Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 46
2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r6 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ h e i m i l i 365.is Sími 1817 Sportpakkinn er tilvalinn fyrir þá sem elska íþróttir. Enski boltinn, Meistaradeildin, Evrópuboltinn ásamt spjallþáttum með spekingunum. Körfubolti, Formúlan, NFL, bardaga- íþróttir og margt annað sem fær hjartað til að slá örar. YFIR 1.300 BEINAR ÚTSENDINGAR Á ÁRI Sportpakkinn inniheldur: Stöð 2 Sport, hliðarrásir, Eurosport, Extreme Sport, Motors TV, Sky News, NBA TV, MUTV, LFC TV og Chelsea TV. ENDALAUST NET Á 1.000 KR. FYLGIR SPORTPAKKA 365* *Undanskilið er aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is. Samsetning sjónvarpspakka getur breyst án fyrirvara. Ýmissa spennandi grasa kenndi á nýliðnum HönnunarMars en fjöldi íslenskra hönnuða kynnti nýjar vörur. Ingibjörg Ósk Þorvalds- dóttir keramiker heldur úti vinnu- stofu í Íshúsinu í Hafnarfirði þar sem fjöldi skapandi fólks hefur komið sér fyrir. Ingibjörg kynnti tvískipta blómapotta úr postulíni í versluninni Hrím Eldhús á Lauga- vegi. „Þetta eru sjálfvökvandi pottar úr postulíni í tveimur hlutum, sá efri fyrir mold og jurtina og neðri hlutinn er fyrir vatn. Úr moldar- pottinum liggur band niður í vatnið sem sér um að draga vökva til jurt- arinnar,“ útskýrir Ingibjörg. „Ég kalla þennan pott Lífæð. Þráðurinn sem veitir vatninu er eins og naflastrengur til jurtarinn- ar. Ég hannaði pottana með krydd- jurtarækt í huga en auðvitað ganga þeir vel undir hvaða blóm sem er, sem kemst fyrir í pottinum.“ Pottarnir fara vel í glugga. Þægilegt er að ganga um þá en á neðri hlutanum er stútur til að hella vatni í pottinn. Stúturinn virkar einnig sem hald til að stinga þumlinum í og ná taki á pottinum. „Stúturinn er hentugt hald þegar potturinn er færður til í glugganum og eins til að færa hann yfir á matarborðið, svo fólk geti klipið beint af jurtinni á disk- inn og út í súpuna. Ég geri það sjálf og finnst þægilegt. Pottinn gerði ég í nokkrum litum fyrir Hönnun- arMarsinn og á sýningunni raðaði ég mismunandi litum saman. Það kemur skemmtilega út,“ segir Ingi- björg en potturinn fæst í svörtu, sandlitu og appelsínugulu. Á næstu vikum stendur til að framleiða fleiri liti. En hvernig voru viðtökurnar á marsinum? „Það gekk mjög vel á Hönnunar- Marsinum og pottarnir eru þegar komnir í sölu í Hrími Eldhúsi. Svo sel ég þá einnig á vinnustofunni hjá mér í Íshúsi Hafnarfjarðar. Nánar má forvitnast um hönnun Ingibjargar undir heitinu inosk á Facebook. Sjálfvökvandi blómapottar Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir keramiker kynnti tvískipta kryddjurtapotta á nýliðnum HönnunarMars. Pottana kallar hún lífæð, þeir eru sjálfvökvandi og fáanlegir í nokkrum litum. Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir keramiker kynnti nýjar vörur á HönnunarMars. MyNd/ANtoN brINk Potturinn Lífæð er sjálfvökvandi kryddjurtapottur. Potturinn fæst í svörtu, appelsínugulu og sandlitu en von er á fleiri litum. Stútur er á neðri hlutanum til að hella vatni í pottinn. Stúturinn virkar einnig sem gott hald á pottinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.