Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 13
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá 2.670.000 kr. (2.135.226 kr. án vsk) Glæsilegur vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Caddy Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efn­ aðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannar­ lega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli inn­ lendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni. Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið bar­ áttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á milli­ stéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélags­ hópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skatt­ leggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfé­ laginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla? Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvat­ ir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskipta­ háttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona til­ færingum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern for­ gang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjár­ málaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krón­ una. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Skattaskjól Árni Páll Árna- son formaður Sam- fylkingarinnar Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði.Ýmsir hafa bent á þann trún­aðar brest sem orðið hefur milli forsætisráðherrans og þjóðarinnar þegar ljóst er að hann hefur haldið leyndum upplýsingum um stórfellda fjárhagslega hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar í tengslum við uppgjör föllnu bankanna. Hann segir að þeir hagsmunir hafi í engu haft áhrif á störf sín – nema síður sé – sem vel má vera satt, en það er samt ekki í hans verkahring að meta það einn með sjálfum sér; slíkar upplýsingar eiga að liggja fyrir og svo getum við, ef sá gállinn er á okkur, dáðst að því hversu illa þau hjónin hafi nú farið út úr þessum hagsmunaárekstri og hve miskunnarlaus hann hafi verið við sig og konuna í framgöngu sinni gegn kröfuhöfum. Hvar er Valli? Slíkum upplýsingum verður að deila með kjósendum, sem þurfa þessar upplýsingar með öðru til að leggja mat á trúverðugleika við­ komandi ráðamanns. Eðlilega spyr fólk: er eitthvað fleira sem hann hefur ekki sagt okkur? Og þegar við leiðum hugann að því að ráð­ herrann hefur skráð lögheimili sitt á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði en býr í Garðabæ – þykist búa ein­ hvers staðar þar sem hann býr ekki – fer okkur smám saman að finnast eins og ráðherrann sé kannski ekki allur þar sem hann er séður; komi ekki alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Þegar svo við bætist tilhneiging hans í opinberum umræðum til að segja allt mest og best sem allir sjá að er alls ekki gott, eða kannski bara sæmilegt – fer okkur að finnast eins og hann sé ekki alveg hér. Hvar er Valli? Hann segist búa í Jökulsárhlíð, á hús í Garðabæ, á eignir á Tortóla og er með allan hugann við grjótgarð í Reykjavík. Eða kannski finnst okkur hann ágætur. Kannski að okkur finnist þetta bara sniðugt og það má alveg: en við þurfum samt að hafa ákveðn­ ar grundvallarupplýsingar um það fólk sem á að þjóna okkur í ríkis­ stjórn svo að okkur sé fært að meta færni þess og störf. Það er einfald­ lega ein af grundvallarforsendum lýðræðisins. Það er full ástæða til að samfagna fólki sem kemst í miklar álnir, þó að það hafi kannski lítið gert sjálft til þess að afla þess auðs. Og áreiðan­ lega enginn öfundsverður af því að gæta svo mikils fjár. En samt: Bara nafnið eitt, Tortóla – móðir allra skatthola. Það er svo öflugt tákn og stendur í huga okkar fyrir aflands­ þjóðina: þetta fólk sem sagði sig úr lögum við okkur hin og fór með peningana sem frúin í Hamborg gaf því. Tortóla er money­heaven. Tortóla er í huga okkar samnefnari fyrir undanskot sérgóðrar og and­ félagslegrar yfirstéttar sem felur auð sinn og neitar þjóð sinni um eðlilegt framlag til samneyslunnar þó að hún njóti góðs af þeirri sam­ neyslu og hafi – fremur en að skapa verðmæti – auðgast á því að selja landsmönnum hluti á uppsprengdu verði sem þeir neyðast til að kaupa vegna fákeppni. Eins og til dæmis bíla. Við Íslendingar Það er með öðrum orðum samhengi í hlutunum. Það er samhengi milli grafinna fjársjóða á Jómfrúreyjum og fjársveltis íslenska heilbrigðis­ kerfisins, og væri nær að tala um hugsanlegt „skatthagræði“ íslensks samfélags í heild en einstakra moldríkra einstaklinga. Og næst þegar við heyrum undanfærslur og vífilengjur forsætisráðherrans varðandi byggingu nýs Landspítala þá munu þær falla í það samhengi. Hann er eins og útgerðarmað­ urinn sem ræður öllu í þorpinu og vasast í öllu en býr sjálfur fyrir sunnan í hundraðogeinum, en held­ ur samt alltaf ræðu á Sjómanna­ daginn, og talar þá um „okkur“ og helvítis pakkið í hundraðogeinum. Þetta er það versta við málið fyrir Sigmund Davíð: þetta truflar frásögnina hans. Þetta gengur þvert á þá sögu sem hann hefur af kost­ gæfni byggt upp um sjálfan sig. Það er einkenni allra stjórnmála­ leiðtoga sem ná almannahylli, að þeir búa til einfalda frásögn kring­ um persónu sína og athafnir, sem höfðar til fjöldans. Sagan hans Sigmundar snerist um að hann væri sá sem berðist við hrægammana. Ísland í umsátri útlendinga sem ætluðu að inn­ heimta óréttmætar kröfur á hendur lítilli og fátækri þjóð sem ekki hafði annað til saka unnið en að leyfa óprúttnum bankamönnum að nota nafn sitt og traust til þess að safna meiri skuldum en þeir voru borg­ unarmenn fyrir. Sigmundur hefur af natni byggt upp mynd af sér sem hinum þjóðlega varðgæslumanni – þeim sem veðjar á Ísland, íslenskt hugvit, íslenskan dugnað – já íslensku krónuna, sem er sterkasti gjaldmiðill í heimi þegar vel er að henni hlúð með þjóðlegum höftum. Þessi saga er nú öll í uppnámi. Komið hefur á daginn að þau hjón­ in treysta ekki íslensku krónunni sjálf þegar þau ávaxta sinn auð. Það er nefnilega samhengi í hlut­ unum. Sagan hefur snúist í hönd­ unum á honum. Og við munum hlusta öðruvísi á ræður ráðherrans en áður. Næst þegar Sigmundur Davíð heldur ræðu og segir „við Íslendingar“ gæti það meira að segja orðið álitamál – og fólk spurt: Ætti hann ekki frekar að segja „þið Íslendingar“? Frá Jökulsárhlíð til Jómfrúreyja Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur Í dag Bara nafnið eitt, Tortóla – móðir allra skatthola. Það er svo öflugt tákn og stendur í huga okkar fyrir aflands­ þjóðina: þetta fólk sem sagði sig úr lögum við okkur hin og fór með peningana sem frúin í Hamborg gaf því. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 2 1 . M a R s 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.