Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 56
| AtvinnA | 19. september 2015 LAUGARDAGUR12 Verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnisstjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkur laust til umsóknar. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfsemi Náms- flokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar og skólahljómsveita. Markmið Jafnréttisskólans er að efla jafnréttisstarf í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar, sbr. aðalnámskrár leik- og grunnskóla, 23. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla sem og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnisstjóri Jafnréttisskólans starfar á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf Jafnréttisskólans og þróa það enn frekar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni. Helstu verkefni og ábyrgð • Að skapa vettvang fyrir jafnréttis- og kynjafræðslu í skóla- og frístundastarfi í anda laga og mannréttindastefnu borgarinnar. • Veita ráðgjöf, fræðslu og stuðning til starfsmanna í leik- skólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum um jafn- réttismál. • Taka þátt í miðlægri stefnumótun á skóla- og frístundasviði og stefnumótun á starfsstöðum þess í tengslum við jafn- réttisfræðslu. • Þróa og viðhalda vef um jafnréttisfræðslu. • Fylgjast með nýjungum á sviði jafnréttisfræðslu og í kynja- fræði. • Eiga samstarf við sérfræðinga í jafnréttis- og kynjafræðum innan og utan skóla- og frístundasviðs. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám í kynjafræði, sambærileg menntun eða haldgóð reynsla af kennslu um kynjafræðileg málefni. • Reynsla af jafnréttisverkefnum æskileg. • Kennsluréttindi eru æskileg og/eða reynsla af starfi með börnum og ungmennum. • Reynsla af verkefnisstjórn og innleiðingu verkefna æskileg. • Áhugi og þekking á birtingamyndum margþættrar mismun- unar. • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi. • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember 2015. Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2015. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu, sími 411 1111. Netfang: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is H V êT A H ò S I� /S êA Ð 1 5- 12 21 Orkuveita Reykjavíkur er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenningu 2002 og 2013 Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á www.or.is Orkuveita Reykjavíkur leitar að forstöðumanni til að leiða Reikningshald OR. Viðkomandi verður hluti af stjórnendateymi síns sviðs og mun bera ábyrgð á þjónustu einingarinnar við fyrirtæki samstæðunnar sem eru Veitur, Orka náttúrunnar, Gagnaveita Reykjavíkur og OR. Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðri samskiptahæfni og þjónustulund ásamt sjálfstæði, frumkvæði og öguðum vinnbrögðum. Forstöðumaður Reikningshalds starfar á Fjármálasviði OR og ber ábyrgð á reiknings- haldi og uppgjöri OR. Starfs- og ábyrgðarsvið • Leiða og styðja öflugan hóp starfsmanna • Daglegur rekstur einingarinnar • Umsjón með uppgjöri og reikningshaldi samstæðunnar • Ráðgjöf og þjónusta við dótturfélög OR • Greiningarvinna, eftirlit og prófanir • Mótun stefnu og framtíðarsýnar Menntunar - og hæfnikröfur • Háskólapróf í viðskiptafræði skilyrði • Reynsla af uppgjörsvinnu og samstæðuuppgjöri skilyrði • Löggildingarpróf í endurskoðun kostur • Stjórnunarreynsla æskileg • Mjög gott vald á íslensku og ensku Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is. Þú sækir um á ráðningavef Orkuveitunnar starf.or.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2015. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Forstöðumaður Reikningshalds Laus eru til umsóknar þrjú störf sérfræðilækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Starfsvettvangur innan spítalans verður ýmist við Hringbraut eða í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% en hlutastarf kemur til greina. Störfin veitast frá 1. janúar 2016 eða eftir nánara samkomulagi. SÉRFRÆÐILÆKNIR Svæfinga- og gjörgæslulækningar Helstu verkefni og ábyrgð Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost. Hæfnikröfur • Reynsla í kennslu og vísindavinnu er æskileg en ekki skilyrði • Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við yfirlækna deildarinnar • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frekari viðbótarnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum er æskilegt en ekki skilyrði (t.d. barnasvæfingar, gjörgæslulækningar, verkjalækningar) • Íslenskt sérfræðileyfi í svæfinga- og gjörgæslulækningum • Sérfræðistörf í samráði við yfirlækni sérgreinarinnar, s.s. vinna á skurðstofum, gjörgæslu, móttöku, við svæfingar á útstöðvum sjúkrahússins, bráðameðferð og meðhöndlun bráðra og langvinnra verkja • Þátttaka í bakvöktum og bundnum staðarvöktum samkvæmt vaktafyrirkomulagi sérgreinarinnar • Þátttaka í kennslu og vísinda- vinnu í samráði við yfirlækna og prófessor Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2015. Fullt starf (100%) er bundið við sjúkrahúsið eingöngu. Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf”. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi vottfestar upplýsing- ar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Nánari upplýsingar veita Gísli Vigfússon, yfirlæknir, (gislivig@landspitali.is, 825 3542) og Alma Dagbjört Möller, framkvæmdastjóri (almam@landspitali.is, 543 1000).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.