Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 42

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 42
Fólk| helgin RósenbeRg bReytist í tötRakRá Tónleikarnir verða haldnir á mánu- daginn og hefjast klukkan 20.30. tónleikarnir, sem Brynhildur heldur í félagi við píanóleikarann Aðalheiði Þorsteinsdóttur, verða haldnir á Rosenberg við Klapparstíg. Tilefnið er í senn sumarlok og haust- koma. Í fyrri hlutanum verður haust- inu sungið lof og tregi og flutt lög eftir ýmsa höfunda. Í síðari hlutanum, sem er tileinkaður tónlist Kurt Weill og textum Bertolt Brecht, breytist staður- inn í tötrakrá þar sem margsigld kona í lífsins ólgusjó syngur um ævi og ástir á hausti lífsins. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi tónlistar Kurt Weill og sérstaklega hrif- in af þeirri tónlist sem hann samdi við texta Bertolt Brecht. Ég hélt tónleika tileinkaða þeim í vor í félagi við Aðal- heiði, Sigtrygg Baldursson og Margréti Erlu Maack. Eins og oft vill verða með einstaka viðburði voru einhverjir sem misstu af og ég ákvað því að endurtaka leikinn. Þá var reyndar að koma sumar og allir á ferðalagi. Weill samdi undur- fallegt lag sem heitir Septembersong á New York árum sínum og ég ákvað því að miða á haustið,“ útskýrir Brynhild- ur en að þessu sinni verða þær Aðal- heiður aðeins tvær. Þegar Brynhildur fór að fara í saumana á frekari efnistökum rakst hún á mörg lög sem tengjast þessari árstíð. „Haustið er að mínu mati bæði sjarmerandi og tregafullt. Þá hafa per- sónurnar í lögum Kurt Weill í gegnum tíðina oft verið að byrja haustið í lífi sínu og sömuleiðis þær konur sem eru til umfjöllunar í lögunum. Þær eru flestar lífsreyndar og hafa átt misgott líf. Þetta eru með öðrum orðum þrosk- aðar konur og þar fannst mér komin önnur hausttenging.“ Brynhildur segir tónlist Kurt Weill einstaklega vel samda og texta Bertolt Brecht bæði beitta og sársaukafulla, en þeir eru til í íslenskum þýðingum Þorsteins Gylfasonar. „Þó efnið sé nær hundrað ára gamalt er ýmislegt sem talar inn í samtímann og má til dæmis nefna vændisumræðuna, enda margar af persónunum sem um ræðir vændis- konur að segja frá örlögum sínum. Það verður því smá broddur í þessu. Það má segja að þetta sé síðasta vespa sumarsins,“ segir Brynhildur glettin. Fyrir hlé munu þær Brynhildur og Aðalheiður flytja lög eftir Joseph Kosma, Cumulus og Tove Janson, Sprengjuhöllina, Skálmöld og jafnvel Earth Wind and Fire. „Ég er forfallinn Skálmaldaraðdáandi og liður í undir- búningnum verður að fara á tónleika með þeim á Gauknum í kvöld en á mánudag mun ég svo syngja mitt uppáhalds Skálmaldarlag sem heitir ein- mitt Að hausti. Ég mun þó ekki geta sungið það í upp- runalegri útgáfu þar sem það er ekki nógu mikið af rafmagnsgít- urum í hljóm- sveitinni okkar Aðalheiðar. Ég hef ekki heldur náð tökum á hinum stórkostlega söngstíl Björg- vins Sigurðs- sonar, söngvara hljómsveitar- innar. Ég mun því syngja lagið með mínu nefi og túlkun en ég hef mjög gaman af því að breyta samhengi hlutanna og sjá hvað gerist. Þarna verða líka fleiri lög sem eru ekki endilega hönnuð fyrir eina kvenmanns- rödd og píanó en við ætlum samt að prófa. Þá mun ég lauma inn litlum frá- sögnum á milli atriða og vona að þetta verði notaleg kvöldstund.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.  n vera@365.is haustinu sungið lof og tRegi septembeRsöngvaR Brynhildur Björnsdóttir er vön því að hafa mörg járn í eldinum. Hún er bæði söngkona og leikkona en hefur síðustu ár að mestu fengist við gerð barnaefnis og var um árabil annar umsjónarmaður Leyni­ félagsins á RÚV. Hún heldur tónleika undir yfirskriftinni Septembersöngvar á mánudag og undirbýr sig með því að fara á Skálmaldartónleika í kvöld. fallegaR laglínuR og beittiR textaR Brynhildur hefur alltaf verið mikill aðdáandi kurt Weill. Síðari hluti tónleikanna verður tileinkaður tónlist hans og textum Bertolt Brecht. Þá breytist Rosenberg í tötrakrá þar sem margsigld kona í lífsins ólgusjó syngur um ævi og ástir á hausti lífsins. MYND/STEFÁN Fæst í apótekum og heilsubúðum w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : vi te x eh f Friðsælar nætur Streitulausir dagar Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Vísindaleg sönnun á virkni http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16053244 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18066139 Melatónin Náttúrulegt Upplýsingasími 896 6949 og www.vitex.is ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Upplýsingar www.SUPERBEETS.is vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa Nýsköpunarmiðstöð Íslands NO. - 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Betri heilsa Fæst í apótekum og heilsubúðum LAGERSALA AÐEINS ÞESSA HELGI! laugardag 11-17 og sunnudag 13-17. Undirföt-Sundföt- Náttföt-Sloppar.. Bláu húsunum við Faxafen. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 LEIÐSÖGUNÁM - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 I - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Umsögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar sem fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinnumöguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.