Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 38
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum fyrir forsetakosn-ingarnar á næsta ári er engan veginn stutt eða hnitmið-uð, þótt vissulega sé hún óspart notuð sem skemmtiefni í fjölmiðlum. Þetta er nærri tveggja ára og harla langdregið ferli, sem fer af stað þegar fyrstu stjórnmálamennirnir tilkynna um framboð og stendur yfir allt þar til kosningarnar eru haldnar. Að þessu sinni var það repúblik- aninn Rand Paul sem reið fyrstur á vaðið stuttu eftir síðustu áramót. Forkosningar flokkanna hefjast svo snemma á næsta ári og kosningarnar verða haldnar í nóvember 2016. Á endanum verður það væntan- lega fjárstyrkur frambjóðendanna sem ræður úrslitum. Þeir leggja ekki minna kapp á að höfða til auðmanna, sem gefa í kosningasjóði, heldur en til almennra kjósenda. Það er ekki síst þar, sem styrkur Donalds Trump liggur. Sjálfur er hann auðmaður, sem hefur gefið í kosningasjóði stjórnmálamanna, en þarf ekki á slíkum gjöfum að halda. Skákar í skjóli eigin auðs Þetta gefur honum frelsi til að vekja athygli almennings með glannalegum Skemmtiefni stjórnmálanna Sjónvarpskappræður repúblikana á fimmtudagskvöldið voru haldnar í forsetabókasafni Ronalds Reagan í Kaliforníu, þar sem forsetaflugvél Reagans er höfð til sýnis. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Repúblikanarnir Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Donald Trump virðist eiga erfiðara með að komast upp með gífur­ yrði. Mætti harðari mótstöðu í kappræðum en hann á að venjast. Enn er þó meira en ár í kosningar og lítið að marka skoðanakannanir. Hillary Clinton 44,7% Bernie Sanders 23,3% Joe Biden 19,2% Meðaltal skoðanakannana 20. ágúst - 13. sept. skv. Realclearpolitics.com Donald Trump 30,5% Ben Carson 20% Jeb Bush 7,8% Ted Cruz 6,8% Marco Rubio 5,3% Mike Huckabee 4,5% Rand Paul 3,3% Carly Fiorina 3,3% Scott Walker 3,0% John Kasich 2,5% Chris Christie 1,5% Rick Santorum 0,8% Rick Perry 0,8% Bobby Jindal 0,5% Lindsey Graham 0,3% Kosningabaráttan langa 10. janúar 2015 Rand Paul lýsir því yfir, fyrstur allra, að hann óski eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2016. janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember 12. apríl, 2015 Hillary Clinton lýsir því yfir að hún óski eftir að verða forsetaefni Demókrata- flokksins. 1. febrúar Forkosningar flokk- anna tveggja hefjast. Fyrst er kosið í Iowa, átta dögum síðar í New Hampshire. 14. júní verða síðustu for- kosningar flokk- anna haldnar, í höfuðborginni Washington. 18. júlí hefst flokksþing repúblikana, þar sem forsetaefni flokksins verður kosið. Flokksþingið verður haldið í Philadelphíu, í Pennsylvaníuríki. 25. júlí hefst flokksþing demókrata, þar sem forsetaefni flokksins verður kosið. Flokksþingið verður haldið í Cleveland í Ohio. 8. nóveMbeR 2016 Kosið verður til þings og forseta í bandaríkjunum 2015 2016 yfirlýsingum og hálfgerðum trúðslát- um, en láta sér í léttu rúmi liggja hvað fjársterku gefendunum sýnist. Hann notar sér þetta líka til að skjóta á mótframbjóðendur sína fyrir að vera háðir fjármagni annarra. Og enn þá ber hann höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur Repúblikana- flokksins í skoðanakönnunum. Trump í vörn Í sjónvarpskappræðum repúblikana á CNN á fimmtudagskvöld átti hann þó aldrei þessu vant í vök að verjast. Mót- frambjóðendur hans eru greinilega orðnir óhræddari við að skjóta á móti. Einn þeirra, Scott Walker, ríkis- stjóri í Wisconsin, sagði enga þörf fyrir lærling í Hvíta húsið. Og Bobby Jindal sagði demókratann Hill- ary Clint on,  sem líklegust þykir til að keppa um forsetaembættið við einn repúblikananna,  græða mest á persónulegum svívirðingum eins og Trump hefur stundað í kosninga- baráttunni. Líklega var það samt Carly Fior- ina, eina konan í hópi repúblikana á sviðinu, sem kom stærsta högginu á Trump að þessu sinni, þegar hún var spurð út í niðrandi ummæli hans um útlit hennar. Þá sagði hún: „Ég held að allar konur í Bandaríkjunum hafi heyrt mjög greinilega hvað Trump sagði.“ Trump varð heldur vandræða- legur, og ekki tókst honum að bæta stöðu sína þegar hann í framhaldinu lét þess getið að sér þætti hún bara afskaplega falleg. Hreyfingar á fylgi Þegar skoðanakannanir eru skoðaðar vekur reyndar sérstaka athygli að sá frambjóðenda repúblikana, sem hefur unnið mest á undanfarið, er heila- skurðlæknirinn Ben Carsons, sem er eins ólíkur Trump og hugsast getur. Carson talar varlega og reynir jafnan að vera málefnalegur, og það hefur skilað honum því að vera kom- inn upp í 20 prósenta fylgi. Hann er þar með í öðru sæti á eftir Trump, sem er með 30 prósent í skoðana- könnunum. Hinir eru allir langt á eftir þeim báðum. Þann fyrirvara verður þó að gera að enn er meira en ár í kosningar og skoðanakannanir nú þar af leiðandi lítt marktækar. Clinton dalar Hjá demókrötum er það enn Hillary Clinton, sem er með öruggt forskot, en þetta forskot hefur hins vegar minnkað töluvert á síðustu vikum. Þar á væntanlega einna stærstan hlut vandræðagangur hennar vegna tölvu- pósta, sem hún vistaði á einkavefþjón þegar hún var utanríkisráðherra í stað- inn fyrir að nota ráðuneytisvefþjón. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir þetta háttalag og ekki tekist almenni- lega að snúa sig út úr því, þótt hún segi hreint út að þetta hafi stafað af klaufa- skap hennar sjálfrar og vankunnáttu. Hún var lengi vel með 60 prósenta fylgi en er nú komin niður undir 40 prósent, og bæði Joe Biden varafor- seti og róttæklingurinn Bernie Sand- ers hafa unnið verulega á síðustu vikurnar. Mest hefur þar komið á óvart hið góða gengi Bernie Sanders, sem höfð- ar sérstaklega til grasrótarandstöðu við auðvaldið og stendur með þeim sem minna mega sín. Bobby Jindal sagði demókratann Hillary Clinton, sem líklegust þykir til að keppa um forsetaembættið við einn repúblikananna, græða mest á persónulegum svívirðingum eins og Trump hefur stundað í kosningabaráttunni. » 1 9 . s e p t e M b e R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R38 H e L G i n ∙ F R É t t A b L A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.