Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 44
Fólk| helgin nánar á Codhead.net Sýningin verður opnuð klukkan tvö og stendur til 27. september. Á heimasíðunni codhead.net má sjá úrval af verkum Haraldar Inga í rafrænni bók. Þar munu einnig birtast myndir af sýningunni. að sögn myndlistar-mannsins Haraldar Inga Haraldssonar er Codhead heimur þar sem jakkafataklætt fólk með bindi og þorskhaus sinnir marg- víslegum viðfangsefnum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. „Codhead er sam- stofna orðinu Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið. Þorskdómur og guð- dómur.“ Haraldur Ingi hefur fengist við Codhead síðan 2000. „Þetta er pólitísk list og fjallar að hluta til um heim- speki rándýrsins; græðgi, eigingirni og miskunnarleysi sem er kjarni nýfrjálshyggju- stjórnarhátta Vesturlanda.“ Haraldur Ingi segir hrunið á Íslandi árið 2008 hafa af- hjúpað inngróna spillingu íslensks samfélags og með- virkni á ævintýralega háu stigi. „Allt þetta dregur kraft úr samfélögum og ógnar framtíð almennings. Þetta er mér ofarlega í huga. Þá er ég mjög upptekinn af hefðbundnum úrlausnum í framsetningu myndlistar; jafnt hvað varðar litameðferð, myndbyggingu og aðra framsetningar- tækni, en á sýningunni verða málverk unnin með blandaðri tækni á pappír. Þau eru öll frá 2014-2015.“ Á meðan á sýningunni stendur mun Haraldur Ingi vinna að ýmsum verkefnum sem eru í farvatninu og ræðst opnunartíminn af þeirri vinnu. Hann býst þó við að opið verði frá um það bil átta á morgnana og fram á kvöld. „Þegar skiltið er úti og ljós í glugga þá er opið.“ PólItíSk lISt Haraldur Ingi Haraldsson opnar vinnustofusýn- ingu í sýningarsal Myndlistarfélagsins í Lista- gilinu á Akureyri undir nafninu Codhead XI á laugardag. Hún fjallar að hluta til um kjarna ný- frjálshyggjustjórnarhátta. Þorskdómur Codhead er samstofna orðinu Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið.  Þorskdómur og guðdómur. listamenn þurfa oft að pakka niður afrakstrinum á vinnustofunni eftir sumarið og því tilvalið að efna til Lista- messu að hausti. Við ætlum að stilla upp verkum á básum og leggjum áherslu á minni verk. Listamennirnir sýna sitt, kynna sig og vonandi freista fólks til þess að fjárfesta í myndlist,“ segir Þóra Karlsdóttir, myndlist- armaður og formaður Gilfélags- ins, en Gilfélagið stendur fyrir Listamessu í Deiglunni í dag, milli klukkan 14 og 17. Þar mun stór hópur lista- manna sýna og selja verk sín en Þóra kynntist slíku fyrirkomu- lagi erlendis. „Ég hef búið víða um heim í yfir 20 ár og var vön að fara á listamessur þar sem margir listamenn söfnuðust saman og seldu verk sín. Þetta hefur ekki verið gert áður hér í Listagilinu en verður vonandi til þess að auka fjölbreytnina. Með þessu verður einnig til vettvangur og tækifæri fyrir listamenn að koma verkum sínum á framfæri. Það skapast öðruvísi stemm- ing en þegar verk eru sett upp í sal, þá er ekkert endilega á hreinu hvort um sölusýningu er að ræða. En þarna verður það alveg á hreinu,“ segir Þóra. „Við hlökkum til að taka á móti gestum. Það má segja að lista- messan sé eins og smá upp- skeruhátíð eftir sumarmánuð- ina en margir listamenn nýta sumarið til að skapa. Ég sé fyrir mér að gera þetta á stærri skala. Myndlistarmenn þurfa stöð- ugt að minna á sig,“ segir Þóra en nýlega stóð Gilfélagið fyrir sérstakri sýningu, Salon des Refusés, í Deiglunni. „Þá héldum við sýningu með þeim listamönnum sem sóttu um á haustsýningu Listasafns Akureyrar og var hafnað, eins og impressjónistarnir gerðu í gamla daga. Svona „rebel“ sýn- ingar eru haldnar um allan heim og Gilfélagið er grasrótarfélag, það á að ögra öðru hvoru.“ Sjálf heldur Þóra vinnustofu í Listagilinu. Yfirstandandi er gjörningur hennar 280 kjólar, 40 vikur, 9 mánuðir þar sem hún klæðist nýjum kjól hvern dag í 280 daga og birtir ljósmynd á Facebook. Nýlega komst hún yfir 200 kjóla markið. „Þetta fer að hafast,“ segir hún sposk. Listamessan hefst í dag klukk- an 14 í Deiglunni í Listagilinu og stendur til klukkan 17. selja afrakstur sumarsins listaverkamarkaður Norðlenskir listamenn efna til listaverkamarkaðar í Deiglunni á Akureyri í dag. Gilfélagið stendur fyrir viðburðinum. Þóra Karlsdóttir formaður félagsins segir markaðinn eins konar uppskeruhátíð listamanna. salon des refusés Gilfélagið setti upp sýningu á verkum þeirra sem ekki komust inn í haustsýningu listasafns Akureyrar á dögunum í Deiglunni. gróska litríkt listalíf er á Akureyri. Í dag selja listamenn verk sín í Deiglunni milli klukkan 14 og 17. myndir/Þóra Karlsdóttir Bio Kult Candéta inniheldur góðgerla, hvítlauk og grape seed extract Styrkir meltinguna, vinnur á Candida sveppasýkingu í meltingavegi “Mikill munur á húðinni og meltingunni” Lilja Dröfn Kristinsdóttir „Bio Kult Candéa hefur breytt lífi mínu“ Fjölnir Kvaran “Loksins laus við ristilkrampaköstin” Jóhanna Þorvaldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.