Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 46
2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r6 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ h e i m i l i 365.is Sími 1817 Sportpakkinn er tilvalinn fyrir þá sem elska íþróttir. Enski boltinn, Meistaradeildin, Evrópuboltinn ásamt spjallþáttum með spekingunum. Körfubolti, Formúlan, NFL, bardaga- íþróttir og margt annað sem fær hjartað til að slá örar. YFIR 1.300 BEINAR ÚTSENDINGAR Á ÁRI Sportpakkinn inniheldur: Stöð 2 Sport, hliðarrásir, Eurosport, Extreme Sport, Motors TV, Sky News, NBA TV, MUTV, LFC TV og Chelsea TV. ENDALAUST NET Á 1.000 KR. FYLGIR SPORTPAKKA 365* *Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is. Samsetning sjónvarpspakka getur breyst án fyrirvara. Ýmissa spennandi grasa kenndi á nýliðnum HönnunarMars en fjöldi íslenskra hönnuða kynnti nýjar vörur. Ingibjörg Ósk Þorvalds- dóttir keramiker heldur úti vinnu- stofu í Íshúsinu í Hafnarfirði þar sem fjöldi skapandi fólks hefur komið sér fyrir. Ingibjörg kynnti tvískipta blómapotta úr postulíni í versluninni Hrím Eldhús á Lauga- vegi. „Þetta eru sjálfvökvandi pottar úr postulíni í tveimur hlutum, sá efri fyrir mold og jurtina og neðri hlutinn er fyrir vatn. Úr moldar- pottinum liggur band niður í vatnið sem sér um að draga vökva til jurt- arinnar,“ útskýrir Ingibjörg. „Ég kalla þennan pott Lífæð. Þráðurinn sem veitir vatninu er eins og naflastrengur til jurtarinn- ar. Ég hannaði pottana með krydd- jurtarækt í huga en auðvitað ganga þeir vel undir hvaða blóm sem er, sem kemst fyrir í pottinum.“ Pottarnir fara vel í glugga. Þægilegt er að ganga um þá en á neðri hlutanum er stútur til að hella vatni í pottinn. Stúturinn virkar einnig sem hald til að stinga þumlinum í og ná taki á pottinum. „Stúturinn er hentugt hald þegar potturinn er færður til í glugganum og eins til að færa hann yfir á matarborðið, svo fólk geti klipið beint af jurtinni á disk- inn og út í súpuna. Ég geri það sjálf og finnst þægilegt. Pottinn gerði ég í nokkrum litum fyrir Hönnun- arMarsinn og á sýningunni raðaði ég mismunandi litum saman. Það kemur skemmtilega út,“ segir Ingi- björg en potturinn fæst í svörtu, sandlitu og appelsínugulu. Á næstu vikum stendur til að framleiða fleiri liti. En hvernig voru viðtökurnar á marsinum? „Það gekk mjög vel á Hönnunar- Marsinum og pottarnir eru þegar komnir í sölu í Hrími Eldhúsi. Svo sel ég þá einnig á vinnustofunni hjá mér í Íshúsi Hafnarfjarðar. Nánar má forvitnast um hönnun Ingibjargar undir heitinu inosk á Facebook. Sjálfvökvandi blómapottar Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir keramiker kynnti tvískipta kryddjurtapotta á nýliðnum HönnunarMars. Pottana kallar hún lífæð, þeir eru sjálfvökvandi og fáanlegir í nokkrum litum. Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir keramiker kynnti nýjar vörur á HönnunarMars. MyNd/ANtoN brINk Potturinn Lífæð er sjálfvökvandi kryddjurtapottur. Potturinn fæst í svörtu, appelsínugulu og sandlitu en von er á fleiri litum. Stútur er á neðri hlutanum til að hella vatni í pottinn. Stúturinn virkar einnig sem gott hald á pottinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.