Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 21
Fyrirtækjaþjónusta 21. mars 2016 Kynningarblað Síminn | IKEA | Faktoría Fimmtán hundruð fyrirtæki eru í stýringu hjá fyrirtækjaþjónustu Símans eftir að þjónustunni var umbylt á síðasta ári. Fyrirtækj- unum fjölgaði um fjögur hundr- uð milli ára og stefnir Síminn á að fjölga þeim sem fá sinn eigin þjón- ustufulltrúa enn frekar, að sögn Þórðar Guðjónssonar, forstöðu- manns Viðskiptastýringar og sölu hjá Símanum. Hann er stoltur af niðurstöðunni og segir breyting- una hafa mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum. „Samhliða aukinni sjálfvirkni í þjónustu okkar fórum við líka í þveröfuga átt, persónugerðum þjónustuna og tókum fleiri fyrir- tæki inn í stýringu. Við sáum að markaðurinn kallaði eftir slíkum breytingum og tókum með mark- vissum hætti á tímasóun í ferlum með þeim árangri að tíminn nýtt- ist til hins betra fyrir viðskipta- vini okkar. Fjarskiptamarkaðurinn breytist hratt og þá er lykilatriði að halda viðskiptavinum ánægðum og veita þeim eins góðar vörur og þjón- ustu og hægt er. Þjónusta Símans á fyrirtækjamarkaði er eins og við viljum hafa hana; framúrskarandi.“ Mikil ánægja Viðskiptavinir Símans á fyrir- tækjamarkaði hafa tekið breyting- um afar vel að sögn Þórðar. „Það er óhætt að segja að fyrirtæk- in hafi tekið þessum breytingum fagnandi. Við finnum fyrir mikilli ánægju. Viðskiptavinum finnst stór plús að hafa nú persónulegan tengi- lið innan Símans sem gætir hags- muna þeirra og sparar þeim um leið tíma.“ Þórður segir að fyrir smærri fyrirtæki sé breytingin sérstak- lega þægileg enda hafi þau færri starfsmenn innanborðs til að sinna fjarskiptamálum. „Þá er gott að vita af tengilið sínum hjá Símanum sem þekkir þarfir fyrirtækisins og sér til þess að viðkomandi fyrirtæki sé í eins góðum málum og hægt er á hverjum tíma.“ Hann segir sérgrein Símans að bjóða góða þjónustu. „Þjónusta getur ráðið úrslitum þegar kemur að því að velja við hvaða fjarskipta- fyrirtæki er skipt. Því bjóðum við fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við okkur eina yfirferð á kjörum og áskriftum að lágmarki einu sinni á ári. Viðskiptavinir eru því á bestu kjörum sem við bjóðum á hverjum tíma.“ Samkeppnin til fyrirmyndar Samkeppnin á fjarskiptamark- aði hérlendis er mjög mikil að sögn Þórðar og raunar mun meiri en marga grunar. „Sú samkeppni mætti vera öðrum til fyrirmynd- ar. Tæknin breytist hratt og nýjar vörur og þjónustuþættir spretta stöðugt fram. Síminn þarf því að vera mjög vakandi fyrir öllum þessum breytingum. Við vinnum statt og stöðugt að því að standa undir því nafni að vera traust og áreiðanleg. Þá er einn helsti kost- ur Símans að þar starfar reynslu- ríkt fólk. Það þekkir fyrirtækin og markaðinn vel þegar sérsníða á fjarskiptalausnir fyrir fyrirtæki.“ Það ríkir því góð stemning innan fyrirtækjaþjónustunnar að sögn Þórðar. „Við erum meðvituð um samkeppnina, erum keppnisfólk og til í slaginn. Breytt fyrirkomulag fyrirtækjaþjónustu Símans hefur skapað meiri yfirsýn viðskipta- vina og okkar. Nú nálgumst við viðskiptavinina ekki síður en þeir okkur enda dýrmætt að geta boðið góða þjónustu og eiga í góðu gagn- virku sambandi við viðskiptavini.“ allar nánari upplýsingar um fyrir- tækjaþjónustu Símans má finna á www.siminn.is. Fyrirtækjaþjónustunni umbylt Síminn breytti þjónustunni við fyrirtæki á síðasta ári og lofar þeim sem eru í viðskiptum einni yfirferð á kjörum og áskriftum að lágmarki á ári. Fimmtán hundruð fyrirtæki eru í stýringu, sem er mikil fjölgun milli ára, og stefnt er á að fjölga þeim enn frekar á næstunni. „Þjónusta Símans á fyrirtækjamarkaði er eins og við viljum hafa hana; framúrskarandi,“ segir Þórður guðjónsson, forstöðumaður Viðskiptastýringar og sölu hjá Símanum. MynD/Ernir ÞjónuStuvefur Á þjónustuvef fyrirtækja hjá Símanum þá þau yfirsýn yfir kostnað og notkun. Hægt að velja bæði einfalda eða ítar- lega kostnaðargreiningu. Mynd- ræn framsetning er á skiptingu kostnaðar og geta viðskiptavinir sniðið framsetninguna að sínum þörfum. Á þjónustuvefnum má panta búnað, breyta áskriftarleiðum, virkja aukaþjónustu og Ferða- pakkann og færa þjónustu á milli reikninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.