Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 24
Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræð­ ingur hjá Hugtaki, mannauðsráð­ gjöf, segist kannast við þessa van­ líðan. „Við höfum komið að ýmsum erfiðum starfsmannamálum,“ segir hún. „Það eru eineltismál, áreitni, ágreiningur á vinnustað, sam­ skiptaörðugleikar, vinnustreita eða merki um kulnun í starfi,“ út­ skýrir hún. Yfirleitt eru það stjórn­ endur fyrirtækja sem leita til Hug­ taks um aðstoð vegna vandamála á vinnustað. Jóhanna Ella hefur verið með námskeið og fræðslu í fyrirtækjum víðs vegar um landið. „Við höfum verið með mjög vinsælt námskeið sem heitir Jákvæð samskipti á vinnustað og lausn ágreiningsmála. Þar tökum við dæmi um ágrein­ ing sem getur komið upp í opnum rýmum. Þetta námskeið hefur feng­ ið mjög góðar viðtökur. Við höfum bæði farið í stærri og minni fyrir­ tæki og stofnanir, til dæmis hjá lögreglunni um allt land. Góð sam­ skipti eru mikilvæg í öllu vinnu­ umhverfi. Það hjálpar mikið þegar stjórnendur viðurkenna að vandi sé til staðar hjá fyrirtækinu og leita sér faglegrar aðstoðar.“ Þegar Jóhanna Ella er spurð hvort opin vinnurými geti skapað óþægindi á vinnustað svarar hún því játandi. „Það þekkist. Vegna nándarinnar er alltaf möguleiki á truflun og óþægindum. Opin rými eru góð að mörgu leyti, þau eru hagkvæm og auðvelda samráð og samvinnu. Hins vegar er meira um hljóð­ og sjónáreiti sem getur haft truflandi áhrif á athygli, líðan og skapandi hugsun. Það eru kostir og gallar. Fólk er auðvitað mjög mismun­ andi móttækilegt fyrir utanað­ komandi áreiti. Sumir taka ekkert eftir umhverfishljóðum á meðan aðrir eru mjög viðkvæmir fyrir þeim. Sömuleiðis er fólk mismun­ andi félagslynt upp á samvinnu og samtöl. Básar teljast líka til op­ inna rýma þótt þeir gefi smáveg­ is einangrun. Það fer eftir starf­ semi fyrirtækisins hvað sé heppi­ legra. Stjórnendur fyrirtækja þurfa þó alltaf að bjóða upp á eitthvert lokað rými þar sem fólk getur farið í einrúm. Ákveðin verkefni krefj­ ast stundum mikillar einbeitingar. Best væri að bjóða upp á sveigjan­ leika, að hægt sé að komast í lokað athvarf eða vinna heima þegar þörf er á slíku næði.“ Jóhanna Ella kannast við ónæði af snjallsímum sem margir kvarta yfir. „Stundum þarf að setja ákveðnar vinnureglur um notkun á snjalltækjum í vinnu. Símar geta líka truflað fundi. Það yrði til bóta að fyrirtæki settu reglur varðandi þessa notkun,“ segir hún. Ánægja í vinnu skiptir vinnu­ veitendur máli, neikvæð samskipti geta skapað mikla erfiðleika og óánægju. Slík staða getur þróast í alvarleg vandamál á vinnustað. Jó­ hanna segir að fólk hafi látið ýmis­ legt yfir sig ganga eftir hrunið en það sé að breytast. „Ég held að með komandi kynslóðum láti fólk meira í sér heyra. Ungt fólk er opið og meðvitaðra um vinnuréttindi. Allir verða þó að hafa í huga að starfs­ menn er líka ábyrgir fyrir því að skapa góða vinnumenningu og sýna gott fordæmi.“ Jákvæð samskipti á vinnustað mikilvæg Líðan í vinnunni skiptir miklu máli fyrir framleiðni. Samkvæmt sænskri könnun finnur tæplega helmingur skrifstofufólks fyrir einhvers konar streitu eða vanlíðan í opnum vinnurýmum. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um góð samskipti á vinnustað. Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og einn eigenda Hugtaks, mannauðsráðgjafar. Vanlíðan í vinnu geta skapað vandamál á vinnustað. MYND/STEFÁN Vefurinn TED (www.ted.com) hefur notið mikilla vinsælda um allan heim um margra ára skeið. Þar má finna fjölda áhugaverðra og um leið hæfilega stuttra fyrir­ lestra um ýmis ólík viðfangsefni, þ. á m. mörg sem gagnast fólki í atvinnulífinu. Fyrirlestrarnir hafa verið ókeypis síðan árið 2006 og í dag er hægt að finna þar um 2.400 fyrir lestra, m.a. sem tengjast markaðsfræði, sölu, fjármálum, frumkvöðlafræði og stjórnun. Nær allir fyrirlestr­ arnir eru undir 20 mínútum að lengd sem gerir þá enn þægilegri og formið á þeim er létt, skemmti­ legt og fyrir lesarar upp til hópa af­ slappaðir og áreynslulausir. Meðal frægra stjórnenda úr at­ vinnulífinu sem hægt er að hlýða á er Bill Gates stofnandi Micro­ soft, Sheryl Sandberg, einn lykil­ stjórnenda hjá Facebook, Rich­ ard Branson, stofnandi Virgin, og Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, svo nokkur nöfn sé nefnd. Vefurinn er mjög vinsæll og hafa vinsældirn­ ar aukist jafnt og þétt. Sem dæmi má nefna að árið 2011 hafði verið horft og hlustað á um 500 milljónir fyrirlestra. Ári síðar var talan komin í um 1 millj­ arð og hún hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. Þrátt fyrir vinsældir þeirra og út­ breiðslu eru þeir ekki allra. Sumum finnst þeir draga upp full einfalda mynd af viðskiptalífinu og öðrum þáttum lífsins. Sívaxandi vinsæld­ ir gefa þó til kynna að sá hluti sé í miklum minnihluta.TED vefurinn er starfræktur af Sapling stofnuninni sem er ekki rekin í gróðaskyni. GaGnleGur fróðleikur Markaðsgúrúinn Seth Godin er einn fjölmargra sérfræðinga á TED. 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Posar sem henta þínum rekstri Söluaðilar geta leigt posabúnað sem uppfyllir þeirra kröfur. Hægt er að velja um frístandandi posa, þráðlausa og posa tengda afgreiðslukerfi. Hvernig posi hentar þínum rekstri? ÞÚ SÉRÐ UM SÖLUNA – VIÐ SJÁUM UM GREIÐSLUNA H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 6 -0 9 2 4 FYrirTækJaþJóNuSTa kynningarblað 21. mars 20164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.