Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 57
Spennandi störf
á upplýsinga- og tæknisviði
Tækniþjónusta – netkerfi
Við leitum að reynslumiklum, metnaðarfullum og skemmtilegum
einstaklingi til að ganga til liðs við tækniþjónustu bankans. Starfið
felst í rekstri á netkerfi bankans með rekstraröryggi að leiðarljósi.
Helstu verkefni
· Hönnun og rekstur á netkerfi bankans
· Samskipti við birgja um innkaup á búnaði
· Uppsetning og rekstur á netbúnaði
· Umsjón og rekstur á eftirlitskerfum
fyrir netkerfið
Hæfniskröfur
· Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði
verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Cisco gráður skilyrði (CCNP eða hærra)
· Ítarleg, a.m.k fimm ára, reynsla af rekstri netkerfa skilyrði
· Reynsla af rekstri símkerfa kostur
· Þekking á Agile, Scrum, ITIL og Lean aðferðafræðum æskileg
· Forritunarþekking, t.d. á TCL og Python, kostur
Nánari upplýsingar veita
Bjarni Örn Kærnested, forstöðumaður tækniþjónustu,
sími 444 7225, netfang bjarni.kaernested@arionbanki.is.
Brynja B. Gröndal mannauðsstjóri,
sími 444 6386, netfang brynja.grondal@arionbanki.is.
Framlínulausnir – vörustjóri veflausna
Við leitum að öflugum aðila í starf vörustjóra veflausna hjá framlínu-
lausnum bankans. Vörustjóri veflausna er ábyrgur fyrir þróun kerfa
á borð við netbanka, app, ytri vefi og eignafjármögnun.
Helstu verkefni
· Greining á þeim kerfum sem vörustjóri er ábyrgur fyrir
· Að tryggja rétta forgangsröðun og undirbúning verkefna fyrir
framleiðsluteymi og birgja
· Utanumhald útgáfu kerfa og samskipti við notendur og birgja
· Starfar eftir Scrum aðferðafræði
Hæfniskröfur
· Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði,
verkfræði eða sambærileg menntun
· Gott vald á rituðu máli, íslensku og ensku
· 3–5 ára reynsla af störfum í greiningu
· Þekking á .NET, MS SQL og Team Foundation Server
· Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni
· Reynsla úr fjármálageiranum æskileg
Nánari upplýsingar veita
Hilmar Karlsson, forstöðumaður framlínulausna,
sími 444 6420, netfang hilmar.karlsson@arionbanki.is.
Brynja B. Gröndal mannauðsstjóri,
sími 444 6386, netfang brynja.grondal@arionbanki.is.
Ef þú vilt vinna í spennandi, framsæknu og kre¢andi viðskiptaumhverfi þar sem unnið er í
markvissri teymisvinnu gætir þú ᤠheima í okkar frábæra liði. Við leitum að fólki með góða
samskiptahæfni og mikla þjónustulund sem getur unnið sjálfstæ¤ sem og í teymi.
Sótt er um störfin á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is
Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2015. Fullum trúnaði er
heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Samskipti og tengsl starfsfólks og
viðskiptavina er kjarni starfseminnar. Allt sem við gerum tekur mið af því – þannig
látum við góða hluti gerast. Við leggjum mikið upp úr fagmennsku, jákvæðum
starfsanda og að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi. Arion banki leggur áherslu
á jafnan rétt kvenna og karla til starfa og hlaut nýverið Jafnlaunavottun VR.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
5
-1
9
7
6