Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 18
Auður Gná Ingvarsdóttir er lærður innanhússarkitekt frá Barcelona en þar bjó hún og starf­ aði um tíu ára skeið. Eftir að hún flutti heim til Íslands vann hún að ólíkum verkefnum þar til hún stofnaði fyrirtækið Further North með það í huga að hanna og fram­ leiða fylgihluti fyrir heimili. Hún segir hugmyndina að stofn­ un fyrirtækisins hafa blundað í sér heillengi en kveikjan að stofnun þess hafi verið ferð hennar norð­ ur í Skagafjörð þar sem hún heim­ sótti sútunarstöðina sem í dag heitir Atlantic Leather. „Ég vissi lítið sem ekkert um sútun skinna en sá strax að þarna var hráefni sem væri tilvalið að vinna úr. Það kom síðan á daginn að Atlantic Leather er afbragðs fyrirtæki en næstum allt sem þeir súta er sett í útflutning en ekki fullunnið hér heima.“ Auður hóf því að vinna með lambaskinn og framleiddi í upp­ hafi púða og veski. Fyrir tveim­ ur árum kynnti hún til sögunnar spegilinn Eileen á Hönnunarmars og hefur síðan verið að kynna nýja liti á honum til sögunnar. „Á sama tíma fórum við Arnar Fells, sem er grafískur hönnuður, í sam­ starf og úr varð textíllína þar sem tákn sem tengjast hvítagaldri eru notuð. Arnar hafði unnið loka­ verkefni sitt út frá þessum tákn­ um og ég leitaði til hans með sam­ starf í huga, einfaldlega af því að mér fundust táknin sjálf svo falleg og heillandi. Það að þau séu hluti af menningararfi okkar er bara bónus en fyrst og fremst höfðuðu þau til mín fagurfræðilega. Við völdum síðan tákn sem á einhvern hátt teljast vera verndarstafir fyrir heimili.“ Framúrskarandi Flott Auður tók þátt í HönnunarMars fyrr í þessum mánuði og var ánægð með útkomuna. „Hönnunar­ Mars verður betri með hverju árinu sem líður og það er mjög gaman að taka þátt. Íslensk hönn­ un er að verða svo framúrskarandi flott og það liggur svo mikill auður í þessum geira. Að mínu mati þarf að gera meira til að styðja við bakið á fólki og fyrirtækjum sem ákveða að fara út í þennan bransa. Maður furðar sig t.d. oft á því hvernig öll þessi flottu skandinav­ ísku vörumerki ná oft að verða al­ þjóðleg innan fárra ára en það er út af því að það þykir skynsamlegt að fjárfesta í hönnun í þessum lönd­ um. Við eigum ennþá dálítið langt í land með að ná þeirri hugsun en HönnunarMars hjálpar þar veru­ lega upp á að sýna alla ástríðuna og alvöruna sem í þetta er lögð.“ Framundan hjá Auði er að koma vörulínunni WM í framleiðslu og sölu en hana kynnti hún á Hönn­ unarMars. „Ég er með púða, bæði úr textíl og leðri, auk þess sem ég ætla að láta framleiða ullar­ teppi og eitthvað slörast þetta yfir í húsgögn í formi efna til bólstr­ unar. Á planinu er líka að komast á eina sýningu erlendis og finna hver viðbrögðin eru við mínum vörum þar.“ Frekari upplýsingar um vörur Further North má finna á www. further-north.com og á Facebook. Allt sem þú þar ... Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is Á sama tíma fórum við Arnar Fells, sem er grafískur hönnuður, í samstarf og úr varð textíllína þar sem tákn sem tengjast hvíta- galdri eru notuð. Púðarnir sem eru á myndinni eru úr nýju seríunni sem heitir WM og ég vann meðal annars með grafíska hönnuðinum Arnari Fells – þetta eru meðal annars púðar sem saumuð hafa verið á hvítagaldurstákn. MYND/ÍRIS ANN Hluti af WM línunni, skemill með áföstu leðurkögri sem einnig hefur verið notað í sjálfa púðalínuna 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ h e i m i l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.