Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 78
Fólk| helgin Markmið fyrirlestranna „Verum ástfangin af líf­inu“ sem Þorgrímur Þrá­ insson flytur um þessar mundir í grunnskólum landsins er að kveikja neista í ungmennunum svo þau beri sig eftir draumum sínum í stað þess að treysta á aðra. „Hvert og eitt okkar er kraftaverk og í ljósi þess að við notum aðeins lítinn hluta af hæfi­ leikum okkar almennt geta allir gert miklu betur og náð lengra en þá órar fyrir. Við erum öll okkar eigin gæfu smiðir,“ segir Þorgrím­ ur. Hann stefnir að því að halda fyrirlesturinn í öllum grunnskól­ um í vetur og áþekkan fyrirlestur í fyrirtækjum. „Það er ekki síðra að fá að vera með hugleiðingar um lífið og tilveruna í hópi full­ orðinna.“ Það eru allir leitandi Til þess að fylgja fyrirlestrunum eftir stofnaði Þorgrímur Face­ book­síðu með sama heiti og fyr­ irlestrarnir. „Vinur minn, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi hand­ boltahetja, sem hlýddi á fyrirlest­ urinn, ráðlagði mér að opna síðu til fylgja eftir því sem ég segði við krakkana svo þeir gætu horft á fleiri myndbönd, prentað út eyðu­ blöð um markmiðasetningu og fundið annað efni. Á örfáum dög­ um hafa um þrjú þúsund horft á myndböndin og ég bæti fleirum við með reglubundnum hætti.“ Verum ástfangin af lífinu inni­ heldur stutt myndbönd sem ættu að hvetja fólk til að lifa frábæru lífi, bera ábyrgð á velferð sinni, hrósa og gera góðverk. Spurður að því hvort Íslendingar tengi almennt við þessa lýsingu segir Þorgrímur að allir Íslendingar sem hann þekki tengi við hana. „Kannski þekki ég bara ákveðna tegund Íslendinga?“ spyr hann sig í kjölfarið og bætir svo við: „Það eru allir leitandi, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki, leitandi eftir innri ró eða sínum sannleika en á meðan við lifum lífinu fyrir utan okkur sjálf, í kapphlaupi eftir hégóma, þá nálgumst við síður okkar innri sannleika.“ dreyMir uM jafnvægi Þorgrímur segir það ekki hvarfla að sér að halda að lífið sé ein­ göngu það sem við okkur blasir dagsdaglega. „Ég er leitandi eins og aðrir og finn frið í náttúrunni, þögninni, einverunni en ég er líka fullkom­ lega frjáls þegar ég held fyrir­ lestra. Það eru forréttindi að fá að hitta ungt fólk og sá fræjum og á þeim vettvangi liggur ástríða mín um þessar mundir.“ Spurður að því hvort sá andlegi þanka­ gangur sem lesa má á milli lína hjá Þorgrími hafi ágerst hjá honum með hækkandi aldri og auknum þroska svarar hann: ,,Ég sveiflast á milli þess að vilja feta í fótspor Gísla á Uppsölum og þess að vera í hringiðunni með lands­ liðinu í knattspyrnu, eldlínunni. Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð en mig dreymir um að kafa dýpra í „andann“ og vera ávallt í fullkomnu jafnvægi, hvað sem á dynur.“ Þorgrímur ver helginni á Austurlandi og ætlar líklega að kíkja á steinasafnið hennar Petru á Stöðvarfirði og trítla á einhver fjöll ef vel viðrar. Hann var til í að svara nokkrum spurningum um hvernig dæmigerðum helgum hjá honum er háttað. „Dæmigerð helgi hjá mér er Kaffitár í Bankastræti snemma á laugardegi. Kíki á leik hjá Val eða Víkingi Ólafsvík, velti síðan vöngum yfir því hvort ég eigi að taka til og ryksuga heima en slíkar vangaveltur skemma ekki kvöldið. Sunnudagar eru áþekkir; vinna, fjölskyldan, jafnvel golf ef vel viðrar.“ Hver er óskamorgunmatur- inn um helgar? Að fara með fjölskylduna í Sandholt bakarí á Laugavegi og njóta þess góðmetis sem er þar í boði, og ljúka honum með súkkulaðikrossant og cap­ puccino. Hver er yfirleitt helgar- morgunmaturinn? Hafragrautur og banani en annað slagið fæ ég mér ristað kaffibrauð á Kaffitári í Bankastræti með smjöri, sultu og osti. Það er ljúffengt. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Gott leikhús er gulls ígildi og að fara út að borða í góðra vina hópi en ég rata ekki um skemmtistaði borgarinnar. Sefur þú út um helgar? Stundum nýt ég þess að vakna ekki fyrr en ég er búinn að sofa en það er frekar fátítt á fjölmennu heimili. Vakir þú fram eftir? Þeim dögum fer fækkandi enda nýt ég þess í botn að vera á milli svefns og vöku því þá flýg ég oft á vit ævintýranna. Ég held að ég sé geimvera, eins og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöld- in? Ég er ekki kvöldlystugur en ef ég finn nammi á heimilinu hverfur það fljótt. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Allir dagar hjá mér eru nammidagar en ég nýti mér það sjaldan. Lakkrís­ rúllur eru freistandi sem og líf­ rænt súkkulaði sem frúin fellur oft fyrir. Hún er reyndar í áskrift hjá einhverju kókosbollufyrirtæki sem er með heimsendingarþjón­ ustu. Ekki hafa það eftir mér! Hvað verður í sunnudags- kaffinu? Ég verð á Austurlandi fram í byrjun október, dvel án efa í góðu yfirlæti hjá Ingimari Jóns­ syni á Stöðvarfirði um helgina og kíki með honum í steinasafn Petru. Kannski verða bláber í sunnudagskaffinu, kleinur eða bara harðfiskur.  n liljabjork@365.is Í góðu jafnvægi Ég sveiflast á milli þess að vilja feta í fótspor Gísla á Uppsöl- um og þess að vera í hringiðunni með landsliðinu í knattspyrnu, eldlínunni. Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð en mig dreymir um að kafa dýpra í „andann“ og vera ávallt í fullkomnu jafnvægi. forréttindi að hitta ungt fólk kveikir neista Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson ferðast nú um landið og flytur fyrirlesturinn „Verum ástfangin af lífinu“ í grunnskólum landsins. verður á austurlandi Þorgrímur ver helginni á Austurlandi og ætlar líklega að kíkja á steinasafnið hennar Petru á Stöðvarfirði og trítla á einhver fjöll ef vel viðrar. MYND/STEFÁN Nýjar vörur frá OLSEN VILTU DANSA FYRIR OKKUR? Skráning í áheyrnarprufur er hafin. Smelltu þér inn á www.stod2.is/talent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.