Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 8
SKÁLDSAGA UM KRISTMANN GUÐMUNDSSON „Um ýmsa þætti í ævi Krist manns fjallar Sigurjón á afar skemmti legan og næman hátt í sögu sinni.“ Illugi Jökulsson Einstæð skáldsaga um líf Kristmanns í Hveragerði og réttarhöldin gegn Thor Vilhjálmssyni. Bregðumst við NÚNA! Vegna þurrka í Eþíópíu eru 10 milljónir manns á barmi hungursneyðar: Valgreiðsla í heimabanka Söfnunarsími 907 2003 (2500 krónur) Söfnunarreikningur 0334-26-886 kt. 450670-0499 Landbúnaður Mikil óánægja er með nýjan sauðfjársamning meðal sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Telja sauðfjárbændur að með nýjum samningum sé verið að færa fé frá afskekktustu byggðum landsins nær suðvesturhorninu. „Hvet bændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Í nýjum sauðfjársamningum er beingreiðslum til bænda hætt en þess í stað greitt á hverja vetrar- fóðraða rollu, svokallaðar gripa- greiðslur. Um nokkurt skeið hafa sauðfjárbændur sem eiga greiðslu- mark aðeins þurft að hafa 70 pró- sent af því sauðfé á vetrarfóðrum sem þeir fá fullar greiðslur fyrir. Bóndi með 100 ærgilda greiðslu- mark þurfti því aðeins að hafa 70 kindur á vetrarfóðrum til að fá full- ar greiðslur frá hinu opinbera. Nú á að afleggja þá reglu. Við það eru bændur á Vestfjörðum afar ósáttir. „Við létum Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins skoða hvaða áhrif nýir sauðfjársamningar munu hafa á okkar starfsvæði hér á Vest- fjörðum. Samkvæmt þeirri úttekt þá munu þessar breytingar hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ég hvet alla sauðfjárbændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur. „Ég hef engan sauðfjárbónda hitt á mínu svæði sem ætlar að samþykkja nýgerða samninga.“ Þórarinn Ingi Pétursson, for- maður Landssambands sauðfjár- bænda, telur hins vegar nýja sauð- fjársamninga vera til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og að byggðafesta skipti miklu máli. „Beingreiðslur hverfa á níu árum en í staðinn koma býlisstuðningur, gripagreiðslur og aukin áhersla á gæðastýringu. Mikil áhersla er í samningnum á nýliðun, byggða- festu, sjálfbærni og græn verkefni,“ segir Þórarinn Ingi. Jóhann Pétur segir bændur á afskekktum svæðum ekki geta leitað í önnur störf eins og hægt er nálægt stærri byggðakjörnum. sveinn@frettabladid.is Vill að bændur felli nýgerðan samning Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, segir bændur á sínu svæði koma mjög illa út úr nýjum sauðfjár- samningum. Hann hvetur alla til að fella nýgerðan samning. Segir verið að færa fé frá afskekktum byggðum nær höfuðborgarsvæðinu. skipuLagsmáL Alþingi samþykkti í liðinni viku þingsályktun Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um landsskipulagsstefnu 2015- 2026. Samþykkt hennar markar tímamót í skipulagsmálum hér á landi þar sem í fyrsta sinn er sett fram heildstæð stefna ríkisins á landsvísu um skipulagsmál. Landsskipulagsstefna samþættir áætlanir á vegum stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúru- vernd, orkunýtingu og aðra land- nýtingu, en með stefnunni hafa sveitarfélög aðgang að stefnu ríkis- valdsins um skipulagsgerð á einum stað. Landsskipulagsstefnan setur fram stefnu um fjögur viðfangsefni, þ.e. skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum – eins og segir í tilkynningu. Í landsskipulagsstefnu er lagt til grundvallar að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun, skipulagið sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart samfé- lags- og umhverfisbreytingum, það stuðli að lífsgæðum fólks og styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta. Í landsskipulagsstefnu eru sett fram sjónarmið og áherslur í skipu- lagsmálum, sem eru til útfærslu í skipulagsáætlunum sveitarfélaga, en sveitarfélögum ber að taka mið af stefnunni við gerð skipulags- áætlana. Landsskipulagsstefna getur einnig haft áhrif á áætlanir stjórnvalda á landsvísu í mála- flokkum sem varða landnotkun og byggðaþróun. Auk þess að vera framfylgt í gegnum skipulagsáætlanir sveitar- félaga og áætlanagerð ríkisins, felur landsskipulagsstefna einnig í sér tiltekin verkefni, svo sem leið- beiningar- og þróunarverkefni, til að hrinda markmiðum stefnunnar í framkvæmd. – shá Fyrsta heildstæða stefnan á landsvísu samþykkt Sambúð manns og lands er brennipunktur stefnunnar. fréttablaðið/vilhelm aLþingi Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að mennta- og menningarmálaráð- herra verði falið að sjá til þess að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði öllum framhaldsskólanemum tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna þeim að kostn- aðarlausu. Vakin er athygli á því að í Hvítbók ráðherra um úrbætur í menntun komi fram að aðeins 44 prósent íslenskra framhaldsskóla- nema ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og það megi að hluta rekja til slæmrar geð- heilsu ungmenna hér á landi. – jhh Vill sálfræðiþjónustu í alla framhaldsskólana bændur á vestfjörðum eru æfir vegna afnáms beingreiðslna. fréttablaðið/Pjetur Einungis 44% íslenskra framhaldsskólanema ljúka námi á tilsettum tíma. Mikil áhersla er í samningnum á nýliðun, byggðafestu, sjálfbærni og græn verkefni. Þórarinn Ingi Péturs- son, formaður Landssambands sauðfjárbænda 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m á n u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.