Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 2
✿ Meðallaun starfsmanna fjármálafyrirtækja Í þúsundum króna *í % á milli kannana Meðallaun allra 692 Hækkuðu um 18% Stjórnendur 1.226 24%hækkun* Millistjórnendur 26%801 hækkun Sérfræðingar 15%720 hækkun Tölvunarfræðingar og kerfisstjórar 13%777 hækkun Ráðgjafar 18%498 hækkun Fulltrúar 4%470 hækkun Gjaldkerar 27%434 hækkun Spánn Minnst þrettán manns létu lífið í rútuslysi rétt fyrir utan Barce­ lona í gær. Rútan ók á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, ökumaður og far­ þegi í þeim bíl komust lífs af. Flestir þeirra látnu eru skipti­ nemar en 57 nemendur á vegum Erasmus voru um borð í rútunni sem var á leið til Barcelona eftir útihátíð um helgina. 43 slösuðust og 28 það alvarlega að þurfti að færa þau á spítala. Ekki er búið að bera kennsl á þá látnu en í rútunni voru meðal annars nemendur frá sextán mismunandi löndum. Einungis konur létu lífið í slysinu. Tildrög slyssins eru nú til rann­ sóknar. Rútubílstjórinn lifði slysið af og hefur verið færður í hendur lögreglu. – srs Námsmenn létust í rútuslysi Veður Í dag er gert ráð fyrir suðlægri eða breytilegri átt, víða 3-8. Dálítil rigning eða súld og líkur á slyddu inn til landsins, en þurrt að mestu austan til á landinu. hiti 1 til 6 stig, mildast um landið sunnanvert. Sjá Síðu 20 kjaraMál Gjaldkerar, millistjórn­ endur og stjórnendur eru þeir starfs­ menn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjara­ könnun Samtaka starfsmanna sem framkvæmd var í febrúar síðastliðn­ um. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnun­ inni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 pró­ sent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannana. Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kann­ ana. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrir­ tækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þús­ und krónur í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín hækkaði um 4,9 pró­ sentustig milli kannana og nam 79,6 prósentum í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamning­ um. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svar­ enda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsald­ urs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósentum í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnuninni. ingvar@frettabladid.is Stjórnendur banka og gjaldkerar hækka mest Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa hækkað um allt að fjórðung síðustu þrjú ár. Mest hafa laun gjaldkera og stjórnenda hækkað. Fleiri segjast ánægðari með laun sín en áður. Meðallaun gjaldkera eru rúmar 430 þúsund krónur. Á þriðja tug þátttakenda spreyttu sig á Íslandsmótinu í súludansi sem fram fór í Gamla bíói í gær. Troðfullt var í húsinu og kepptu bæði kynin en jafnframt var keppt í mörgum aldurshópum. FRéTTablaðið/STeFán Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði lögregluMál Karlmaður á fer­ tugsaldri var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tíu í gærmorgun vegna brota á vopna­ lögum. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu var maðurinn með tvo hnífa á sér og hafði verið að ógna öðrum karlmanni með þeim. Sá sem bar hnífana er sagður hafa verið í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis­ og fíkni­ efnaneyslu og var vistaður í fanga­ klefa. Lögregla var einnig kölluð á vett­ vang í miðbænum um klukkan fimm aðfaranótt sunnudags vegna tilkynningar um líkamsárás. Þar hafði karlmaður verið ítrekað sleginn í andlitið og þurfti hann að leita sér aðstoðar á slysadeild. Árásarmaðurinn var farinn þegar lögreglan kom á vettvang en upplýsingar eru sagðar liggja fyrir um hann. – bá Ógnaði manni með hnífum 692 þúsund voru meðalheildar- laun þeirra sem svöruðu DanMörk Anker Jørgensen, fyrr­ verandi forsætisráðherra Dana, er látinn 93 ára að aldri. Hann var for­ sætisráðherra á árunum 1972­1973 og aftur á árunum 1975­1982. Hann var formaður Sósíaldemókrata­ flokksins á árunum 1973­1987. Lars Christensen, alþjóðahag­ fræðingur og fyrrverandi aðalhag­ fræðingur Danske Bank, minntist Jørgensen á Facebook i gær. Hann segist ekki hafa verið mikill aðdá­ andi Jørgensens sem forsætisráð­ herra en að viðfangsefni í dönskum stjórnmálum hafi verið mjög erfitt á síðari hluta áttunda áratugnum. „Áföllin í dönskum stjórnmálum í lok áttunda áratugarins voru mjög mikil og Danir hefðu staðið frammi fyrir miklum vanda, óháð því hver væri forsætisráðherra.“ – jhh Fyrrverandi ráðherra látinn Á þriðja tug keppenda í súludansi 2 1 . M a r S 2 0 1 6 M á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.