var í framhaldsskólum á þessum tíma sem Jón nýtti til að bóna bíla með Eggerti bróður sínum. Allt var reynt til að koma honum aftur til Bandaríkjanna. Hann tók tilheyrandi próf og nafn hans var tekið af svarta listanum. Menntaskólaprófið vantaði hins vegar upp á og klukkan tifaði. Hafa verður í huga að nemendur byrja tveimur árum fyrr í háskóla vestan hafs en hér heima. Sumarið 2004 hélt Jón Arnór til Þýskalands á prufu ásamt landsliðs- manninum Loga Gunnarssyni og var Jóni boðinn samningur hjá Frankfurt. Um fyrsta atvinnumannssamninginn hefði verið að ræða sem eðlilegt hefði verið að stökkva á og fagna. Jón hafn- aði honum. Svipurinn með feðgunum Jóni Arnóri og Guðmundi Nóel leynir sér ekki. Ingigerður Jónsdóttir, móðir Jóns sem þekkt er í körfuboltaheiminum sem „Frú Ingigerður“, heimsótti son sinn til Pétursborgar. Jón Arnór, Lilja og krakkarnir eru orðin vön sólardögum á Spáni. Talar sjaldan við Óla bróður Jón Arnór er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stef- anía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild, Stefanía sank- aði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum. Jón segir þá lítið hafa rætt um leiðtogahlut- verkin í landsliðum Íslands. „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnaðarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. ↣ h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 31l A U g A R D A g U R 1 9 . s e p T e m B e R 2 0 1 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.