Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 116
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is,
Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407:
Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
12.09.15-
18.09.15
ÞÍN STUND
ÞINN STAÐUR
Jahn
Aamodt
Leggur grunn að góðum degi
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 | Opið virka daga frá kl. 10-18 & Laugard. frá kl. 11-16
Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 | Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 |
www.betrabak.is
TIMEOUT hægindastóllinn er hannaður af Jahn Aamondt með
fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Stóllinn fæst hjá Betra Baki
í ótal útfærslum. Svörtu leðri og hnotu, svörtu leðri og ljósri eik,
lime grænu, rauðu eða hvítu leðri og svörtum botni, brúnu leðri
allan hringinn, gráu slitsterku áklæði o.fl., með eða án skemils.
Svart leður og hnota
379.980
krónur með skemli
Hugleiðsla er
til þess fallin,
líkt og íslenska orðið
gefur til kynna, að
hvíla hugann og átta
sig á því hvar maður
er á þeirri stundu sem
maður er að hugleiða.“
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dóms- og kirkjumálaráð-
herra, mun leiða hálf-
tíma langa hugleiðslu-
tíma tvisvar í viku
frá október.
Magnús Skarphéðinsson er hagvanur í
leikhúsunum og festir kaup á 140 leikhús-
kortum á hverju ári.
5.500 manns mættu á tónleika Jessie J
sem fram fóru í Laugardalshöll síðastliðinn
þriðjudag.
Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýndi
nýjustu fatalínu sína á „Ones to Watch“ á
London Fashion Week í gær.
Margir þekktir Íslendingar mættu á frum-sýningu Everest á fimmtudags-kvöld. Baltasar
Kormákur, leikstjóri myndarinnar,
var sjálfur á staðnum og ræddi við
gesti fyrir myndina. Meðal annars
bað hann alla Íslendinga sem unnu
að myndinni um að koma fremst í
salinn, til þess að sýna viðstöddum
hversu margir héðan lögðu hönd á
plóg. Mikill fjöldi Íslendinga vann
við myndina og sinnti hinum ýmsu
störfum, til dæmis tæknivinnslu
myndarinnar, sem gagnrýnendur
eru flestir sammála um að sé stór-
kostleg.
Ráðherrar lofa Everest
Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu
Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna
og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, en hún hefur fengið
jákvæð viðbrögð víða um heim.
Fangaði
RaunvERuLEikann
Vilborg Arna Gissurardóttir reyndi
við toppinn á Everest í fyrra.
Þetta var alveg mögnuð upplifun. Manni
finnst raunar alveg ótrúlegt hvað mann-
eskjur eru tilbúnar til að leggja á sig: Bæði þetta
fólk sem hefur ástríðuna fyrir fjallgöngunni sem
myndin fjallar um, en ekki síður þeir sem taka að sér
að miðla þessari sögu til okkar með þessum
hætti. Manni finnst líka ótrúlegt að
Íslendingur sé kominn í þá stöðu að hafa
tækifæri til að búa til svona listaverk.
Það er mjög merkilegt og fyllir mann af
ákveðnu stolti.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Everest er frábær mynd. kvikmyndagerð
er mikilvæg og öflug atvinnugrein og það
er augljóst að við eigum fólk í greininni sem er á
heimsmælikvarða. Baltasar heldur áfram að gera
frábæra hluti og ekki má gleyma Daða Einarssyni –
tæknibrellurnar voru framúrskarandi líkt og
í öðrum myndum sem hann hefur komið
nálægt.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
sjávarútvegs- og umhverfisráðherra
Mér fannst myndin alveg stórkostleg.
Maður upplifði atburðarásina mjög
sterkt í henni, þetta var allt svo raunveru-
legt fyrir manni. Myndin verður allt að því
„brútalt“ raunveruleg. Þessi mynd og stærðin
á henni sýnir auðvitað þá stöðu sem
Baltasar er kominn í sem leikstjóri.
Svona stór mynd vekur athygli á ís-
lenskri kvikmyndagerð og íslenskri
menningu.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra
Mér fannst eitt af augnablikum kvöldsins
vera þegar Baltasar safnaði öllum
Íslendingunum sem unnu að myndinni saman. Þótt
myndin hafi ekki verið tekin hér þá er hún íslensk.
Þetta er stórmynd á alla mælikvarða og virkilega
raunveruleg. Mér varð kalt þegar það varð snjó-
stormur í myndinni og hefði viljað fá húfu og
vettlinga á köflum. Myndatakan var flott og
íslenski hluti myndarinnar – eftirvinnslan
og tæknin – var framúrskarandi. vonandi
verður þetta til þess að draga meira af
slíkri vinnu hingað til lands.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Mér finnst myndin
mjög góð og veru-
lega raunveruleg. Ég þekki
aðstæður á Everest náttúru-
lega vel, líka eftir að það
koma upp stórslys. Ég varð
bara orðlaus þegar ég horfði
á myndina, því þeir ná þessu
svo vel. umhverfið er bara
eins og það er í alvörunni. Ég
þekki auðvitað ágætlega til og
fylgdist með tökum á meðan ég
var á Everest. Ég þekki marga
sem voru í myndinni og hef
upplifað ýmislegt með þessu
fólki. Myndin var stórkostleg
og situr í mér.
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r72 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð