Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 44
Fólk| helgin
nánar á Codhead.net
Sýningin verður opnuð klukkan tvö og stendur til 27. september. Á
heimasíðunni codhead.net má sjá úrval af verkum Haraldar Inga í
rafrænni bók. Þar munu einnig birtast myndir af sýningunni.
að sögn myndlistar-mannsins Haraldar Inga Haraldssonar er
Codhead heimur þar sem
jakkafataklætt fólk með bindi
og þorskhaus sinnir marg-
víslegum viðfangsefnum í
umhverfi sem skilgreinir
heiminn. „Codhead er sam-
stofna orðinu Godhead og á
einhvern hátt nánast sama
orðið. Þorskdómur og guð-
dómur.“
Haraldur Ingi hefur fengist
við Codhead síðan 2000.
„Þetta er pólitísk list og
fjallar að hluta til um heim-
speki rándýrsins; græðgi,
eigingirni og miskunnarleysi
sem er kjarni nýfrjálshyggju-
stjórnarhátta Vesturlanda.“
Haraldur Ingi segir hrunið
á Íslandi árið 2008 hafa af-
hjúpað inngróna spillingu
íslensks samfélags og með-
virkni á ævintýralega háu stigi. „Allt þetta dregur kraft úr samfélögum
og ógnar framtíð almennings. Þetta er mér ofarlega í huga. Þá er ég
mjög upptekinn af hefðbundnum úrlausnum í framsetningu myndlistar;
jafnt hvað varðar litameðferð, myndbyggingu og aðra framsetningar-
tækni, en á sýningunni verða málverk unnin með blandaðri tækni á
pappír. Þau eru öll frá 2014-2015.“
Á meðan á sýningunni stendur mun Haraldur Ingi vinna að ýmsum
verkefnum sem eru í farvatninu og ræðst opnunartíminn af þeirri
vinnu. Hann býst þó við að opið verði frá um það bil átta á morgnana
og fram á kvöld. „Þegar skiltið er úti og ljós í glugga þá er opið.“
PólItíSk lISt
Haraldur Ingi Haraldsson opnar vinnustofusýn-
ingu í sýningarsal Myndlistarfélagsins í Lista-
gilinu á Akureyri undir nafninu Codhead XI á
laugardag. Hún fjallar að hluta til um kjarna ný-
frjálshyggjustjórnarhátta.
Þorskdómur Codhead er samstofna orðinu
Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið.
Þorskdómur og guðdómur.
listamenn þurfa oft að pakka niður afrakstrinum á vinnustofunni eftir sumarið
og því tilvalið að efna til Lista-
messu að hausti. Við ætlum að
stilla upp verkum á básum og
leggjum áherslu á minni verk.
Listamennirnir sýna sitt, kynna
sig og vonandi freista fólks til
þess að fjárfesta í myndlist,“
segir Þóra Karlsdóttir, myndlist-
armaður og formaður Gilfélags-
ins, en Gilfélagið stendur fyrir
Listamessu í Deiglunni í dag,
milli klukkan 14 og 17.
Þar mun stór hópur lista-
manna sýna og selja verk sín en
Þóra kynntist slíku fyrirkomu-
lagi erlendis.
„Ég hef búið víða um heim
í yfir 20 ár og var vön að fara
á listamessur þar sem margir
listamenn söfnuðust saman og
seldu verk sín. Þetta hefur ekki
verið gert áður hér í Listagilinu
en verður vonandi til þess að
auka fjölbreytnina. Með þessu
verður einnig til vettvangur
og tækifæri fyrir listamenn að
koma verkum sínum á framfæri.
Það skapast öðruvísi stemm-
ing en þegar verk eru sett upp
í sal, þá er ekkert endilega á
hreinu hvort um sölusýningu
er að ræða. En þarna verður
það alveg á hreinu,“ segir Þóra.
„Við hlökkum til að taka á móti
gestum. Það má segja að lista-
messan sé eins og smá upp-
skeruhátíð eftir sumarmánuð-
ina en margir listamenn nýta
sumarið til að skapa. Ég sé fyrir
mér að gera þetta á stærri skala.
Myndlistarmenn þurfa stöð-
ugt að minna á sig,“ segir Þóra
en nýlega stóð Gilfélagið fyrir
sérstakri sýningu, Salon des
Refusés, í Deiglunni.
„Þá héldum við sýningu með
þeim listamönnum sem sóttu
um á haustsýningu Listasafns
Akureyrar og var hafnað, eins
og impressjónistarnir gerðu í
gamla daga. Svona „rebel“ sýn-
ingar eru haldnar um allan heim
og Gilfélagið er grasrótarfélag,
það á að ögra öðru hvoru.“
Sjálf heldur Þóra vinnustofu
í Listagilinu. Yfirstandandi er
gjörningur hennar 280 kjólar, 40
vikur, 9 mánuðir þar sem hún
klæðist nýjum kjól hvern dag í
280 daga og birtir ljósmynd á
Facebook. Nýlega komst hún
yfir 200 kjóla markið. „Þetta fer
að hafast,“ segir hún sposk.
Listamessan hefst í dag klukk-
an 14 í Deiglunni í Listagilinu og
stendur til klukkan 17.
selja afrakstur sumarsins
listaverkamarkaður Norðlenskir listamenn efna til listaverkamarkaðar í Deiglunni á Akureyri í dag. Gilfélagið stendur fyrir
viðburðinum. Þóra Karlsdóttir formaður félagsins segir markaðinn eins konar uppskeruhátíð listamanna.
salon des refusés Gilfélagið setti upp sýningu á verkum þeirra sem ekki komust
inn í haustsýningu listasafns Akureyrar á dögunum í Deiglunni.
gróska litríkt listalíf er á Akureyri. Í dag selja listamenn verk sín í Deiglunni milli
klukkan 14 og 17. myndir/Þóra Karlsdóttir
Bio Kult Candéta inniheldur góðgerla,
hvítlauk og grape seed extract
Styrkir meltinguna, vinnur á
Candida sveppasýkingu í meltingavegi
“Mikill munur á húðinni og meltingunni”
Lilja Dröfn Kristinsdóttir
„Bio Kult Candéa hefur breytt lífi mínu“
Fjölnir Kvaran
“Loksins laus við ristilkrampaköstin”
Jóhanna Þorvaldsdóttir