Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 16
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór var að vanda í byrjunar- liði Swansea sem vann mikilvægan sigur á Aston Villa. Gylfi heldur áfram að fara á kostum en hann lagði upp sigurmarkið. Stærstu úrslitin Hver sigur Leicester er öðrum stærri þessa dagana. Toppliðið vann 1-0 sigur á Palace og er enn með fimm stiga forskot á toppnum. Hetjan Þegar sumir voru farnir að efast um Marcus Rash ford eftir smá markaþurrð steig táningurinn upp og skoraði sigurmarkið í borgarslagnum. Hrikalega mikilvægt mark fyrir United. Kom á óvart Miðað við hvernig Southampton spilaði í fyrri hálfleik á móti Liverpool kom endurkoma liðsins í seinni hálfleik gríðarlega á óvart. Dýrlingarnir breyttu stöðunni úr 0-2 í 3-2. Í dag 19.15 Þór Þ. - Haukar Glacial-höllin 19.15 Njarðvík - Stjarnan Ljónagr. 21.00 Messan Sport 2 18.30 Körfuboltakvöld Sport 21.00 Messan Sport 2 Nýjast Everton 0 – 2 Arsenal Chelsea 2 – 2 West Ham C. Palace 0 – 1 Leicester Watford 1 – 2 Stoke WBA 0 – 1 Norwich Swansea 1 – 0 Aston Villa Newcastle 1 – 1 Sunderland Southampton 3 – 2 Liverpool Man. City 0 – 1 Man. Utd Tottenham 3 – 0 Bournemouth Efst Leicester 66 Tottenham 61 Arsenal 55 Man. City 51 West Ham 50 Neðst C. Palace 33 Norwich 28 Sunderland 26 Newcastle 25 Aston Villa 16 Enska úrvalsdeildin Olís-deild karla Akureyri - ÍBV 26-27 Akureyri: Heiðar Þór Aðalsteinsson 8/3, Kristján Orri Jóhannsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Sigþór Heimisson 3. ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8/2, Kári Krist- ján Kristjánsson 6, Andri Heimir Friðriksson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3. Efri hlutinn Haukar 43 Valur 37 ÍBV 26 Afturelding 26 FH 25 Neðri hlutinn Grótta 23 Fram 22 Akureyri 21 ÍR 16 Víkingur 8 Úrslitakeppni Domino’s-deild karla Tindastóll - Keflavík 96-80 Tindastóll: Darrel Keith Lewis 25/8 frá- köst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgis- son 19/7 stoðsendingar, Anthony Isaiah Gurley 15, Myron Dempsey 12/8 fráköst. Keflavík: Jerome Hill 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14, Valur Orri Valsson 13/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13. Tindastóll leiðir einvígið, 2-0. Grindavík - KR 77-91 Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guð- mundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst. KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnús- son 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar. KR leiðir einvígið, 2-0. Bikarmeistarar í blaki fögnuðu í Laugardalshöll Afturelding í kvennaflokki og KA í karlaflokki fögnuðu sigri í bikarúrslitum Blaksambandsins. Afturelding vann annað árið í röð. FRéTTABlAðið/STEFáN FrjálSar Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gær- kvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreyt- ingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkur sýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunn- ar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær. Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur m e ð árangur- inn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaup- ara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu við- brögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verð- laun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Frétta- blaðið ekki tali af henni í gær- kvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn. Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mín- útum. Bronsið féll svo í skaut Marg- aret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mín- útum en fyrstu fjórar í hlaup- inu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. A n í t a hefði því þ u r f t a ð s t ó r b æ t a Í s l a n d s - met sitt u p p á 2 : 0 1 , 5 6 mínútur til að komast á pall í Portland í gær- kvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í barátt- unni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ tomas@365.is Fimmta sæti en vildi meira Aníta Hinriksdóttir var ekki nógu sátt eftir að hafna í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss. Náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra. 2 1 . m a r S 2 0 1 6 m á N U D a G U r16 S p O r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.