Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 86
Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hag­fræðingurinn John M ay n a r d Ke y n e s fram hugmyndina um „tæknilegt atvinnu­ leysi“. Áhyggjur Keynes beindust að hættulegu og yfirvofandi umróti á vinnumarkaði sem orsakaðist af innreið véla á kostnað verkamanna. Í dag – 80 árum eftir að varnaðarorð Keynes féllu – óttast margir hagfræð­ ingar stöðnun markaða. Að þróaðri markaðir séu staddir í langdregnu tímabili þar sem færri störf verða til, framleiðni minnkar og tekjur dragast saman hjá flestum. Á öndverðum meiði eru tveir pró­ fessorar við tækniháskólann í Mass­ achusetts (MIT). Annar er Andrew McAfee og hinn er hinn íslensk ættaði Erik Brynjolfsson. Í bókinni „The Second Machine Age“ sem var gefin út sumarið 2014 færa þeir rök fyrir því að efnahagur heimsins sé á barmi stórfelldra breytinga. Með tilkomu tækja sem byggja á gríðarlegum fram­ förum í sjálfvirkni, gervigreind og hinni stafrænu byltingu internetsins sjá McAfee og Brynjolfsson tímabil vaxtar á sjóndeildarhringnum. Þetta verður þriðja iðnaðarbyltingin. Veldisaukning á öllum sviðum Að mati prófessoranna hverfist þessi bylting um veldisvöxt á ýmsum svið­ um framleiðslu og þróunar. Veldis­ vöxtur hefur átt sér stað í vinnslu­ minni tölva, framleiðslu snjalltækja og gagnasöfnum netheima. Í þessu felst vöxtur á hraða sem er í beinu hlutfalli við stærðina sjálfa og þegar tölurnar tvöfaldast á hverju ári verður á endanum erfitt að átta sig á umfangi og áhrifum. Veldisaukning samhliða framförum í vísindum og verkfræði hefur fært okkur samfé­ lag sem nú reiðir sig að mörgu leyti á gervigreind og sjálfvirkni. Að mati McAfee og Brynjolfsson er núverandi stöðnun í atvinnusköpun og fram­ leiðslu vaxtarverkir þessa nýja, sjálf­ virka samfélags. Í „The Second Mach­ ine Age“ benda þeir á að það hafi tekið áratugi fyrir framleiðendur að átta sig á og læra á gufuvélina, sama á við um rafvæðingu verksmiðja, fjöldaframleiðslu og framleiðslu­ línuna. Vegleg gjöf nýsköpunar McAfee og Brynjolfsson hafa engu að síður áhyggjur af því hvernig þessar breytingar verða innleiddar. Þeir taka Instagram og Kodak sem dæmi. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu frá stofnun Instagram til eins milljarðs Bandaríkjadala yfirtöku Facebook á fyrirtækinu höfðu 130 milljónir manna deilt 16 milljörðum mynda í gegnum þjónustuna. Örfáum mán­ uðum eftir yfirtökuna fór Kodak á hausinn. Brynjolfsson og McAfee benda á að markaðsvirði Facebook og Instagram er nú margfalt meira en Kodak þegar best lét og fámennur hópur innan Facebook hefur nú milljarða dala milli handanna. Þessi hópur hefur tæplega fimm þúsund manns á launaskrá. Þegar Kodak var á toppnum unnu tæplega 150 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Í bók sinni hvetja prófessorarnir frumkvöðla, ríkisstjórnir og einstak­ linga til að íhuga næstu skref. Nauð­ synlegt sé að búa svo um hnútana að sem flestir hagnist á sjálfvirkni­ væðingunni miklu sem nú knýr á dyr. Samúðin heldur velli Annað tvíeyki fræðimanna hefur nú reiknað líkur tölvuvæðingar rúmlega 700 mismunandi starfa. Þetta eru dr. Carl Benedikt Frey og dr. Michael A. Osborne en þeir eru báðir prófess­ orar við Oxford­háskóla. Rannsókn þeirra er sú fyrsta sinnar tegundar. Þeir reiknuðu út hversu móttækileg ákveðin störf eru fyrir sjálfvirkni og tölvuvæðingu út frá nokkrum lykil­ þáttum. Líklegasta starfið til að falla í hend­ ur tölvunnar er símasölumennska (99%), þar á eftir kemur vélritari (98,5%) og í því þriðja er löglærður aðstoðarmaður (97,6%). Þessi þrjú störf eru þegar orðin sjálfvirk að ein­ hverju leyti og vélvæðing þeirra mun seint hafa mikil áhrif. Neðar á listan­ um flækjast málin. Ráðskonan er í 35. sæti (94,4%), þjónninn er númer 52 (89,9%) og byggingaverkamaðurinn í 95. sæti (80%). Frey og Osborne benda á að störf símasölumanneskjunnar og gjaldker­ ans krefjist ákveðinnar víxlverkunar. Þrátt fyrir það þarfnist þessi störf ekki félagslegrar hæfni á háu stigi og séu þar með í hættu á sjálfvirkni­ væðingu. Vélarnar eru jafnframt lík­ legar til að erfa störf sem krefjast fimi og krafta enda hafa miklar framfarir átt sér stað í þróun vélmenna. Þangað til að tilfinningarík gervi­ greind lítur dagsins ljós eru störf félagsráðgjafa, sálfræðinga og hjúkr­ unarfræðinga óhult. Samkvæmt Frey og Osborne eru starfssvið sem krefjast hluttekningar afar ólíkleg til að falla í vélrænar hendur. Sama á við um listamenn, hönnuði, rithöfunda og fleiri sem reiða sig á sköpunar­ gáfu í starfi sínu. Þannig eru líkur á að vélaverkfræðingurinn haldi velli en hann er í 268. sæti (13,1%), ásamt sjúkraliðanum (4,9%) og tónlistar­ manninum (4,5%). Frey og Osborne gera síðan ráð fyrir að starfssvið hótel stjórans verði óhult um ókomna tíð en þeir eru neðstir á lista (0,4%). Ný störf fyrir nýja tíma Það eru skiptar skoðanir á því hvað sjálfvirknivæðing starfa þýðir í raun og veru. Þýðir það að störfum fækk­ ar? McAfee og Brynjolfsson segja svo ekki vera. Ómögulegt sé að áætla um þróun vinnumarkaða þegar róttækar nýjungar eru annars vegar. Ný störf verða til á grunni nýrra aðstæðna. „Ef þú horfir aðeins á aðstæður eins og þær voru þegar innleiðing sjálf­ virkni átti sér stað þá munt þú sjá fækkun starfa,“ ritaði framtíðarfræð­ ingurinn Ray Kurzweil í bók sinni How to Create a Mind. „Þetta er það sem verkamenn í textílverksmiðjum sögðu snemma á 20. öldinni. Nýju störfin urðu til vegna aukinnar vel­ megunar og nýrra atvinnugreina sem áður fyrr voru duldar.“ tækni Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Innreið gervigreindar og sjálfvirkni á vinnumarkaði er ekki nýtt fyrirbæri en framfarir á þessum sviðum ógna nú mörgum starfsstéttum. Fræðimenn segja efnahag heimsins á barmi stórfelldra breytinga um þessar mundir. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Líkur á að störf verði sjálfvirkni að bráð Símasölumanneskja 99,0% Vélritari 98,5% Löglærður aðstoðarmaður 97,6% Gjaldkeri 96,8% Móttökustjóri 95,6% Skattasérfræðingur 95,3% Ráðskona 94,4% Húsgagnasmiður 91,6% Gjaldkeri í verslun 90,2% Þjónn 89,9% Þaksmiður 89,7% Öryggisvörður 89,3% Bréfberi 85,8% Slátrari 84,6% Múrari 82,0% Málari 80,9% Byggingaverkamaður 80,0% Barþjónn 76,8% Bóndi 75,8% Matreiðslumaður 73,4% Lestarstjóri 67,8% Garðyrkjumaður 66,9% Götusópari 66,3% Umsjónarmaður 66,3% Rútubílstjóri 61,2% Leigubílstjóri 56,8% Bókasafnsfræðingur 51,9% Pípulagningamaður 48,7% Útfararstjóri 45,4% Bólstrari 38,6% Matreiðslumeistari 36,6% Rithöfundur 32,7% Hárgreiðslumaður 32,7% Tölfræðingur 14,7% Ökukennari 13,4% Vélaverkfræðingur 13,1% Rafmagnsverkfræðingur 10,2% Blaðamaður 8,4% Flugumferðarstjóri 7,2% Byggingaverkamaður 7,1% Sjúkraliði 4,9% Tónlistarmaður 4,5% Félagsráðgjafi 4,3% Listamaður 3,8% Arkitekt 1,8% Hjúkrunarfræðingur 0,9% Sálfræðingur 0,7% Hótelstjóri 0,4% Líkur eru á að þjónar missi lífsviðurværi sitt í hendur vélanna. Þeir reiknuðu út hversu móttækileg ákveðin störf eru fyrir sjálfvirkni og tölvu­ væðingu út frá nokkrum lykilþáttum. » 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r42 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.